Róið fyrir Gróttu

26 jan 2013 17:44 #1 by Guðni Páll
Já þetta var mjög góð æfing fyrir okkur Gísla í dag. Og koma vel í ljós hvað Nordkapp báturinn er góður sjóbátur og þá sérstaklega á lensi. En ég þakka Gísla fyrir traustið og geri mitt allra besta í þessari ferð. En á næstu mánuðum mun þjálfa töluvert og ef einhverjum langar að slást í lið með mér þá er bara um að gera að hringja í mig og spurja.

Hérna er smá frétta skot
bb.is/Pages/26?NewsID=179697

Kv Guðni Páll
661-6475

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jan 2013 16:34 - 26 jan 2013 16:35 #2 by Gíslihf
Ég fór með Guðna Páli í morgun frá Eiðinu við Geldinganes, fyrir Gróttu og inn í Nauthólsvík. Þetta er liður í þjálfun Guðna Páls fyrir væntanlegan hringróður og hefði hann trúlega farið einn þó enginn hefði fundist ferðafélaginn.

Það voru 10-12 m/s að austan á öllu svæðinu og hrinur harðari eins og gengur.

Fyrst rerum við út á mitt sundið milli Viðeyjar og Lundeyjar vestan við Geldinganes til að ná góðri lensöldu og svo var strikið tekið norðan við Engey með stefnu á Gróttuvita, en þannig lendir maður á lægsta punkti í rifinu sunnan við Akurey. Ég hef nokkrum sinnum róið í Akurey, en aldrei veri jafn fljótur og við vorum nú eða rétta klukkustund. Þrátt fyrir það vorum við rétt tæpa 4 tíma alla leið, sem er ekki betra en eðlilegur róðrartími, með kaffistoppi að vísu.
Ástæðan er augljóst, ef þú ferð með tvöföldum hraða undan vindi þá fer hraðinn nær niður í núll þegar snúið er á móti og tíminn lengist verulega á síðari hlutanum.

Guðni Páll er öflugur og í betra formi en ég og er það ánægjuefni, því að ég held ég mundi ekki leggja í hringinn aftur núna.

Ég treysti honum fyllilega til að ljúka þessu verkefni í öllu sem varðar kayakmennsku. Auðvitað reynir á margt annað - en það verður bara að láta á það reyna, þannig vöxum við og eflumst.

Bestu kveðjur,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum