Róðrarskýrsla úr Nauthólsvík

23 feb 2013 19:00 #1 by siggi98
Glæsilegt að fá að heyra frá ykkur í Nauthólsvíkinni.

:-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 feb 2013 23:36 #2 by Sævar H.
Þetta róðrarsvæði er mjög eftirsóknarvert.
Það hefur lent útundan eftir að Kayakklúbburinn flutti starfsemina frá Nauthólsvík.
Sannalega ástæða til að endurvekja það - einkum fyrir náttúrusinnaða róðrarmenn og konur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 feb 2013 16:47 #3 by palli
Fréttir úr Nauthólsvík:

Þaðan er róið 1-2 skipti í viku erum við 2-3 fastir kúnnar og stundum slæðast með gestir.

Í gær eftir vinnu var róið beint upp í SSA áttina 6-10 m/s, framhjá Kársnesi og Arnarnesi að Sjálandshverfinu og ágætis lens til baka. Mikið af hávellu og æðarfugli á ferðinni. Lukum þessu með veltuæfingum og busli í Nauthólsvíkinni. Mættir: Dóri Erlends og PG

Í síðustu viku, á fimmtudag eftir vinnu, var róinn vænn hringur 15km, Hólmar - Álftanes - Lambhúsatjörn - Eskines - Kársnes - Nauthólsvík. Blankalogn og sól, ísskænisflákar og aðstæður allar hinar bestu. Talsvert líf á sveimi, nóg af máfum, æðarfugli, hávellum, skörfum, álftum - og 5 lússpakir selir innst í Lambhúsatjörn. Þar eru þeir oft á ferli. Myndir hér að neðan eru úr þessum róðri. Myndasmiður: Dóri Erlends. Mættir: Dóri og PG




Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum