Kayaklog

01 maí 2013 18:40 #1 by Icekayak
Replied by Icekayak on topic Re: Kayaklog
Var að fá svar frá Carsten, yfirhönnuðinum - nú þegar komin 200 niðurhöl - hann er þó engan veginn sáttur við þá útgáfu sem er í gangi núna og lofar uppfærslu, strax í næstu viku...

Ábendingar eru líkt og mig grunaði, vel þegnar "á ensku" og hægt er að senda á póstfangið: carsten@kayaklog.net

Hann spurði hvort einhver kayak tímarit fyndust á Íslandi ? ? ? .... hvernig standa þau mál ? ? ?

kv.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2013 17:41 #2 by Icekayak
Replied by Icekayak on topic Re: Kayaklog
Sæll Gunni,

Hönnuninn er mér alveg óskyld, öðru máli gegnir um hönnuðina, þeir búa hér "í næsta bæ" við mig. Er búin að bíða lengi eftir að þetta kæmi í loftið, því meira af ábendingum því betra geri ég ráð fyrir, ég skal grafa upp póstfang fyrir ábendingar.....

Gerði sjálfur mitt fyrsta Log í dag í nýja Arrow Empower bátnum sem ég náði hjá Nicus Nature í Svendborg í dag - gríðarlega spennandi tímar að fara í hönd....

kv.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2013 14:09 - 01 maí 2013 14:10 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Kayaklog
Ingi! Þetta er app er hugsað sem persónuleg logbók :-) En ábyggilega hægt að pósta afrekum dagsins á facebook eins og er hægt í sbr lausnum sem margir nota við hlaup,reiðhjól osfrv

Það var smá grein um Kayaklok í síðasta OceanPaddler blaði

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2013 13:49 #4 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re: Kayaklog
Ingi,
mér sýnist við ekki geta fyllst með öðrum nema skrá okkur þarna inn. Ég get þ.a.l. ekkert sett inn núna fyrir sófakeipana.

Fylkir,
ertu sjálfur með í þróuninni ? Hvert á senda ábendingar?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2013 11:22 #5 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Kayaklog
Gaman að þessu. Gunnar Ingi setur þú ekki link á þetta á síðunni okkar. Þá geta lötu ræðararnir fylgst með þeim duglegu. B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2013 20:26 - 30 apr 2013 20:27 #6 by Icekayak
Kayaklog was created by Icekayak
Loksins er þróunnarvinnu lokið á "Kayaklog" þetta sniðuga APP - gerir það mögulegt að lesa "kayaktengdar" upplýsingar um túrinn sem maður var að róa. Þetta er fyrsta útgáfa og kostar ekki neitt að verða sér útum. Þetta litla forrit er unnið af dönskum kajakræðurum og meiningin er að þróa þetta APP enn frekar í framtíðinni.

Kíkið endilega á þetta www.kayaklog.net

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum