Það var á hádegi í dag 14.mars 2013 að við kayakróðrar félagarnir Hörður Kristinsson og ég lögðum upp frá Bryggjuhverfinu við Arnarnesvoginn.
Ferð okkar var heitið út í Löngusker sem liggja í utanverðum Skerjafirði milli Álftaness og Seltjarnaness.
Löngusker eru flæðisker þ.e þau fara á kaf á flóði.
En það var vel útfallið og stórstraumsfjara myndi vera þegar við næðum Lönguskerjum-óskastaða.
Veður var mjög gott, logn , sléttur sjór og hiti um 1¨c .
Róður út gekk mjög vel enda útfall .
Við rérum með Áftanesinu og við Sauðatanga settum við stefnuna á Hólma sem eru syðsti (austasti) hluti Lönguskerja.
Mjög góð lendingarfjara er austanmegin í Hólmum og þar var tekin hressingarpása.
Þvínæst var róið með og vestur fyrir Lönguskerin – en þau eru eins og nafnið bendir til langur skerjafláki.
Það er einstaklega gaman að heimsækja Löngusker á stórstraumsfjöru og í sléttum sjó.
Smá fróðleikur um Löngusker fengið af Mbl.is :
„JARÐIR á Seltjarnarnesi og Álftanesi nytjuðu söl á Lönguskerjum. Þetta kemur fram í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1703. Jarðabókin er grundvallarheimild um jarðir og jarðanytjar á Íslandi. Bæjaryfirvöld í þessum sveitarfélögum eiga samkvæmt þessu jafnan rétt til að skipuleggja nýtingu á Lönguskerjum. Að sögn Heimis Þorleifssonar sagnfræðings þarf tæpast um það að deila að Löngusker tilheyra ekki Reykjavík og alls ekki Kópavogi.
Upp hafa komið hugmyndir um að flytja innanlandsflug á Löngusker og hafa frambjóðendur Framsóknarflokksins til borgarstjórnar í Reykjavík m.a. kynnt hugmyndir sínar um slíkan flutning.
Í Morgunblaðinu í gær kom fram í viðtali við Jónmund Guðmarsson, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi, að jarðir á Seltjarnarnesi hefðu nytjað Löngusker og Seltjarnarnes ætti því lögsögu á Lönguskerjum.
Löngusker eru skammt utan við Skildinganes, sem tilheyrir Reykjavík. Í jarðabókinni er hins vegar ekkert minnst á að bændur í Skildinganesi hafi átt rétt á að nýta söl í Lönguskerjum. Kópavogur er, líkt og Reykjavík, myndaður úr hinum forna Seltjarnarneshreppi, sem náði yfir allt Nesið, sem liggur á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar, og allt til fjalla. | „
Og frá Lönguskerjum lá leið okkar inn á Seyluna á Álftanesi og tekið land þar að vestanverðu í góðri skeljasandsfjöru.
Þar var drukkið kaffi og smá spjall með..
Og að því loknu var stefnan sett á Arnarnesvoginn.
Nú var komin snjómugga beint í andlitið á okkur og var svo að mestu inn að Bryggjuhverfinu þar sem þessum flotta róðri lauk eftir > 12 km og 2:24 klst kayakróður .
Alveg bráð skemmtilegt og til eftirbreytni.
Og hér eru myndir og kort fyrir áhugasama.
Góða skemmtun
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5855240549412119041