Straumvatns æfingar í sumar

20 mar 2013 20:51 #1 by jsa
Alli, Palli, Halli, Kalli, Tralli og allir hinir eru velkomnir :)

Guðni ef að allt fer að óskum geta SPerla og Palli komið þér í samband við rétta fólkið þegar þú kemur í land eftir hringinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 mar 2013 09:15 #2 by palli
Alli er ágætur alveg - en mér finnst ómögulegt að þetta námskeið sé eingöngu fyrir hann, sbr nafnatillögu í síðasta pósti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 mar 2013 08:14 #3 by Guðni Páll
Mikið vildi ég að ég gæti komið með ykkur í strauminn en það verður að bíða þar til 2014. En það er fullt af fólki sem langar að prófa en það vantar einmitt einhvað svona til að koma fólki af stað. Nú er bara að auglýsa þetta og fá fólk á öllum aldri með. Nafnið á þetta gæti verið " Straumur fyrir alla"

Bestu kveðjur Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 mar 2013 07:59 #4 by jsa
Glæsilegt. Mig grunaði líka að í klúbbnum væru fleiri en bara sjókayak karlar yfir miðjum aldri, en þeir eru líka velkomnir að reyna sig í straumnum.

Við skipuleggjum þetta svo bara eftir hentugleika. Ég verð á landinu 1-14 júlí þannig að við ættum að finna daga á þeim tíma til að fara. Spurning hvort að fólk vilji róa 1 eða 2 daga og hvort að það sé meiri stemning fyrir því að fara staka daga eða fara í útilegu og taka 2 samliggjandi daga. Það er allt opið mín vegna. Við finnum svo á sem að hentar hópnum, ég reikna með að það verði Hvítá eða Rangá.

Mitt markmið með þessum æfingum er helst að hafa gaman, ná að kveikja smá áhuga hjá fólki, og sýna því hvenig það getur haldið áfram í straumvatni sjálft.

:)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 mar 2013 19:22 #5 by SPerla
Þetta væri ég líka til í að prufa :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 mar 2013 15:00 #6 by palli
Já, þú segir nokkuð. Ég hefði áhuga á því að mæta í þetta. Hef lengi ætlað að prófa strauminn en ekki druslast til þess hingað til. Þetta væri alveg gráupplagt tækifæri.

Ég fylgist með ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2013 14:13 #7 by jsa
Ég verð á Íslandi í byrjun Júlí. Ef það er áhugi fyrir slíku þá væri ég til í að standa fyrir smá straumvatns æfingarbúðum í 2-3 daga. Ég gæti ímyndað mér að hittast eitt kvöld og ræða helstu atriði, fara svo í 2 daga á tjaldsvæði nálægt góðri byrjenda á og æfa stíft. Ég reikna með að þetta myndi gerast í miðri viku.

Ef það er áhugi póstiði þá hér fyrir neðan. Ég reikna með að það verði hægt að redda bátum og búnaði í gegnum klúbbinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum