Við verðum að öllum líkindum tveir sem mætum ég og Hörður K.
En smávegis nesti í róðurinn :
Örfirisey ,þaðan sem við ýtum úr vör.var fyrrum eyja eins og nafnið bendir til tengd við meginlandið með grjótgranda..
Hún var fyrrum byggð jörð en þekktust er hún fyrir að þar var fyrrum Hólmakaupstaður og rekin þar verslun.
Þegar Reykjavík fékk kaupstaðarrétt innlimaðist Hólmakaupstaður í Reykjavík.
Nyrst á Örfirisey er Reykjanes.
Það er einkum merkilegt fyrir að talið er að öndvegissúlurnar hans Ingólfs Arnarsonar hafi rekið þar á land..
Hólmakaupstaður var fyrr í Grandahólma sem nú er að mestu sokkinn í sæ.
Þegar Básendaflóðið mikla gekk yfir 1799 eyddist öll byggð í Örfirisey.
Árið 1913 var byggður hafnargarður eftir Grandanum og uppfylling hófst á svæðinu fyrir allskonar útgerðarstarfsemi. Sú uppfylling er ennþá í gangi.
Vestan við Örfirisey er Grandahólmi sem er það eina sem stendur uppúr af fyrrum verslunarstað Hólminum.
Akurey hefur aldrei verið byggð. En þar var fyrrum stunduð akuryrkja .
Lengi tilheyrði eyjan Nesi við Seltjörn á Seltjarnarnesi.
Mikið æðarvarp var fyrrum í Akurey.
Og á vorin voru helstu grásleppumið þeirra sem bjuggu norðanmegin á Seltjarnarnesi ,við Akurey.
En Reykvíkingar sóttu einnig í þau grásleppumið.
M.a undirritaður var þar við rauðmaga og grásleppuveiðar á unglingsaldri. Mikil veiði þar.
Árið 1854 var sett upp sjómerki á Akureyjarrifi , það fyrsta í nágrenni Reykjavíkur,
Engey merk eyja og var í byggð allt frá Landnámi að talið er og fór ekki í eyði fyrr en nokkru eftir seinni heimstyrjöldina.
Mikil sjósókn var stunduð frá Engey og þar eru a.m.k þrjár kunnar bátavarir , Vesturvör , Miðvör og Austurvör.
Uppaf Miðvör er Miðvarartjörn.
Nú eru þessar varir mjög breyttar frá því bátum var rennt þarna í fjöru.
Þær eru þaktar grjóthnullungum sem áður voru hreinsaðir burt.
Á seinni tímum var Engey einkum þekkt vegna þeirra skipasmiða sem þar bjuggu en Engeyjarlagið var landsþekkt fyrir báta sem voru góðir siglarar undir seglum.
Smellið á þráðinn hér fyrir neðan og skoðið kort af eyjunum.
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5868599493510539250