Aðgangur að ám, vötnum og sjó

08 feb 2013 17:41 - 16 feb 2013 16:20 #1 by Gíslihf
Þetta er skemmtilegt og jákvætt skilti sem Jón Skírnir setti hér inn, samnýting í sátt ræðara og veiðimanna.

Margir hér á landi hafa mestar áhyggjur af að komast ekki hvar sem er að á bíl, en það er ekki rétt að krefjast þess vegna náttúrunnar, sem við eigum að virða. Það er ekki heldur vænlegt til vinsælda. Dæmi um nægjanlegt aðgengi er Veiðistaður ofan við Brúarhlöð og svo sandfjaran neðan við Drumbó. Þar er atvinnustarfsemi árum saman með þúsundir ferðamanna og það sér ekki á neinu í eða við ána. Kjölfar báta hverfur í strauminn og vegaspottarnir eru stubbar með 7 km millibili.

Það má ekki henda sem við sáum á einum vídeóstubbi um erlenda gesti í ævintýraferð hér að við veitum þeim leiðsögn þar sem jepparnir festast í drullu snemma vors. Hér gilda reglur og við eigum að láta gesti virða þær.

Ummæli ráðherrans, sem ég vísaði til í fyrra innlegginu sá ég í tímariti BCU en umræðuna má finna á vefnum t.d. eftirfarandi, sem ég fann með Google.
Fyrst grein veiðimannanna sem túlka allt gegn ræðurum:
www.anglingtrust.net/news.asp?itemid=144...29§ionTitle=News
Síðan svar Canoe England þar sem efni úr fyrri grein er birt og svarað:
www.riversaccess.org/displayarticle.asp?a=22&c=2

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2013 17:01 #2 by jsa
Já það er ömurlegt að mega ekki róa ár vegna þess að það er ekki sérstaklega leyft. Einu sinni sáum við Tinna og Jói þetta skilti. Meikar sens
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2013 16:46 #3 by Gíslihf
Nú þegar við höfum verið að rýna orðalag í frumvarpi til náttúruverndarlaga, sem einnig fjalla um réttinn til að njóta og ferðast um landið, er umhugsunarefni hvernig staðan er í Bretlandi.
Skotar hafa frá fornu fari haft frjálsan aðgang að vatni eins og hefð er fyrir hér á landi en í Englandi gildir hefðarréttur landeigenda sem er líklega arfur frá tíma lénsveldisins og aðallinn er enn drjúgur hluti af sjálfsmynd Englendinga.

Í stuttu máli er meginreglan sú í Englandi að óheimilt er að róa ár og vörn, en sjórinn er frjálsari. Það er því með ólíkindum hve langt Bretar hafa náð á alþjóða keppnum eins og ólympíuleikinum í sumar, í straumsvigi o.fl.

Þeir nota vel þann aðgang sem þeir hafa á takmörkuðum svæðum og mikilvægur hluti af starfsemi BCU er helgaður baráttunni fyrir aðgangi að vatni, "Rivers Access Campaign". Nýlega sagði Richard Benyon, ráðherra fiskveiða og umhverfismála, að krafa BCU um aðgengi yrði að víkja fyrir rétti landeigenda og veiðirétthafa.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum