Rekstur klúbbsins og BCU

09 feb 2013 13:39 - 09 feb 2013 14:30 #1 by Gíslihf
Aðalfundur Kayakklúbbsins er nýliðinn og væri gott að fá fundargerðina á vefinn og þau lög sem nú eru í gildi. Að mínu mati eru fjármálin í góðum höndum. Tekjur voru 4.535 þús. gjöld nokkru minni og rekstrarhagnaður yfir eina milljón. Tekjurnar eru gróflega reiknað um 12 þús. á mann ef við miðum við um 375 manns.

BCU í Bretlandi heldur senn aðalfund sinn og eru tekjur þeirra um 9.143 þús. pund eða um kr. 1.864.053 þús. Á bak við BCU eru um tvær milljónir ræðara og er þessi upphæð því um kr. 900 á mann. Oft er talað um BCU sem skriffinnskubákn með flóknar reglur og dýrt í rekstri og kann að vera nokkuð til í því. Þess ber að geta að BCU er eins konar landssamband kayakklúbba, þannig að vel má vera að hver félagi greiði meira en við gerum í heildina og þessi velta hjá BCU sé 5 - 10% af veltu klúbbanna.

Klúbbarnir veita félögum víða góða aðstöðu, með rúmgóðu húsnæði fyrir báta, búningsklefa, kaffi- og fundaraðstöðu og flestir klúbbarnir eru með nokkra þjálfara og námskeíð auk ferða og keppna - og síðast en ekki síst eiga klúbbarnir fjölda báta af ýmsum gerðum til afnota fyrir félaga og gerir það ungliðum kleyft að kynnast sportinu og æfa ýmsar greinar.
BCU heldur svo utan um námsskrár, sameiginlegar reglur, vottorð og réttindi, tengsl við íþróttahreyfinguna og samskipti við stjórnvöld um almenn mál.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum