Fréttir af Elliðaám

09 apr 2013 15:21 #1 by Steini
Replied by Steini on topic Re: Fréttir af Elliðaám
Sendi póst á Gísla Árna skrifstofustjóra ITR, með fyrirspurn um hvað það merkir að hugmyndin um kayakbraut í Elliðaárdal er farin í ferli hjá íþrótta- og tómstundaráði. Ætlar hann að skoða það og láta okkur vita.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 apr 2013 09:39 #2 by jsa
Replied by jsa on topic Re: Fréttir af Elliðaám
Þetta eru frábærar fréttir

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 apr 2013 09:37 #3 by palli
Replied by palli on topic Re: Fréttir af Elliðaám
Við Steini áttum fund í gærmorgun í Elliðaárstöð með Guðmundi Hagalín, rekstrarstjóra virkjana OR og Inga Þór vélstjóra í Elliðaárstöð. Þeir, ásamt Bjarna forstjóra OR, eru mjög jákvæðir á að koma til móts við Kayakklúbbinn og keyra virkjunina á fyrirfram ákveðnum tímum í framtíðinni. Byrja á nokkrum dögum núna í apríl og taka svo upp þráðinn næsta vetur.

Þetta eru jákvæðustu viðbrögðin sem við höfum fengið lengi hjá OR og verður vonandi grundvöllur að því að hægt sé að mæta í Elliðaárnar og æfa á fyrirfram ákveðnum tímum við fínar aðstæður.

Annars var það að frétta úr ánum að rétt fyrir neðan virkjunarhúsið sáum við ca 10 stóra niðurgöngulaxa svamla í rólegheitum. Einhverjir frekar laskaðiir, enda búnir að vera að þrauka í ánni í allan vetur ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 apr 2013 12:39 - 02 apr 2013 18:19 #4 by Steini
Replied by Steini on topic Re: Fréttir af Elliðaám
Eitt hvað jákvætt er að gerast; var að fá póst;

Hæ Þorsteinn ,

Stöðu hugmyndarinnar <a href="betrireykjavik.is/ideas/69-kajakbraut-i-ellidaardal">Kajakbraut í Elliðaárdal which you support hefur verið breytt á Betri Reykjavík.

02.04.2013

Þessi hugmynd á Betri Reykjavík er farin í ferli hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar.

Vefumsjónarmaður
betrireykjavik@ibuar.is
betri-hverfi-arbaer.betrireykjavik.is

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 mar 2013 15:53 #5 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Fréttir af Elliðaám
Ég kíkti við þarna áðan um 15:30.
Það var fullt rennsli úr frá rafstöðinni og mikið vatn í ánum.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 feb 2013 09:11 #6 by Jói Kojak
Frábært !

Hvet menn og konur til ad nýta sér thennan heimsklassa leikstad.

Jói

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 feb 2013 19:58 #7 by Steini
Replied by Steini on topic Re: Fréttir af Elliðaám
Stefni á að vera í holunni á morgun. Ef einhverjar vilja koma og prófa geta hringt í mig 866-3420.

Kveðja
Reynir

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 feb 2013 23:10 #8 by Guðni Páll
Það væri nú gaman að fá að prófa þetta undir leiðsögn reyndari mann. Ef það er möguleiki að fá að mæta þarna þegar menn verða þarna. Veit allaveg um 2 sem hafa áhuga á að prófa þetta og eru þeir báðir vanir sjókayak menn með veltu.

Guðni Páll
661-6475

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 feb 2013 18:01 #9 by jsa
Replied by jsa on topic Re: Fréttir af Elliðaám
Mega töff, nú fær maður smá heimþrá

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 feb 2013 14:21 #10 by Steini
Replied by Steini on topic Re: Fréttir af Elliðaám
Þess má geta að Reynir og félagar eru þarna í holunni núna ( 14:19 ) og verða til fjögur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 feb 2013 14:18 #11 by Steini
Ég og Reynir Óli litum við í stöðvarhúsi Elliðaáa í morgun og var okkur vel tekið að vanda, boðið uppá kaffi og kex.

Hann heitir Ingi sem ræður þar ríkjum í dag, reyndar eini starfsmaðurinn. Í vetur er virkjunin keyrð inn á álagstímum og tengist það helst sölu rafmagns til loðnubræðslu, oftast er þetta á tímabilinu 12 til 16 virka daga en stundum til átta á kvöldin, þetta er ákveðið deginum áður. Reynir fékk símanúmerið hjá honum og fylgjums við þannig með, sérstaklega ef fyrirhuguð er keyrsla frammeftir að lát alla sem vilja vita þannig að menn geti mætt eftir vinnu til að njóta.

Nú er bara að taka þetta mál lengra og sjá hvað við getum beitt okkur innan Borgakerfisins til að fá aukakeyrslu af og til í apríl, stöðvarstjórinn Ingi er til í að standa vaktina.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum