Kjalarnes 4 maí - Skráning

05 maí 2013 19:40 #1 by Reynir Tómas Geirsson
Flottar myndir frá goðum degi, takk. Reynir TG

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2013 20:57 #2 by Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2013 17:48 #3 by Gíslihf
Þessar ölduspár Siglingastofnunar nær landi eins og í Faxaflóa og við Landeyjarhöfn teljast vera tilraunaverkefni.
Það eina sem þeir hafa til að stemma spána af með eru ölduduflin, í okkar tilviki er það duflið við Garðskaga, sem er ekki inni í Faxaflóa.

Hér getið þið séð ölduspána kl. 12 í dag 4. maí, (en hún verður ekki lengi þarna):
sigling.is/vs/LandeyjarMyndir/Default.aspx?startPlace=1

Nú er spurningin: Hver var ölduhæðin við Kjalarnes kl. 12 í dag?

Ég hef verið að rýna ölduspá og vindaspá fyrir og með Guðna Páli undanfarna daga og í hans tilviki voru aðstæður mun verri við ströndina en ráða mátti af spám.

GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2013 17:26 - 04 maí 2013 22:28 #4 by Sævar H.
Smá leiðrétting. Þetta var ekki mín spá. Þetta var tölvuspá frá Siglingamálastofnun. Hinsvegar hef ég góða reynslu af þessum spám þeirra og tek tillit til þeirra einkum þegar ég er við fiskveiðar ,en þá er öldufar mikilvægt. Kom þessu aðeins á framfæri um leið og ég hætti við róðurinn..... :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2013 17:17 - 04 maí 2013 17:24 #5 by Össur I
Jæja þá erum við komnir til baka úr flottum róðri á einhverju fallegasta róðrarsvæði hér í nágreni Reykjavíkur. Það voru sjö vaskir ræðarar sem réru. Einar Sveinn, Gunnar Ingi, Smári, Rúnar, Reynir Tómas, Þórbergur og undirritaður. Að mínu mati er þetta róðarsvæði allt of sjaldan róið og þurfum við að halda því til streitu að fara þarna að minnsta kosti einu sinn á ári.
Ekki gekk Brimspá Sævars eftir en þó er ekki rétt að neita því að undiralda var til staðar á hluta svæðissins. Hún var þó greinilega að koma langt að og var mjög aflíðandi enda enginn vindur til staðar til að espa hana upp að neinu leiti (fengum eiginlega logn mest allan tímann, nema rétt í lokin). Að sjálfsögðu brotnaði aldan á skerjum og boðum en þessa staði mátti vel greina með hæfilegri fjarlægð og því lítið mál fyrir okkur flesta að halda okkur á rólegri svæðum. Það er þó alltaf svoleiðis að leikgleðin í sumum er það mikil að erfilega getur reynst að hemja hana böndum og endaði það þannig að lagfæra þarf aðeins gelcoat á einum annars ný viðgerðum og stíf bónuðum bát eftir svona leikaraskap, þessi áhætta fylgir víst.
Ég er svolítið hugsi yfir því hvort það sé rétt að pósta svona hálfgerðum „hræðslu áróðri“ með því þegar menn meta spár þannig að þeir vilji vera heima. Væri kannski réttara að pósta hann til skipuleggjara ferðarinnir og benda á og leyfa svo þeim að meta hvað eigi að gera. Það getur nefnilega haft neikvæð áhrif og dregið úr þáttöku þeirra sem langar með en eru eitthvað tvístígandi. Mér finnst það ætti að vera þeirra sem skipuleggja ferðina að gera eitthvað í þessum dúr meti menn ástæðu til þess. Er ekki að gera lítið úr reynslu Sævars til að meta spár, en að mínu mati vorum við sem rérum í þarna í dag í aðstæðum sem allir hefðu ráðið vel við og þá sérstaklega félagarnir Sævar og Hörður :woohoo:
Kv Össur I

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2013 08:46 - 04 maí 2013 08:52 #6 by Gíslihf
Mig langaði að koma með en var hættur við vegna annarra verkefna heima fyrir.

Mér þykir líklegt að einhverjir leggi í þessa ferð þrátt fyrir sjólagið og væri þá fróðlegt að fá samanburð á ölduhæð og tíðni miðað við spána.
Þá þarf að meta það nokkuð frá landi, aldan sem brotnar við fjöru eða bjarg hegðar sér eftir staðbundnum aðstæðum.

Þetta er okkur (GHF, Sævari og Herði) ofarlega í huga eftir að heimsækja sérfræðinga (Ingunni og Sigurð) hjá Siglingastofnun í gær.

Spáin nú er að ölduhæð verði nær 2,0 m skammt utan við Kjalarnesið frá hádegi og fram eftir degi.

Vefurinn hjá Siglingastofnun á hins vegar í einhverjum erfiðleikum, því að einmitt nú fæsta bara "Service unavailable" þegar smellt er á hnappinn "Veður og sjólag".

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2013 21:05 - 03 maí 2013 21:30 #7 by siggi98
Flott innlegg hjá Sævari

Legg til að við hittumst 15min í 9 niður í Geldingarnesi á morgun og tökum stöðuna hvað við gerum hvort við förum kjalanesið eða annað .
Þurfum hvort eð er sækja bátana þar.

kv
Sigurjon

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2013 18:26 - 03 maí 2013 19:18 #8 by Sævar H.
Ég var að fara yfir öll nátturuöflin sem bregða á leik við Kjalarnestanga á morgun þann 4.5.2013.

Og þau ætla að hegða sér svona :

Það verður hægur vindur 4-5 m/sek allan daginn - smá rigningar úði og 2-2.5 metra ölduhæð inn Flóann

Þannig að frá miðnætti og allan daginn á morgun verður mikið brim við Kjalarnestangann og um allt fyrirhugað róðrarsvæði.
Þessi ölduspá er byggð á vef sigling.is fyrir Faxaflóasvæðið.

Ég mun því draga þátttöku mína til baka


Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2013 16:08 #9 by eymi
Einar... við Erna komumst ekki :dry: :(

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2013 11:45 #10 by Horður Kr
Stefni á að mæta i róðurinn

kv. Hörður

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2013 07:58 #11 by runarola
Stefni á að mæta

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 maí 2013 23:38 #12 by Reynir Tómas Geirsson
Hef hug á að mæta ef veður verður skaplegt......... B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 maí 2013 16:52 - 02 maí 2013 16:53 #13 by Einar Sveinn
Ég ætla að mæta skemmtilegt svæði

Eymi það er til lausn :P

Kv
Einar Sveinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 maí 2013 16:31 #14 by eymi
Við Erna erum að spá í að mæta... en við erum háð því að fá far undir bátana okkar B)
Er einhver með lausn á því?

kv, Eymi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 maí 2013 14:29 #15 by Sævar H.
Þetta er bráðskemmtilegt róðrarsvæði og alltof lítið nýtt af kayakfólkinu.
Síðast þegar ég fór þarna um, álpaðist ég í Hvammsvíkurmaraþonið.
Fyrsti leggurinn byrjaði í Geldinganesinu og endaði í fjörunni fallegu í Garðsendavík.
Þá var við vindstrengi mikla að kljást - einkum ofanaf Esjunni vestanverði. Tímann man ég ennþá ,2.09 á 13 km legg.
Skemmtilegt að róa fyrir Brautarholtið.
En nú hef ég hug á að fara í skemmtiróður um þetta fyrrum afrekssvæði mitt og tilkynni þáttöku mína.
Veður verður gott til sjóróðra en gæti gengið, stöku sinnum, á með smá regnúða.
En kayakfólkið er vel búið í svoleiðis. ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum