Félaga róður dagsins með Gálgahrauni

25 feb 2013 16:20 - 25 feb 2013 16:32 #1 by Sævar H.
Nú höfum við róðrarfélagarnir Hörður Kristinsson og ég hafið félagaróðra á ný eftir nokkurra vikna hlé. :P
Ákveðið var að fara á Arnarnes svæðið frá bryggjunni við Sjálandsskóla.
Veður var nokkuð gott,hiti um 8°C um 6-10 m/sek af vestri.
Rúmlega hálfútfallið var og nálægt stórstraumsfjöru.
Það var því spennandi að taka stefnuna þvert á Eskinestangan í Gálgahrauni-sem við gerðum.
Nú var verulega breytt frá fyrri ferð okkar þarna um- en þá var meira en hálf fallið að.
Þar sem um 4 metra hæðarmunur er þarna á flóði og stórstraumsfjöru er um gjörbreytt landslag að ræða þegar verið er sem næst stórstraums fjörunni.
Róið er um víkurnar þar sem þangvaxið hraunið gnævir upp 4 m. háa klettótta fjöruna og talsverður hringrásarstraumur er út og um neðansjávar grynningar.
Þetta er skemmtilegt sjónspil að róa þarna um á sem næst stórstraumsfjöru.
Mikið fuglalíf var á leiðinni og a.m.k 8 selir .bæði fullvaxnir og kópar urðu á leið okkar , einkum innvið Hrauntanga.
Kóparnir voru mjög forvitnir og spakir-þeir fullvöxnu og reyndari héldu sig utar og varari um sig.
Þegar í Hrunvíkina var komið var komin háfjara og það var mikill leðjubotn sem kominn var upp í fjöruborðinu.
En það var kominn kaffitími hjá okkur Herði og land tekið.
Leðjan var vaðin uppfyrir ökla . Og þarna norðanmegin við Hrauntangan var snúið til baka.
Vindur hafði aukist í 10-13 m/sek en samt allt rólegt til sjávarins.
Nú var leiðin til baka um miðja Lambhúsatjörn og stefnt á Eskinestangann og síðan á bryggjuna vestan við Sjálandið.
Það tók okkur um 2:30 klst að róa þessa 8 km leið með öllum þeim krókum sem Gálgahraunvíkurnar buðu upp á.

Þetta varð hin besta skemmtan :)

Róðrarleiðin


Farkostur í fjörunni við bryggjuna
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum