Engey og Akurey (og Grótta)

21 apr 2013 23:45 - 21 apr 2013 23:47 #1 by Einar Sveinn
Hér koma nokkrar myndir frá mér!


Myndir

kv
Einar Sevinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 apr 2013 21:45 #2 by Gunni
Gaman að þessum róðri. Takk fyrir mig.

Nú er sumarið komið og við fáum alla keipi á flot. Það eru nokkrir laugardagsróðar eftir og vonandi ein eða tvær sundlaugaræfingar áður en við skiptum yfir í sumartíma. Í laugina er tilvalið að koma með báta og æfa og fínslípa t.d. félagabjörgunina fyrir sumarið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 apr 2013 20:49 - 21 apr 2013 21:23 #3 by Sævar H.
Takk fyrir flottan róður

Það var glampandi sól og logn til sjávarins þegar við kayakróðrarfélagar lögðum upp í morgun frá Örfirisey yfir til Engeyjar og þaðan til Akureyjar og aftur til Orfiriseyjar um Grandahólma.

18 kayakræðarar tóku þátt í róðrinum sem var á vegum Kayakklúbbsins.
Nokkur undiralda var inn Flóann og því nokkurt brim við ströndina.
Þetta varð um 14 km róður og tók um 3 : 50 klst með áningum í Engey og Akurey.
Semsagt flott útivist í aðdraganda vorsins sem er á næsta leiti.

Þeir sem vilja ferðast um þetta svæði - klikkið á þráðinn fyrir neðan og skoðið myndir sem teknar voru í ferðinni

Góða skemmtun :)

plus.google.com/photos/11326675796839424.../5869390020725118514

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 apr 2013 19:01 #4 by Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 apr 2013 09:02 #5 by Gunni
Jú, við erum að fara. Ég hef heyrt beint og óbeint í öllum sem hafa áhuga og þeir eru líka að fara. Það náðist upp eftirspurn á síðustu mínútu ;)
The following user(s) said Thank You: siggi98

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 apr 2013 08:22 #6 by Einar Sveinn
Ég mæti, enda flott veður,
sól.... sumarið er að koma :-)



kv
Einar Sveinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 apr 2013 08:05 #7 by Sævar H.
Nú er ég að leggja upp í að fara í þennan róður þó ekkert hafi heyrst frá umsjónaróðrarmanni um að farið verði í róðurinn. "Ef næg þátttaka fæst, segir í tikynningu. En við mætum þarna þrír,Ég, Hörður Kristinsson og einn Kanadamaður. Allavega við förum. Spáin er góð, logn en fremur svalt. Búast má við nokkurri undiröldu og brimi á þeim stöðum sem opnir eru fyrir hafi. :)

Sett inn kl. 8.04 21.apríl 2013

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 apr 2013 15:19 - 22 apr 2013 19:56 #8 by Sævar H.
Við verðum að öllum líkindum tveir sem mætum ég og Hörður K.

En smávegis nesti í róðurinn : ;)

Örfirisey ,þaðan sem við ýtum úr vör.var fyrrum eyja eins og nafnið bendir til tengd við meginlandið með grjótgranda..
Hún var fyrrum byggð jörð en þekktust er hún fyrir að þar var fyrrum Hólmakaupstaður og rekin þar verslun.
Þegar Reykjavík fékk kaupstaðarrétt innlimaðist Hólmakaupstaður í Reykjavík.
Nyrst á Örfirisey er Reykjanes.
Það er einkum merkilegt fyrir að talið er að öndvegissúlurnar hans Ingólfs Arnarsonar hafi rekið þar á land..

Hólmakaupstaður var fyrr í Grandahólma sem nú er að mestu sokkinn í sæ.
Þegar Básendaflóðið mikla gekk yfir 1799 eyddist öll byggð í Örfirisey.
Árið 1913 var byggður hafnargarður eftir Grandanum og uppfylling hófst á svæðinu fyrir allskonar útgerðarstarfsemi. Sú uppfylling er ennþá í gangi.

Vestan við Örfirisey er Grandahólmi sem er það eina sem stendur uppúr af fyrrum verslunarstað Hólminum.

Akurey hefur aldrei verið byggð. En þar var fyrrum stunduð akuryrkja .
Lengi tilheyrði eyjan Nesi við Seltjörn á Seltjarnarnesi.
Mikið æðarvarp var fyrrum í Akurey.
Og á vorin voru helstu grásleppumið þeirra sem bjuggu norðanmegin á Seltjarnarnesi ,við Akurey.
En Reykvíkingar sóttu einnig í þau grásleppumið.
M.a undirritaður var þar við rauðmaga og grásleppuveiðar á unglingsaldri. Mikil veiði þar.
Árið 1854 var sett upp sjómerki á Akureyjarrifi , það fyrsta í nágrenni Reykjavíkur,

Engey merk eyja og var í byggð allt frá Landnámi að talið er og fór ekki í eyði fyrr en nokkru eftir seinni heimstyrjöldina.
Mikil sjósókn var stunduð frá Engey og þar eru a.m.k þrjár kunnar bátavarir , Vesturvör , Miðvör og Austurvör.
Uppaf Miðvör er Miðvarartjörn.
Nú eru þessar varir mjög breyttar frá því bátum var rennt þarna í fjöru.
Þær eru þaktar grjóthnullungum sem áður voru hreinsaðir burt.
Á seinni tímum var Engey einkum þekkt vegna þeirra skipasmiða sem þar bjuggu en Engeyjarlagið var landsþekkt fyrir báta sem voru góðir siglarar undir seglum.

Smellið á þráðinn hér fyrir neðan og skoðið kort af eyjunum. :)

plus.google.com/photos/11326675796839424.../5868599493510539250

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 apr 2013 12:53 #9 by Klara
Ég og Þóra erum að spá í að fara í Eyjahoppið á sunnudagin og fagna vorinu....

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 apr 2013 17:15 #10 by Sævar H.
Veðurguðirnir boða gott verður til hópkayakferðar um eyjarnar, Engey og Akurey a.m.k Heiðskírt í loft og vorhiti en þó svalt til hreyfingar á sunnudag - laugardagur er ekki hagstæður .
Ég hef löngun til sunnudagsróðurs við þessi góðu skilyrði og mæti . :)
Þetta er gott tækifæri fyrir flesta að heimsækja þessar eyjar og frá annari eyju sem heitir Örfirisey. En hún var áður tengd við land með flæðigranda ekki ósvipað og Geldinganesið og nú Grótta
Sá grandi er nú orðinn að stóru uppfylltu svæði með heilu byggðalagi. ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 apr 2013 13:08 #11 by Gunni
Ég fæ ekki besta veðrið á Laugardag. Sunnudagur er betri.

En hver verður mætinginn þá?
Mig vantar viðbrögð þeirra sem vilja mæta (sunnudag).

Korkur, sms/gsm 899-3055 eða email markeipur@gmail.com.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 apr 2013 10:14 - 16 apr 2013 18:34 #12 by Sævar H.
Nú virðast veðurguðirnir ekki ætla að verða Engey-Akureyjarróðrinum hagstæðir. Það verður vindbelgingur og rigning á laugardaginn fari fram sem horfir. En á sunnudaginn verður ágætt veður , smá regnúði öðru hverju svalt um morgunin en hlýnar um hádegi. Þá er það spurningin: Verður haldið stíft í laugardaginn til róðurs eða verður róðri frestað til sunnudags ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 apr 2013 20:35 #13 by Gunni
Sjá frétt á heimasíðu. Látið vita þarf þörf er á fari fyrir báta og allt (gott) sem þið viljið segja um þessa ferð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum