Glæsilegt sjókayakmót

22 maí 2007 17:10 #1 by olafure
Replied by olafure on topic Re:Glæsilegt sjókayakmót
Mér sýnist Halli hafa verið á brautarmeti. Örfáum sekúndum fljótari en Halldór í fyrra, til hamingju með það karlinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 maí 2007 12:46 #2 by olafure
Replied by olafure on topic Re:Glæsilegt sjókayakmót
Ekki málið Heiða og til hamingju með árangurinn. Þessi skilyrði voru með versta móti fyrir þennan bát, sterkur hliðarvindur og háar vindöldur í bland við haföldu. Miðað við að þetta var í annað sinn sem þú rærð bátnum og þessi skilyrði er afrek að hafa komist í mark.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 maí 2007 02:27 #3 by Halli.
Replied by Halli. on topic Re:Glæsilegt sjókayakmót
Já sjókallarnir eru ekki alveg alslæmir! og það er gaman að því að nú er komin fram önnur kona í fremstu röð, bæði í straum og sjó, velkomin í bæjarafélagið Heiða!:evil:<br><br>Post edited by: Halli., at: 2007/05/20 22:27

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 maí 2007 00:17 #4 by Heida
Replied by Heida on topic Re:Glæsilegt sjókayakmót
já takk fyrir mig, þetta var klassa mót! Sjóróðurinn kom líka svona skemmtilega á óvart. :blink:

kærar þakkir Ólafur fyrir lánið og transportið á bátnum!...Þvílík þjónusta!!!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 maí 2007 17:04 #5 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Glæsilegt sjókayakmót
Satt mælir þú Sævar. Hörkukeppni og alltaf fjölgar í hraðbátaflokknum. Til hamingju með sigurinn Halli og Heiða. Miðað við tímana sem ég sá í gær virðist veðrið lítil áhrif hafa á hraða langskipanna.:huh:
Kveðja,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 maí 2007 16:08 #6 by Sævar H.
Reykjavíkurbikarmótið í sjókayak fór aldeilis vel fram .
Róðrarleiðin í 10 km lá frá Geldingarneseiðinu, út Eiðsvíkina,kringum Geldinganesið ,um markið við eiðið ,út í Blikastaðakró, umhverfis Leiruvogshólmann og í mark við Geldinganeseiðið...bráðskemmtileg róðrarleið.
15 keppendur, þar af tvær konur, réru keppnisbrautina.
Veður virtist í upphafi keppni ætla að verða til friðs, en annað kom í ljós.Út Eiðsvíkina var logn og sléttur sjór, en þegar komið var að Helguhólnum skall á vindstengur af norðan og ýfði sjóinn verulega upp í krappa öldu...Srax við Helguhólinn fengu keppendur heldur betur að finna fyrir vindstrengnum og krappri hliðaröldunni. Þegar hér var komið voru í fremstu röð þeir Halli og Thorben (held ég að hann heiti) og rétt þar á eftir Ólafur E. Og við Norðurnesið skreið Thorben fram ur Halla, en Ólafur E. sem var á rúmlega 6 metra langskipi varð , útaf Helguhólnum , að taka hafskipabeygju í átt að Þerney og tapaði við það dýrmætum tíma. Þegar að millivegarlengdar markinu kom,var Thorben fyrstur og Halli rétt í kjölfarinu. Þegar hér var komið ákvað Thorben að hætta keppni þar sem vindur og kröpp aldan var hans örlitla kayak nánast ofviða... en hann stóð sig samt alveg ótrúlega vel að ná að sigra í millivegalengdinni.
Nú hafði Halli forystuna og varð síðan fyrstur í mark eftir að hafa róið seinni vegalengdina...glæsilega gert hjá Halla Njáls. Í skemmri vegalengdinni var fátt um keppendur, ung stúlka sigraði þar með glæsibrag. Úrvalslið áhorfenda fylgdist með keppninni og hvatti sitt fólki til dáða. Að lokinni keppni var töfruð fram grillpulsuveisla fyrir keppendur og áhorfendur og verðlaun voru afhent. Flottum Reykjavíkurbikar á sjókayak var lokið. Að sjálfsögðu fylgja engar keppnistölur með þessu spjalli ...keppnisnefndin sér um það.
Ísfirðinganna var sárt saknað, en veður í Djúpinu hindraði för þeirra suður heiðar. Takk fyrir gott sjókayakmót<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2007/05/20 12:21

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum