Þetta er skemmtilegt og jákvætt skilti sem Jón Skírnir setti hér inn, samnýting í sátt ræðara og veiðimanna.
Margir hér á landi hafa mestar áhyggjur af að komast ekki hvar sem er að á bíl, en það er ekki rétt að krefjast þess vegna náttúrunnar, sem við eigum að virða. Það er ekki heldur vænlegt til vinsælda. Dæmi um nægjanlegt aðgengi er Veiðistaður ofan við Brúarhlöð og svo sandfjaran neðan við Drumbó. Þar er atvinnustarfsemi árum saman með þúsundir ferðamanna og það sér ekki á neinu í eða við ána. Kjölfar báta hverfur í strauminn og vegaspottarnir eru stubbar með 7 km millibili.
Það má ekki henda sem við sáum á einum vídeóstubbi um erlenda gesti í ævintýraferð hér að við veitum þeim leiðsögn þar sem jepparnir festast í drullu snemma vors. Hér gilda reglur og við eigum að láta gesti virða þær.
Ummæli ráðherrans, sem ég vísaði til í fyrra innlegginu sá ég í tímariti BCU en umræðuna má finna á vefnum t.d. eftirfarandi, sem ég fann með Google.
Fyrst grein veiðimannanna sem túlka allt gegn ræðurum:
www.anglingtrust.net/news.asp?itemid=144...29§ionTitle=News
Síðan svar Canoe England þar sem efni úr fyrri grein er birt og svarað:
www.riversaccess.org/displayarticle.asp?a=22&c=2