Breyting og aðalfundur

23 feb 2013 22:51 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Breyting og aðalfundur
"Straumkayakróður er ekki meiri ofur eða hetju íþrótt en annar kayakróður. Maður þarf bara að vera undirbúinn fyrir að takast á við ákveðnar aðstæður og velja leið við hæfi."
Þetta segir það sem segja þarf.
Ræðurum finnst oftast þeir sjálfir vera best hæfir til að meta aðstæður í hvert skipti.
Takk fyrir Jón Skírnir.
Kk,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 feb 2013 17:17 #2 by jsa
Replied by jsa on topic Re: Breyting og aðalfundur
".... straumkayakinn það sem kalla mætti ofursport."

Ég held að þetta og þráðurinn um líflínuna svari spurningunni þinni :)

Mín reynsla er sú að það er mjög mikill munur á sjó og straumkayakróðri, enda róið í allt öðrum aðstæðuðm og bátar, árar, og annar búnaður oft á tíðum mjög ólíkur.

Annars finnst mér alltaf leiðinlegt að heyra þegar reyndir sjókayakræðarar tala um straumkayakróður sem ofursport, hetju sport, o.s.frv. Straumkayakróður er ekki meiri ofur eða hetju íþrótt en annar kayakróður. Maður þarf bara að vera undirbúinn fyrir að takast á við ákveðnar aðstæður og velja leið við hæfi. Svo þegar maður nær ákveðinni færni getur maður farið að róa við erfiðari aðstæður. Þeir sem fara langt fram úr sér lenda oft í klandri, verða hræddir, og hætta.... þetta á við á sjó og í straumi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 feb 2013 22:32 #3 by Sævar H.
Já , Ingi.
Auðvitað þróast þetta sport - einkum eftir sterk tengsl við UK.
Við sem þróumst ekki neitt leitum annað til að sinna gamla góða róðrarsportinu.
Ég er á kafi í undirbúningi þess .
En Kayakklúbburinn í dag uppfyllir ekki þá tegund róðra- nema að mjög litlu leyti.
Og ekkert við því að gera.
Þeir sem eru áhugasamir um núverandi stöðu eru kjarninn í Klúbbstarfinu svona eins og straumvatnsmenn voru áður.
Og nógu er sjórinn stór og strönd Íslands mögnuð-til að meðtaka alla. :)

Kveðja, Sævar H

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 feb 2013 21:58 #4 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Breyting og aðalfundur
Þetta sport er að þróast Sævar eins og búast mátti við. Ekki var hægt að reikna með að róið yrði í sléttum sjó á bláum sundum til eilífðar með einni og einni klúbbferð í Breiðafjörðinn á sumrin svona til tilbreytingar. En það sem ég vildi fá að vita um nýju reglurnar var einna helst það að í augum sjókayakmanna er straumkayakinn það sem kalla mætti ofursport. Spurningin væri þá þessi: (betur orðuð en á aðalfundi vona ég) eiga sjókayakmenn að dæma hvort um vítavert gálleysi væri að ræða ef slys yrði í straumkayakmennsku. Ég er ekki viss um að straumkayakmenn mætu atvik með sama hætti og þeir sem ekki stunda þessa grein. Menn líta oft misjöfnum augum á atvik. Ég þekki það af eigin raun.
bestu kveðjur,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 feb 2013 17:19 #5 by Sævar H.
Minn fyrsti pistill eftir þann síðasta:

Var að lesa samþykktir síðasta aðalfundar Kayakklúbbsins . Við blasir vönduð umfjöllun og samþykktir. Takk fyrir það.
Ljóst er að verði Kayakklúbbfélagi uppvís að vítaverðri háttsemi við róðra-þá tekur við vönduð umfjöllun um bágindin innan stjórnar Kayakklúbbsins.
Dómur verður síðan uppkveðinn , yfirvegað.
Eins og löngu er ljóst er mín háttsemi til lands og sjávar oftar en ekki utan hóps. Svo hefur verið í > hálfa öld. Þar hefur eingöngu minni eigin öryggisstefnu verið fylgt- en í hópi er reynt að aðlagast stefnu hópsins. Framan af veru minni í Kayakklúbbnum gekk þetta alveg ágætlega - enda svipuð viðhorf og mitt eigið.
En síðan tók Kayakklúbburinn uppá því að leggjast í hreint öryggisreglufár-að mér fannst.
Ég reyndi að aðlagast því - en því miður -gekk illa.

Nokkur atriði :

Afar stíft utanumhald á róðrum - án sýnilegrar ástæðu (veður eða sjólag )
Áhættusækni við róðra fannst mér aukast mikið.
Í félagaróðrum urðu óvæntar veltur og bjarganir tíðar.
Meiðsli á ræðurum urðu tíðari - einkum slæm axlarmeiðsli.

Þetta þótti mér slæm þróun og fráhrindandi.
Ferðum með klúbbhóp fækkaði. :(

Öryggisreglur eru nauðsynlegar, en áhættusækni samfara trausti á reglunum er varhugavert. Ekki er langt síðan þaulvanur 30 manna hópur varð fyrir hörmulegu slysi í Esjunni.

Vonandi leitar allt jafnvægis með tímanum.
Og sjálfur á ég vonandi eftir að taka þátt í skemmtilegum róðrarferðum með Kayakklúbbnum.
En eins og er þá er ég í mikilli róðrarplönun fyrir vorið og sumarið - með öðrum "gamlingja"
Við það plan eru Breiðafjörðurinn,Snæfellsnesið beggja vegna ásamt Mýrum og Hvalfirði -huglægt.
Og einnig eru öræfavötnin heillandi. Kosturinn við svona plönun "gamlingja" er að hægt er að ákvarða ferð eingöngu þegar veður skartar sínu besta. ;)
En takk fyrir fundargerðina og andann sem að baki býr. :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 feb 2013 19:12 #6 by bjarni1804
Það er búið að breyta heimasíðu klúbbsins og það finnst mér vont, því þá þarf ég að læra eitthvað nýtt.

P.s.
Var ekki aðalfundur um daginn . . . ???

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum