Róið fyrir Reykjanestá í marsátaki 2013

20 mar 2013 08:15 #1 by Guðni Páll
Frábær ferð í allastaði videoið er alveg að verða tilbúið set það hérna inn og á Facebook. En skemmtielgt að sjá að það er að lifna yfir mönnum hérna á vefnum og í róðrum.

Gp

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 mar 2013 22:53 #2 by Gunni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 mar 2013 20:21 #3 by Sævar H.
Auðvitað var þessi róður ykkar fyrir Reykjanesið verðugt verkefni fyrir velþjálfað lið.
Það finnst mér.
En með einum ræðara fylgdist ég hér um árið sem réri frá Grindavík og fyrir Reykjanesið í náttmyrkri og hitti ekki á Sandvíkina sjálfa heldur Litlu Sandvík sem er sunnar.
Þetta hafði þessi knái ræðari aldrei gert fyrr- að róa fyrir Reykjanesið- hvað þá í náttmyrkri.
Nú var þessi sami ræðari í velvöldum hóp og við dagsbirtu.
Ólíku saman að jafna- eða hvað finnst ykkur róðrarfélögum ? :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 mar 2013 13:41 - 17 mar 2013 13:41 #4 by Gíslihf
Góður búnaður.

Ég gleymdi að þakka Magga Sigurjóns fyrir lánið á góðri kerru fyrir bátana, sem einfaldaði flutninga manna og báta.

Góður búnaður í kayakferðum er fleira en sérhæfður búnaður frá framleiðendum slíks búnaðar.
Góðir vettlingar og hitabrúsi eru dæmi um búnað sem við þurfum að eiga heima til ferða almennt.

Í matarhléinu kom í ljós að vatnið var orðið kalt hjá einhverjum, enda líklega 5 klst. frá því það var soðið.
Aðrir voru enn með vel heitt á brúsunum - en það eru tvöfaldir stálbrúsar.

Einnig vöktu þæfðir sjóvettlingar mínir áhuga og þegar í land kom og menn voru loppnir á fingrum var meiri eftirspurn eftir að fá þá lánaða en framboð - því að flestir þurftu að bíða í rúman hálftíma úti í norðanáttinni meðan bílarnir voru sóttir.

Ein mynd er komin til viðbótar af þessu tilefni:
picasaweb.google.com/gislihf/Mars2012ReykjanestaFelagar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 mar 2013 19:58 - 17 mar 2013 10:34 #5 by Gíslihf
Nokkrir félagar úr æfingahópi (þriðjudagsróðra) reru frá Stóru-Sandvík, fyrir Reykjanestá og enduðu í Staðarhverfi vestan Grindavíkur laugard. 16.3. Róið var ríflega 20 km um fjóra og tíma á sjó, en ferðin tók líklega um 10 tíma frá morgni til heimkomu. Tilefni ferðarinnar var "marsátak" mitt annað árið í röð, en Guðni Páll þurfti einnig að kíkja á svona svæði fyrir hringróðurinn sem hann er að búa sig undir.

Reykjanesröstin var ekki erfið í þetta sinn, enda hófst róður tveim tímum eftir flóð og þá var straumur með okkur suður að Reykjanestá næstu tvo tímana. Röst er stillt þegar vindur og fallastraumur eru samferða en norðanáttin var á eftir okkur. Skemmtilegt var að koma við í heitum sjónum utan við Reykjanesvirkjum og einnig að skoða Karl, það er klettaeyja sem stendur með lóðréttum bjargveggjum upp úr sjó út af Reykjanesvita.

Heldur þyngdist róðurinn eftir þetta, straumurinn varð jafnvel á móti okkur og gæti verið um hringstraum (eddy) að ræða nálægt landi.
Þá var einnig 6-8 m/s mótvindur þegar komið var fyrir Tána og var þá farið að skyggnast eftir lendingu fyrir matarhlé. Við völdum þá fyrstu sem var þokkalega fær í krika innan við um 50 m langt klettanes þar sem finna mátti skjól fyrir haföldunni. Lending og sjósetning gengu áfallalaust þrátt fyrir fyllur og bratta fjöru sem var eins og hlaðin úr grjótkúlum um 1 m í þvermál. Sumir steinarnir voru hálir af slíi, aðrir af ísskæni.

Ég held allir hafi verið þreyttir og ánægðir eftir ferðina eins og sjá má á þessum myndum af okkur:
picasaweb.google.com/gislihf/Mars2012ReykjanestaFelagar

Þetta er erfitt svæði, jafnvel í góðum aðstæðum eins og í dag og hentar aðeins fyrir vel æfðan og samhentan hóp, í honum voru:
GHF, Guðni Páll, Lárus, Gunnar Ingi, Palli formaður, Örlygur, Egill og Páll R.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum