Ég er hræddum um að það vel valda og áhugaverða efni sem JSA hefur kynnt hér í vetur nái ekki réttum markhópi, lesendur þessarar vefsíðu er mest fólk komið yfir "straumaldurinn".
Á sama hátt er ágætt tilboð JSA um straumvatnsæfingar í sumar hugsanlega ekki á réttri vefsíðu, sem mest er lesin af sjókayak körlum yfir miðjum aldri.
Ég legg til að klúbburinn bjóði ungu fólki t.d. 16 ára og eldri upp á alhliða námskeið:
- öryggismál og grunnatriði róðurs
- sjókayak fyrir byrjendur
- kanó fyrir byrjendur
- kanó í straumi (gráðu I)
- kayak í straumi (gráðu I til II)
- K1- og surfbátaróður
Þarna þyrftu margir að leggja hönd á plóginn og fá stuðning ÍSÍ.