Met var slegið, í nýja log bók félagsins sem komin er í höfuðstöðvarnar, en 9 hressir Þorrablótsræðarar mættu í morgun. Ekki gekk veðurspáin alveg eftir, vindinn gekk ekki niður fyrr en um hádegið. Við rérum Viðeyjar hring í SA 13-15 m/s og hviðum allt að 23 m/s. Lensið var einstakt norðan megin Vieyjar, allir náðu óvenjumörgum vindöldum. Þegar komið var suður fyrir Viðey, þá tók við mikill barningur á móti vindi, sem þó minkaði eftir því sem nær dró Geldinganesinu.
Þeir sem réru vori: Þóra, Örlygur, Egill, Lárus, Sveinn Axel, Ingi, Andri, Guðm. Breiðdal og Þorbergur.
Róðrinum lauk svo í Þorramat í höfuðstöðvunum þar sem sáttir ræðarar ásamt Gísla K., Gunnari Ingi og Eyþóri gæddur sér á kjarngóðum íslenskum mat.