Að róa í málfræði

19 mar 2013 16:06 - 19 mar 2013 17:22 #1 by Sævar H.
Svona innlegg í málið :

Orðið að " þeysa " þýðir að knýja hratt áfram. Og er það ekki nokkuð sem við kayakfólkið erum að gera svona yfirleitt ?

Og ef við skiptum út orðinu "róa" og notum þess í stað orðið "þeysa" kemur margt skemmtilegt út.

-Við þeysum kayaknum knálega (jafnvel við þeysum húðkeipnum knálega)

- Hann eða hún er góður kayakþeysari.

- Keppt var í kayakþeys og reyndist Jón kayak mesti þeysarinn.

- Margir fóru á sjó í dag og þeystu um á kayak

Og svona má halda áfram eiginlega endalaust.

Síðan er það árin.

Er ekki upplagt að hún nefnist "þeytispjald" ? Hugsið ykkur t.d horfa á eftir kayakþeysara - það er sem hann veifi þeytispjaldi sem óður væri.

Og þeytispjöldi geta verið með allskonar spjöldum t.d skófluspjöldum, ílöngum spjöldum og breiðum stuttum spjöldum o.s.frv.

Góða skemmtun :laugh:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 mar 2013 10:50 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Að róa í málfræði
Ég man ekki eftir öðru orði en að róa til að koma bát áfram með ár, nema orðinu riksa sem er með einni ár og þá stendur ræðarinn aftast. Þeir riksa á gondólum til dæmis.

Hvernig væri að mæta í rix kl 17

Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2013 20:34 #3 by Sævar H.
Að fara í róður og stíma út á miðin er algengt hugtak sem sjómenn gjarnan nota.

Að Gullfoss gengi til Kaumannahafnar er tengt hugtakinu að fara á milli. T.d fara á milli bæja - að ganga á milli bæja.

"Strætó gengur inn á Klepp " "Það gengur rúta til Keflavíkur " Og skip sigla milli staða. En bátar róa til fiskjar . Og það er farið í róður

Við eru einkar fastheldin á gömlu hugtökin - sennilega af því að um beint framhald er að ræða á sama atburðinum.

En endilega koma með ómótstæðilegt hugtak yfir að mynda framrás á kayak . T.d eins og tölva er beint framhald af völva eða því sem næst - snjallt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2013 19:52 - 18 mar 2013 19:53 #4 by Gíslihf
Sævar, takk fyrir þennan fróðleik og ég verð að bæta einu við - að ganga.

Þegar ég var barn sögðu forlendrar mínir að Gullfoss gengi til Kaupmannahafnar og jafnvel einnig til Edinborgar.
Mér þótti þetta afar einkennilegt og sá fyrir mér farþegana sem þyrftu að ganga í takta á þilfarinu.

Ég var reyndar að ræða um tvö orð, bæði fyrir áraknúna báta.
Hér er setning um efnið úr Wikipedíu:

rowing is the act of propelling a boat using the motion of oars in the water. The difference between paddling and rowing is that with rowing the oars have a mechanical connection with the boat, whereas with paddling the paddles are hand-held with no mechanical connection.

Mér þætti verra ef einhver stingi upp á orðunum handróður og keiparóður, því að mér þykir liggja svo vel við að láta keiparóður merkja kayakróður, sbr orðið húðkeipur.

Við sjáum að það er þörf fyrir ýmsa sérfræðinga á okkar vettvangi, íslenskufræðinga (þessi umræða), lögfræðinga (aðgengi að ám og vötnum) og verðurfræðinga (erindi Nínu á mvd.), sagnfræðinga örnefnafræðinga og fleiri

Kv. GHF.

PS: Var að sjá innskotið frá Fylki - takk fyrir það.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2013 19:52 - 18 mar 2013 19:52 #5 by Icekayak
Sæll Gísli,

Smá innskot frá manni sem hraðbyri glatar málfræðinni sinni.....

Rowing er notað um "afturábak róður" í þar til gerðum bátum, ræðari snýr baki í þá átt sem róið er í.....

Paddling hinsvegar á við um kajak og væntanlega líka róður í kanó, enda í báðum bátum snúið mót þeirri átt sem róið er í ....

Hér í danaveldi kallast allt að "ro" og gildir þá einu um hvora tegundina af róðri er að ræða, þó finnst í dönskunni orðið að "padle" og nokkuð augljóst hvaðan það kemur.... en það er bara aldrei notað.

með kveðju

Fylkir

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2013 18:08 #6 by Sævar H.
Frá landnámi hafa bara tvö hugtök verið notuð við að hreyfa skip (báta) annað er að róa þeim og þá með árum.
Hitt er að sigla þeim og þá með seglum.
Þegar vélaöldin gekk í garð var skipum siglt ( milli landa) þó engin væru seglin en bátum var áfram róið til fiskjar þó engar væru árarnar. Þannig að hugtökin að hreyfa skip og báta draga ennþá dám af upprunanum.
Allt færðist þetta síðan yfir á aðrar tegundir fleytibúnaðar.
Við erum mjög fastheldin á upprunann.
Síðan er annað hugtak um hreyfingu skipa og þá þegar ekki er lengur nein stjórn á siglingu skips - að láta reka á reiðanum.
Og á bátunum lögðu menn árar í bát-gáfust upp- stjórnlaust rek.
Prófið að finna nýyrði um þetta .
Ég var að hugsa um að fara í róður á morgun en fresta því til miðvikudags.
Í öðru tilvikiu er um róður á vélknúnum bát en hinu á áraknúnum bát. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2013 17:19 #7 by Gíslihf
Það er gagnlegt fyrir okkur sem sífellt skrifum um róður að kíkja á síðu Árnastofnunar þar sem sögnin að róa er beygð:
bin.arnastofnun.is/leit.php?id=425752

Við tökum eftir að jafn rétt er að skrfa ég reri og réri.

Aftur á móti er svolítið meira ruglandi að sjá orðmyndirnar róni, róna og rónar þarna og finna dæmi um eðlilega notkun.

Þetta er til gamans en hér er spurning í fullri alvöru:

Hefur einhver góð orð til að gera greinamun á ensku orðunum rowing og paddling með íslenskun orðum?


Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum