Líflína eða ekki

18 feb 2013 07:59 #1 by jsa
Replied by jsa on topic Re: Líflína eða ekki
Það rifjast upp fyrir mér að ein af ástæðunum fyrir því að gera öryggisbæklinginn á sínum tíma voru nokkur sjókayak óhöpp þar sem menn voru að velta við ströndina og reyna að synda með glænýju bátana sína í land á móti vindi. Komu svo í land nær dauða en lífi eftir óþarflega tímafrek og erfið sund, en með bátinn. Kannski er þetta ráð að binda sig ekki við bátinn komið frá þeim óhöppum? Sjókayakfólk ætti að þekkja þessar sögur betur en ég.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 feb 2013 18:12 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Líflína eða ekki
Takk fyrir Þetta litla dæmi Gísli, um það þegar fólk ætlar að hafa vit fyrir öðru fólki með góðan vilja, en takmarkaða þekkingu.

En það er jafngaman að sjá hvað gamli bæklingurinn sem Klúbburinn gaf út fyrir nokkrum árum er ennþá í fullu gildi. Það er gott dæmi um hvernig hægt er að gefa leiðbeiningar sem allir skilja og reyna þar af leiðandi að fara eftir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 feb 2013 12:50 - 17 feb 2013 12:58 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Líflína eða ekki
Takk fyrir þessi innlegg úr hópi straumræðara - það varpar nýju ljósi á málið.
Þó ég viti þetta vel, þá er maður orðinn þaravaxinn sjókayakmaður og straumvinkillinn gleymist. Það er ljóst - "enginn heilvita maður bindi sig við kayakinnstraumvatni)" eins og Steini skrifar og líklega er þarna komin skýringin á texta Forvarnarhúss.

Það rifjast upp að Kim Bull, minn góði kennari í Tyne við Hexham potaði í hing sem er utan um axlarólina á flotvesti mínu og sagði: "Þetta getur verið hættulegt hér í ánni!" Hann hafði horft á vin sinn, þokkalega færan straumræðara festast í kafi, þegar brotin trjágrein stakkst inn í litla ól á svipuðum stað. Honum tókst að losa sig áður en loftið þraut. Kim leggur áherslu á að flotvesti í straumnum séu án óla eða annars sem getur húkkast á drasl í straumnum. Allt sem hann var með í vestinu var í sléttum vösum lokuðum með rennilás.

Nú eru margir komnir með "sit on top" báta til veiða og skemmtunar. Þar veguri þungt á okkar vindasama landi að slíka báta rekur fljótt frá manni á sundi. Þessir bátar eru trúlega mest notaðir á stöðuvötnum og skammt frá landi á sjó og í þeim tilvikum ættum við hiklaust að mæla með líflínum, trúlega er heppilegast að hafa þær stuttar t.d. um 3 m á lengd.
Fróðlegt væri að vita hvað Ellingsen og GG Sjósport bjóða.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 feb 2013 09:37 #4 by jsa
Replied by jsa on topic Re: Líflína eða ekki
Á straumkayak festir maður sig aldrei við bátinn og ef verið er að nota línur t.d. í björgun er regla númer 1 að vera með hníf innan seilingar.

En af þessum reglum forvarnarhússins er regla 1 líklega sú sem skiptir mestu máli.

Skemmtileg þessi regla um börn undir 45 kg, ég sé ekki lógíkina þar á bak við, en veit að hún hefur verið þverbrotin í Hvítánni af öllum helstu kayakræðurum landsins :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 feb 2013 20:41 - 16 feb 2013 20:44 #5 by Steini
Replied by Steini on topic Re: Líflína eða ekki
Ekki veit ég hvaðan þessi texti hjá Forvarnarhúsinu er kominn.

Minn lærimeistari sem var með BCU kennaragráðu þess tíma mælti með því róa helst ekki einn en ef maður gerði það ætti maður að hugsa það alvarlega að festa líflínu milli mans og báts, svo báturinn ræki ekki í burt og eins ef viðkomandi myndi drukkna væri meiri líkur á að hann fyndist, og þá fyrr, þar sem auðveldara er að koma auga á kayak.

Þetta átti þó ekki við um róður í straumvatni þar sem ég tel að enginn heilvita maður bindi sig við kayakinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 feb 2013 19:45 #6 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Re: Líflína eða ekki
Sjálfur myndi ég aldrei binda mig við bát. Ætli menn að gera það, er eins gott að hnífurinn sé ekki langt undan.

Hvaðan hefur Herdís Storgaard sínar upplýsingar? Mér finnst margt undarlegt sem kemur fram í þessum texta.

Kanó og kajak eru t.d. ekki sami hluturinn. Langt í frá. Bara það að setja þetta undir einn hatt sýnir fáviskuna, og gerir sumt af því sem á eftir kemur, hálf merkingarlaust eiginlega.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 feb 2013 19:40 - 17 feb 2013 12:59 #7 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Líflína eða ekki
Öryggisreglan sem við erum að kryfja frá Forvarnarhúsi er:
"Til að fyrirbyggja slys á kanó eða kajak skal ---
Aldrei festa sig eða barn með líflínu við bátinn
."
Síðasta sumar og haust fór ég í gegnum þrjár viðurkenndar bækur um róðrarsportið og man ekki eftir að hafa rekist á þessa reglu þótt talsvert sé rætt bönd og hvað beri að varast í einni þeirra. Bækurnar eru:
1. BCU Canoe and Kayak Handbook
2. BCU Coaching Handbook
3. White Water Safety & Rescue (Franco Ferrero).

Líklega er svona ráðum beint t.d. til fólks sem á sumarbústað við vatn og leyfir krökkunum að leika sér með báta. Ferrero varar við því að fólk geti verið fast undir flúðabát á hvolfi og hið sama getur átt við stóran kanó.
Hættan sem fólk óttast mest við kayak er að velta og festast á hvolfi, ná sér ekki úr bátnum og drukkna. Það má hugsa sér að bönd geti haft sömu áhrif við einhverjar aðstæður.

Ég held samt að það sé önnur regla sem við erum flest sammála um.
Börn að leik í kayak eiga ekki að vera með svuntu á bátnum en þau eiga að vera með björgunarvesti (ath. ekki flotvesti kayakfólks) og klædd fyrir kalt vatn, t.d. í blautbúningi. Þau eiga ætíð að vera undir eftirliti einhverra sem geta brugðið við til björgunar.

Er þetta ekki málið? Hitt málið með líflínuna er flóknara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 feb 2013 17:57 #8 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Líflína eða ekki
Það sem ég á við Gísli að oft finnst manni að regluhöfundar séu að reyna í bestu trú að auka öryggi þeirra sem eiga að fara eftir þeim. En eins og þú veist manna best þá geta aðstæður verið þannig að það sé fatalt að hafa fasta línu í kayakinn, en þær aðstæður koma sennilega ekki upp hjá nýliða sem er að fara í sléttum sjó meðfram sendinni strönd. Þannig aðstæður gætu kallað á línu. Hversvegna?
Í fyrsta lagi þá er líklegt að byrjandi sé hræddur og súpi hveljur í því sem honum finnst vera kaldur sjór. Fyrstu viðbrögð eru að ná andanum og kalla á hjálp. Á þessum sekúndum sem hann er að átta sig gæti kayakinn verið komin tvo metra frá honum og óvanur náungi sem byrjar að busla á eftir kayaknum missir fljótt þrek og hættir. Oft er smá gola hér við strendur og þá er hægara fyrir viðkomandi að hafa línu.
Ég held að lína geti aftur á móti verið viðsjárverð við aðstæður þar sem mikið brim er við snarbratta og klettótta strönd. Ef hún er til staðar þá ætti viðkomandi að vera með hníf í vestinu. En þið BCU menn ættuð að kíkja í syllabusinn og sjá hvað þeir segja þar.

Sumt lærist af reynslunni og eigin mistökum en oft er gott að læra af mistökum annarra, ef þeir eru til frásagnar á annað borð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 feb 2013 17:31 #9 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Líflína eða ekki
Ingi - gott og vel með athugasemdina um öryggisreglur klúbbsin, ég vil ekki tjá mig um það hér - heldur halda mig við umræðuefnið sem ég stofnaði með þá í huga sem fara eftir ráðleggningum Forvarnarhúss og ekki væri það gott til afspurnar ef við gægum gagnastæð ráð.

Hver er niðurstaða þín með byrjendur og foreldra þeirra í huga?
Er "líflína" hættuleg - eða getur hún bara stundum verið hættuleg eins og öryggisbelti í bíl t.d. þegar við keyrum út af brú og lendum í ánni?

Ég tel að lína sem tengir bát og byrjanda sé mikilvægt öryggi?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 feb 2013 17:13 #10 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Líflína eða ekki
Reglur sem eiga að vera almennar og fyrir þá sem fara sjaldan út að róa og þá oftast við hinar þægilegustu aðstæður eiga ekki við menn eins og Markús og aðra lengra komna ræðara sem hafa allt annað viðhorf til róðurs, að mínu mati.

Regluhöfundar ættu að hafa í huga mismunandi aðstæður. Þeir sem bjuggu til öryggisreglur Kayakklúbbsins fara ekki alltaf stranglega eftir þeim sjálfir, sýnist mér, en ætlast stundum til að aðrir geri það svikalaust.

kær kveðja,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 feb 2013 22:35 - 15 feb 2013 22:50 #11 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Líflína eða ekki
Það er vísað á vef SÍL, það eru tveir hlekkir sem annars vegar vísa á lista yfir búnað í kayakróðri (líklega frá Örlygi) og hins vegar á Öryggisbæklinginn sem var gefinn út margt fyrir löngu

Sammmála að þennan texta væri rétt að yfirfara. Dráttarlína er nauðsynleg og það er betra að festa hana við bátinn í miklum vindi. Maður á sundi nær ekki að synda uppi kayakinn í sterkum vindi. En þá er einnig gott að hafa hníf í vestinu til að skera á bönd ef þess þarf með. Svo er spurning hvort ekki sé rétt að losa dráttarlínuna rétt áður en farið er í brimlendingu ef hún hefur verið fest við kayakinn.

Athyglisvert hvernig kayakróðri er lýst sem einhverju kraftasporti :-)
"Það þarf sterka líkamsbyggingu, þol og þjálfun í að stjórna bátnum og halda jafnvægi"

Og þetta:
"Börn sem eru léttari en 45 kg ættu ekki að vera í tvöföldum kajak (tandem). Þau þurfa að vera í þreföldum kajak með tveimur fullorðnum."

Er til þriggja manna kayak á klakanum?

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 feb 2013 21:40 - 15 feb 2013 21:46 #12 by Gíslihf
Líflína eða ekki was created by Gíslihf
Til er vefur frá Forvarnarhúsinu, sem er styrktur af Sjóvá og fleiri aðilum.
www.forvarnahusid.is/category.aspx?catID=302
Þar eru ágætar reglur en ég efast um það sem segir um "Kanó og kajak":
"Til að fyrirbyggja slys á kanó eða kajak skal ---
Aldrei festa sig eða barn með líflínu við bátinn. "


Ég veit að margir eru á móti öllum böndum nema dekklínum og til þess gerðum björgunarlínum og þessi setning gæti verið komin frá einhverjum úr okkar hópi, en líflína getur einnig komið í veg fyrir að bát reki frá manni úti á sjó og þá fyrst er maður dauðans matur.

Nú færist í vöxt eign "sit on top" báta og slíka báta rekur frá manni eins og tómar tunnur ef hreyfir vind og maður veltur ofan af þeim.

Vel þekkt er atvik við Falklandseyjar þegar Markus Demuth, vinur okkar Magga og Guðna Páls, varð undir ofurstórri úthafsöldu í roki á stórum flóa langt frá landi og hann hafði húkkað toglínunni, sem fest er um mittið, í dekklínu sem fest er við lunninguna. Hann varð viðskila við bátinn djúpt í kafi örmagna af loftskorti, en þegar upp kom og hann gat áttað sig var lítið mál fyrir hann að draga bátinn til sín, en í þeim vindi hefði hann ekki séð bátinn frmar og örugglega ekki sést framar sjálfur.

Sjálfur hef ég nokkra reynslu af því að festa mig við bátinn við tvísýnar aðstæður en einnig reynslu af því að lenda í smá veseni með línur sem vefjast utan um bátinn eða flækjast í fótum þegar átti að vippa sér upp á bát af sundi.

Hvað segja aðrir? Er þetta rétt ábending og væri ekki rétt að rökstyðja hana þannig að hver og einn geti vegið og metið ákvörðun sína eftir aðstæðum?

Kveðja,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum