Við vorum 17 stk sem rérum fyrsta róður mars mánaðar. Austan kul (3m/sec), sléttur sjór og hiti rétt yfir frostmarki. Róðinn Viðeyjar hringur rangsælis rétt eftir háflæði. Tíðindindalaus þar til sunnan við eiðið að að flæddi ofan af surf skerinu okkar. Nokkrir spenntari en aðrir fyrir kaffi og misstu því af smá öldubruni. Þorbergur átti óvænt flottasta surfið. Andri og Svenni komu með alveg nýjan vínkill í brunið og pöruðu eina ölduna í faðmlögum. Kaffistopp í skálanum og kraftróður til baka í höfuðstöðvarnar.
Ræðarar : Orsi, Össi, Tobbi, Perla, Palli, Svenni, Hildur, Þóra, Klara, Lárus, Egill, Sigurjón, Sigurjón, Gummi B, Gunnar Ingi, Smári og Andri.