Ég er með einn toppsetukeip (Sit-On-Top kayak) í láni í dag og á morgun frá GG sjósport, en þeir selja marga slíka.
Ætlunin er að bjóða upp á öryggisnámskeið fyrir kaupendur og hef ég tekið saman námsefni og æfingar fyrir það.
Þetta geri ég í samvinnu við Magga Sigurjóns, en okkur sem erum í Kayakklúbbnum er ofarlega í huga öryggi fólks í öllum greinum kayaksportsins.
Til þess þarf að þekkja réttan búnað, rétt vinnubrögð og fá a.m.k. lágmarksþjálfun.
Sjálfur gerði ég þessar æfingar í gær með Hörð á kayak við hlið mér, nú vantar mig "tilrauna-nemendur" til að fara gegnum þessar æfingar undir minni stjórn. Það verður allnokkuð busl í sjónum - vindmegin við eiðið hjá aðstöðu okkar í Geldinganesi.
Tími: kl. 10 - sunnudagsmorgun í Geldinganesi.
GSM 822 0536
gislihf@simnet.is