Félaga róður : Hlið á Álftanesi-Hafnarfjörður

26 mar 2013 18:14 - 26 mar 2013 20:31 #1 by Sævar H.
Við kayakróðrafélagarnir Hörður Kristinson og ég fórum í ágætan róður eftir hádegi í dag 26.03 . Við lögðum upp frá aðstöðu Sviða við Skógtjörnina á Álftanesi og rérum inn í Hafnarfjarðarhöfn og til baka aftur. Veður var gott en fremur þungbúið . Hiti um 5 °C og logn framanaf. Á heimleiðinn hvessti nokkuð. Þetta varð um 10 km róður og eyddum við í þetta 2 klst án landtöku. Hálffallið var að þegar við hófum róðurinn og við landtöku var um það bil komið háflóð. Mikið innrennsli var í Skógtjrönina sem var á að horfa sem straumhart ólgandi fljót. Afbragðsgóður róður. Meðfylgjandi eru myndi hafi einhver áhuga fyrir svoleiðis. :)

plus.google.com/photos/11326675796839424.../5859707693369847073

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum