Við Hörður Kristinsson lögðum upp frá bryggjunni í Arnarvogi í Garðabæ kl 10 í morgun lauardaginn 2.mars.
Veður var mjög gott, en samt dumbungur, hiti um 1 °C ,sléttur sjór og smá andvari,
Stefnan var sett á Rana syðst á Bessastaðanesi.
Þegar þangað er komið tekur hinn eiginlegi Skerjafjörður við af Arnarnesvogi.
Við róum síðan vestur með Bessastaðanesinu og allt þar við förum fyrir Sauðatanga nyrst á Bessastaðanesi og komum að allstórum vogi sem heitir Seylan.
Við tókum land innst inni í Seylunni þar sem fyrrum var Dugguós, en um hann var smáskipum fært hann inn í Bessastaðatjörn, á flóði.
Dugguós hefur verið fylltur upp og því ekki til lengur.
Og austanmegin við Dugguósinn á Bessastaðanesinu er frægur staður úr sögunni , Skansinn .
1627 þegar sjóræningjar rændu Grindavík (Tyrkjaránið) lögðu þeir leið sína að því verki loknu inná Faxaflóann og ætluðu landtöku á Seylunni og hugðust ræna Bessastaði .
En þeir strönduðu skipi sínu á skeri og snéru frá.
Árið 1688 var hlaðið virki þarni á Skansinum , með nokkrum fallbyssum, til að verjast sjóræningjum og þannig lýð.
En aldrei kom til þess að virkið væri notað.
En samt er Skansinn þekktur fyrir skemmtilegheit.
Fyrir aldamótin 1900 bjó þarna á smábýli maður sem hét Ólafur Eyjólfsson. Um hann var ort hið alkunna danskvæði um Óla skans.
Við Hörður tókum land þar sem Dugguós var fyrrum og tókum kaffipásu í virkinu og skoðuðum það.
Meðan á því stóð birtist kayakræðari þarna á Seylunni og rær knálega.
Hann hafði orðið okkar var og heilsaði uppá okkur félaga.
Þar var kominn Gísli H. Friðgeirsson en hann hafði orðið viðskila við félaga sína einhverstaðar á Skerjafirði .
Það urðu fagnaðarfundir.
Gísli svo hélt síðan sína leið til baka en við Hörður rérum þvert yfir Seyluna að Rastartanga.
Það er sannalega röst þar .
Þar fyrir framan er dýpsti hluti Skerjafjarðar og þröngur áll. Mikill sjór flæðir því þar um á flóði og fjöru. Þar sem nokkur hafalda var inn Flóann var það nýtt til að surfa smávegis.
Að öllum þessum skemmtilegheitum loknum var róið til baka og stefnan sett á Kópavogshöfn og hún heimsótt.
Og að lokum lá leiðin að Arnarnesi og að bryggjunni góðu við Sjálandið í Garðabæ,
Tæplega 12 km flottum róðri var lokið . Heilum 3 klst var eytt í ævintýrið.
Meðfylgjandi eru myndir úr ferðinni ásamt korti af róðrarleiðinni.
plus.google.com/photos/11326675796839424...62035113898545?hl=is