Minn fyrsti pistill eftir þann síðasta:
Var að lesa samþykktir síðasta aðalfundar Kayakklúbbsins . Við blasir vönduð umfjöllun og samþykktir. Takk fyrir það.
Ljóst er að verði Kayakklúbbfélagi uppvís að vítaverðri háttsemi við róðra-þá tekur við vönduð umfjöllun um bágindin innan stjórnar Kayakklúbbsins.
Dómur verður síðan uppkveðinn , yfirvegað.
Eins og löngu er ljóst er mín háttsemi til lands og sjávar oftar en ekki utan hóps. Svo hefur verið í > hálfa öld. Þar hefur eingöngu minni eigin öryggisstefnu verið fylgt- en í hópi er reynt að aðlagast stefnu hópsins. Framan af veru minni í Kayakklúbbnum gekk þetta alveg ágætlega - enda svipuð viðhorf og mitt eigið.
En síðan tók Kayakklúbburinn uppá því að leggjast í hreint öryggisreglufár-að mér fannst.
Ég reyndi að aðlagast því - en því miður -gekk illa.
Nokkur atriði :
Afar stíft utanumhald á róðrum - án sýnilegrar ástæðu (veður eða sjólag )
Áhættusækni við róðra fannst mér aukast mikið.
Í félagaróðrum urðu óvæntar veltur og bjarganir tíðar.
Meiðsli á ræðurum urðu tíðari - einkum slæm axlarmeiðsli.
Þetta þótti mér slæm þróun og fráhrindandi.
Ferðum með klúbbhóp fækkaði.
Öryggisreglur eru nauðsynlegar, en áhættusækni samfara trausti á reglunum er varhugavert. Ekki er langt síðan þaulvanur 30 manna hópur varð fyrir hörmulegu slysi í Esjunni.
Vonandi leitar allt jafnvægis með tímanum.
Og sjálfur á ég vonandi eftir að taka þátt í skemmtilegum róðrarferðum með Kayakklúbbnum.
En eins og er þá er ég í mikilli róðrarplönun fyrir vorið og sumarið - með öðrum "gamlingja"
Við það plan eru Breiðafjörðurinn,Snæfellsnesið beggja vegna ásamt Mýrum og Hvalfirði -huglægt.
Og einnig eru öræfavötnin heillandi. Kosturinn við svona plönun "gamlingja" er að hægt er að ákvarða ferð eingöngu þegar veður skartar sínu besta.
En takk fyrir fundargerðina og andann sem að baki býr.