Frumvarp til laga um náttúruvernd

15 mar 2013 09:01 #1 by jsa
Já fyrri breytinging lítur mjög vel út.

Seinni breytingin er mjög slæm. Ég reikna ekki með því að henni yrði beitt mikið... en það er opnað fyrir möguleika á að mismuna fólki eftir sporti. Þá mætti drepa en ekki róa, það er slæmt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2013 16:44 - 14 mar 2013 17:03 #2 by Steini
Þá er komin inn Breytingartillaga við frumvarp til laga um náttúruvernd.

www.althingi.is/dba-bin/flytileit.pl?tex...vernd&leitartegund=5

þingskjal: 1114


Þar er t.d. breyting við 21. gr.
a. Í stað orðanna „öll skipgeng vötn“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: öll vötn og á vélknúnum bátum um skipgeng vötn.
b. Við 2. málsl. 2. mgr. bætist: og um bátaumferð og böð í grennd við veiðistaði.

Yrði greini þá:

21. gr.
Umferð um vötn.

Öllum er heimil för um vötn, einnig þegar þau eru ísilögð, með þeim takmörkunum sem lög kveða á um. Einnig er öllum heimilt að nota vötn til sunds og baða þar sem landeiganda er meinlaust en forðast skal að setja sápuefni í vatnið.
Heimilt er að fara á bátum um öll vötn og á vélknúnum bátum um skipgeng vötn. Ráðherra skal í reglugerð kveða á um almennar takmarkanir við umferð vélknúinna báta og annarra vélknúinna farartækja um vötn og vatnasvæð og um bátaumferð og böð í grennd við veiðistaðii. Umhverfisstofnun getur takmarkað eða bannað umferð um vatn ef nauðsynlegt þykir til verndar náttúru eða lífríki. Slíkar ákvarðanir eru háðar staðfestingu ráðherra og skal birta þær í B-deild Stjórnartíðinda.
Allir sem um vötn fara eða nota þau til sunds og baða hafa rétt til þeirra afnota af vatnsbökkum sem nauðsynleg eru vegna umferðar um vatnið en gæta skulu þeir varkárni og forðast að valda skemmdum á landi, mannvirkjum eða veiðitækjum í vatni eða við það.

Fyrri breytingin er til hins betra, en sú síðari er ekki góð; nú getur ráðherra sett í reglugerð bann á bátaumferð við veiðistaði ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 feb 2013 08:09 #3 by Jói Kojak
Heimilt er að fara á bátum um öll skipgeng vötn
Er ég einn um ad sjá thversögn í thessari setningu? Bátur er ekki skip.

Ráðherra skal í reglugerð kveða á um almennar takmarkanir við umferð vélknúinna báta og annarra vélknúinna farartækja um vötn og vatnasvæði.
Vid erum ekki á vélknúnum bátum/farartækjum - thannig ad vid thurfum ekki ad hafa áhyggjur af thessu, eda hvad?

Allir sem um vötn fara eða nota þau til sunds og baða hafa rétt til þeirra afnota af vatnsbökkum sem nauðsynleg eru vegna umferðar um vatnið en gæta skulu þeir varkárni og forðast að valda skemmdum á landi, mannvirkjum eða veiðitækjum í vatni eða við það.
Hvad med thessa hér?: Öllum er heimil för, þ.m.t. á farartækjum, um vötn, einnig á ísi, með þeim takmörkunum sem lög kveða á um, þó þannig að það valdi ekki truflun á veiðum manna.

Hvenær veldur madur truflun á veidum manna og hvenær ekki? Alltof huglægt atridi ad mínu mati.

Gott ad halda umrædunni gangandi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 jan 2013 15:01 - 31 jan 2013 15:04 #4 by Gíslihf
Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því að komast ekki að ám og vötnum eins og SAS og mundi ekki vilja tengja okkur við 4x4 félaga í þessu efni. Það sjást of víða djúp spor eftir margt torfærutröllið og mótorhjólin víða um hálendið í fallegum dölum og sléttum sem ég hef gengið um, spor sem oft eru ljót vegna frostbleytu, sem á hálendinu varir oft langt fram í júlí.

Hins vegar er ég á því eins og Steini fyrrv. form. að það vantar túlkun á 21 greininni um hvað eru "skipgeng vötn". Sú túlkun ætti að koma í frumvarpinu sjálfu og hana er ekki að finna í greinagerðinni, að öðrum kosti er hætt við að fyrrnefndur dómur verði tekin sem dómafordæmi. Það væri jafnvel ástæða til að hafa sérstaka málsgrein um kayak og kanó, flestir eru að hugsa um vélknúna báta þegar ákvæði eru samin. Dómurinn á Selfossi var vafalaust undir áhrifum dauðaslyssins sem þar varð í ánni og jafnvel undr óbeinum þrýstingi laxveiðimanna sem telja sig gjarna hafa einkaleyfi á viðkomand svæði.

Þingmálið er að finna á slóðinni:
www.althingi.is/dba-bin/Aferill.pl?ltg=141&mnr=429
og þar er hægt að sjá frumvarpið sem er skjal 537.

Gott væri að einhver lögfróður félagi liti á þetta.
Við gætum einnig óskað eftir fundi með þingnefndinni eða a.m.k. sent inn fyrirspurn um þetta efni og lagt fram okkar sjónarmið.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 jan 2013 23:41 - 30 jan 2013 23:43 #5 by SAS
Get ekki annað en tekið undir margt af þeirri gagnrýni sem má meðal annnars lesa á vefslóðinni www.ferdafrelsi.is en þar er einnig að finna umrætt lagafrumvarp og athugasemdir frá félagasamtökum ofl.
Hvet alla til að lesa sér til um lagafrumvarpið, þetta skiptir okkur öll miklu máli.

Það er verulega verið að takmarka ferðafrelsi almúgans. Hvað varðar sjókayakinn, þá er það okkur mikilvægt að geta ekið slóða innan sem utan einkajarða (með leyfi landeiganda). Við viljum alltaf komast sem næst fjöru með kayakana.

Skipulagðar ferðir Kayakklúbbsins síðustu ára, eins og ferðin í Hestvatn, Kleifarvatn eru ólöglegar, eins og þær voru skipulagðar skv lagafrumvarpinu.

Róður frá Straumfirði eins og við þekkjum hann, gengi ekki nema með því að bera kayakana langa leið til og frá fjöru.

Réttur landeigenda er aukinn og þrengt að ferðamönnum hvað varðar óskipulögð tjaldsvæði.

Þá er ekkert minnst á rétt almennings hvað varðar ferðir um strendur landsins. Má vera að eldri lög taki enn á aðgengi að ströndum landsins?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jan 2013 19:10 #6 by Steini
Sú grein sem varðar sérstaklega ferðir á straumvatni er;

21. gr.
Umferð um vötn.

Öllum er heimil för um vötn, einnig þegar þau eru ísilögð, með þeim takmörkunum sem lög kveða á um. Einnig er öllum heimilt að nota vötn til sunds og baða þar sem landeiganda er meinlaust en forðast skal að setja sápuefni í vatnið.
Heimilt er að fara á bátum um öll skipgeng vötn. Ráðherra skal í reglugerð kveða á um almennar takmarkanir við umferð vélknúinna báta og annarra vélknúinna farartækja um vötn og vatnasvæði. Umhverfisstofnun getur takmarkað eða bannað umferð um vatn ef nauðsynlegt þykir til verndar náttúru eða lífríki. Slíkar ákvarðanir eru háðar staðfestingu ráðherra og skal birta þær í B-deild Stjórnartíðinda.
Allir sem um vötn fara eða nota þau til sunds og baða hafa rétt til þeirra afnota af vatnsbökkum sem nauðsynleg eru vegna umferðar um vatnið en gæta skulu þeir varkárni og forðast að valda skemmdum á landi, mannvirkjum eða veiðitækjum í vatni eða við það.



Hér er það sérstaklega orðalagið; "um öll skipgeng vötn" sem kemur úr gömlu vatnalögunum frá 1921. Dómur sem við fengum á okkur forðumdaga vegna róðurs á Ölfusá féll okkur í óhag vegna þessa orðalags, þar sem Ölfusá er ekki talin skipgeng.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jan 2013 17:56 #7 by palli
Takk fyrir ábendinguna Steini.

Þetta mál er í athugun. Ásta Þorleifs og Reynir Tómas hafa m.a. verið að skoða þetta og þetta mun verða tekið fyrir í stjórn klúbbsins. Ég geri ráð fyrir að Kayakklúbburinn sendi þarna inn athugsemdir.

Eins og frumvarpið lítur út núna þá virðist vera vegið verulega að almannarétti til umferðar um landið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jan 2013 17:27 - 29 jan 2013 17:28 #8 by Steini
Nýverið var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um náttúruvernd. Nú þegar hefur málið farið í gegnum 1. umræðu og bíður afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 8. febrúar.


Ég vill vekja athygli á þessu má þar sem það varðar okkur sem viljum ferðast um landið.

Frekari uppl. má finna á netsíðunni;
ferdafrelsi.is/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum