Arnarnesvogur- Löngusker-Seylan

15 mar 2013 11:32 #1 by Sævar H.
Takk fyrir þetta ,Ingi.
Gott innlegg í fyllingu á frábærri róðrarleið sem er þarna á Skerjafirðinum. ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 mar 2013 10:03 #2 by Ingi
Gaman að spá í þetta Sævar. Hér er linkur á smá pistil þar sem þetta nafn kemur fyrir. :http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=240427&pageId=3276937&lang=is&q=Seyla

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2013 23:19 - 14 mar 2013 23:20 #3 by Sævar H.
Seylan Þetta er nokkuð sérstakt heiti og spurning hvað það þýði .
Þetta víkurnafn þarna hefur sést skrifað Seilan
Fyrst datt mér í hug að þetta væri tengt hinni miklu sjósókn sem var frá þessu svæði um aldir og þá tengt hugtakinu að seila fisk.
En í erfiðu sjólagi var sú aðferð notuð til að létta bátana, að þræða aflann upp á band sem nefndur var seil og aflanum þannig fleytt að landi.
En orðið seyla er til í málinu og þýðir kelda, mýri, fen og vík þar sem sandkvikur eru um fjöru.
Það hefur sennilega átt mjög vel við í þessari vík sem heitir Seylan einkum við Dugguósinn þegar hann var og hét.
Hafa kayakmenn og konur skoðun á þessu ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2013 22:11 #4 by Orsi
Þetta segir okkur bara að róðrarskýrslurnar eru ekki nógu NÁKVÆMAR Sævar. Þú verður hafa þetta ítarlegra svo ekki skapist misskilningur um hvort um kaffistopp var að ræða, pissustopp eða náttúruskoðun.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2013 21:47 #5 by Sævar H.
Takk kayakfélagar :)

"Maður tekur hins vegar eftir því að það er kaffistopp á fjögurra kílómetra fresti."

Þetta er nú eiithvað málum blandað. Það var tekið eitt kaffistopp og eitt hressingarstopp.

Við kayakkallarnir notum hressingarstopp til að opna þverslaufuna neðan mittis og létta á okkur. :(

Hinsvegar var landtaka í Lönguskerjum náttúruskoðun af betri sortinni.
Í það stúss var spandérað góðum tíma og þeim tíma var vel varið.

En þessar kayakferðir okkar Harðar eru eðalkayakferðir og lítt kunnar almennum kayakræðurum :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2013 21:06 #6 by Gíslihf
Mikið rétt, sei sei já.

Maður tekur hins vegar eftir því að það er kaffistopp á fjögurra kílómetra fresti.

Ég mun enn vera aðeins of ungur til að komast í öldungadeildina,
en það er full ástæða til að byrja að hlakka til að komast í þennan munað.
Þá verður að sjálfsögðu auglýstur matseðill fyrir hverja ferð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2013 18:45 #7 by Guðni Páll
Skemmtileg lesning og frábært að sjá hvað þið félagarnir eruð duglegir að róa eruð sennilega með hæðsta km fjöldan á viku í klúbbnum. En gaman af þessu


Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2013 17:25 #8 by Sævar H.
Það var á hádegi í dag 14.mars 2013 að við kayakróðrar félagarnir Hörður Kristinsson og ég lögðum upp frá Bryggjuhverfinu við Arnarnesvoginn.
Ferð okkar var heitið út í Löngusker sem liggja í utanverðum Skerjafirði milli Álftaness og Seltjarnaness.
Löngusker eru flæðisker þ.e þau fara á kaf á flóði.
En það var vel útfallið og stórstraumsfjara myndi vera þegar við næðum Lönguskerjum-óskastaða.
Veður var mjög gott, logn , sléttur sjór og hiti um 1¨c .
Róður út gekk mjög vel enda útfall .
Við rérum með Áftanesinu og við Sauðatanga settum við stefnuna á Hólma sem eru syðsti (austasti) hluti Lönguskerja.
Mjög góð lendingarfjara er austanmegin í Hólmum og þar var tekin hressingarpása.
Þvínæst var róið með og vestur fyrir Lönguskerin – en þau eru eins og nafnið bendir til langur skerjafláki.
Það er einstaklega gaman að heimsækja Löngusker á stórstraumsfjöru og í sléttum sjó.

Smá fróðleikur um Löngusker fengið af Mbl.is :

„JARÐIR á Seltjarnarnesi og Álftanesi nytjuðu söl á Lönguskerjum. Þetta kemur fram í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1703. Jarðabókin er grundvallarheimild um jarðir og jarðanytjar á Íslandi. Bæjaryfirvöld í þessum sveitarfélögum eiga samkvæmt þessu jafnan rétt til að skipuleggja nýtingu á Lönguskerjum. Að sögn Heimis Þorleifssonar sagnfræðings þarf tæpast um það að deila að Löngusker tilheyra ekki Reykjavík og alls ekki Kópavogi.
Upp hafa komið hugmyndir um að flytja innanlandsflug á Löngusker og hafa frambjóðendur Framsóknarflokksins til borgarstjórnar í Reykjavík m.a. kynnt hugmyndir sínar um slíkan flutning.
Í Morgunblaðinu í gær kom fram í viðtali við Jónmund Guðmarsson, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi, að jarðir á Seltjarnarnesi hefðu nytjað Löngusker og Seltjarnarnes ætti því lögsögu á Lönguskerjum.
Löngusker eru skammt utan við Skildinganes, sem tilheyrir Reykjavík. Í jarðabókinni er hins vegar ekkert minnst á að bændur í Skildinganesi hafi átt rétt á að nýta söl í Lönguskerjum. Kópavogur er, líkt og Reykjavík, myndaður úr hinum forna Seltjarnarneshreppi, sem náði yfir allt Nesið, sem liggur á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar, og allt til fjalla. | „

Og frá Lönguskerjum lá leið okkar inn á Seyluna á Álftanesi og tekið land þar að vestanverðu í góðri skeljasandsfjöru.
Þar var drukkið kaffi og smá spjall með..
Og að því loknu var stefnan sett á Arnarnesvoginn.
Nú var komin snjómugga beint í andlitið á okkur og var svo að mestu inn að Bryggjuhverfinu þar sem þessum flotta róðri lauk eftir > 12 km og 2:24 klst kayakróður .
Alveg bráð skemmtilegt og til eftirbreytni. :)

Og hér eru myndir og kort fyrir áhugasama.
Góða skemmtun :P

plus.google.com/photos/11326675796839424.../5855240549412119041

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum