Heimasíða Kayakklúbbsins er lífæð klúbbsins.
Án hennar væri daufleg vist í klúbbnum.
Það er því mikið fagnaðarefni þegar unnnið er að bættum hag heimasíðunnar.
Gunnar Ingi kayakræðari og formaður ferðanefndarinnar er að vinna alveg stór gott verk við að gera síðuna ennþá notendavænni og flettingarbetri.
Takk fyrir það.
Og nú er engin ástæða til annars en að klúbbfélagar sendi inn pistla langa eða stutta og með eða án mynda og birti hér á heimasíðu klúbbsins.
Sjálfur hef ég talið þetta mína helstu skyldu í þágu kayaksportsins.
Það safnast saman ýmis fróðleikur sem gæti nýst til ferðahugmynda , reynslumiðlunar og áhugahvetjandi til að ferðast með ströndum landsins og eða á vötnum þess bæði í byggð eða óbyggðum.
Sem sagt hið merkilegasta mál.