Ný lög Klúbbsins

23 jan 2013 15:35 #1 by palli
Replied by palli on topic Re: Ný lög Klúbbsins
Alltaf gaman að fá smá fútt í umræðuna ...

En - við skulum bara anda með nefinu og ekki gera úlfalda úr mýflugu.

Í gömlu lögunum var líka ákvæði um að stjórn gæti sett félaga í fyrirvaralaust æfinga - og keppnisbann ef þeir sýndu vítavert gáleysi (4. gr). Þarna er því ekki um neina efnislega breytingu að ræða svo ég sjái.

Ef menn eru ósáttir við lagabreytinguna þá er rétta leiðin að mæta á aðalfundinn og benda á ósvífnina - þá verða þessi lög ekki samþykkt og þau gömlu góðu standa bara :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jan 2013 11:37 - 23 jan 2013 11:37 #2 by Sævar H.
Var að fá drög að nýjum lögum Klúbbsins. Aðalinntak breytinga er um brottrekstrarákvæði ef eitthvað hátterni fer fyrir brjóstið á stjórn félagsins. Sjálfsagt hef ég öll mín 12 ár í þessum rðrum ekki uppfyllt þessi væntanlegu ákvæði, nema að hluta. þegar ég gerðist meðlimur Klúbbsins var það eingöngu til að styrkja gott starf innan þessa sports. Lengra átti það nú ekki að ganga. Áður en ég verð rekinn af vettvangi-er kannski best að draga sig sjálfur í hlé.
Þetta verður því síðasti pistill minn á þessum vettvangi. Þakka liðna tíð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum