Björgunaræfingar á Sit-On-Top kayak

04 maí 2013 20:43 #1 by olafure
Ég skal sjá til þess að klúbbbáturinn verði á vorhátíðinni, ágætt fyrir menn að prófa re entry á slíkum bát sem er ólíkt veiðibátum. Ef einhver vill leiðsögn þá get ég reynt að miðla einhverju úr mínum kolli.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2013 20:39 #2 by olafure
Ég hef veitt ufsa á Spirit klúbbbátnum sem er 50 cm breiður en þá gat ég haft lappir lafandi utan við borðstokkinn og sjór var sléttur. Varðandi hefðbundna veiði sit-on top báta þá hef ég það dáldið á tilfinningunni að menn vilji gera afslátt á klæðnaði(þurrgalla) vegna stöðugleikans. Tel því nauðsynlegt að undirstrika mikilvægi þess að vera í galla sama hversu stöðugir og lýsi yfir ánægju með þetta framtak Gísla og Magga. Eitt mikilvægt atriði með sit on top báta er sú staðreynd að þeir fyllast ekki af sjó og því eru þeir líklegri til að fjúka frá ræðurum lendi þeir í sjónum nema bátarnir séu þeim mun þyngri. Það er því öryggisatriði að ræðari sé bundinn við bát ef það blæs.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2013 19:22 - 04 maí 2013 22:32 #3 by Sævar H.
Hver er reynsla þeirra sem notað hafa þessa báta við veiðar ?
Var að skoða einn inni í gám í dag.
Ég myndi ekki leggja í fiskveiðar á þessu við þær aðstæður sem ég bjó við þau ár sem ég stundaði fiskveiðar á mínum Hasle , en þá stundaði ég veiðar árið um kring og oft í úfnum sjó.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2013 19:16 #4 by Gíslihf
Ég verð víst að fresta þessu - enginn hefur gefið sig fram til að vera "tilraunadýr".

Best að taka þráðinn aftur upp þegar Maggi kemur til landsins.

Annars var ég að velta fyrir mér hvort ekki mætti bjóða GG Sjósport að lána einn slíkan bát á vorhátíð okkar n.k. laugardag 11. 5.

Ég gæti líka verið með kanó, þannig að fólk gæti prófað mismunandi báta.

Hvað um surfskíðið okkar?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2013 09:06 - 04 maí 2013 09:10 #5 by Gíslihf
Ég er með einn toppsetukeip (Sit-On-Top kayak) í láni í dag og á morgun frá GG sjósport, en þeir selja marga slíka.

Ætlunin er að bjóða upp á öryggisnámskeið fyrir kaupendur og hef ég tekið saman námsefni og æfingar fyrir það.
Þetta geri ég í samvinnu við Magga Sigurjóns, en okkur sem erum í Kayakklúbbnum er ofarlega í huga öryggi fólks í öllum greinum kayaksportsins.
Til þess þarf að þekkja réttan búnað, rétt vinnubrögð og fá a.m.k. lágmarksþjálfun.

Sjálfur gerði ég þessar æfingar í gær með Hörð á kayak við hlið mér, nú vantar mig "tilrauna-nemendur" til að fara gegnum þessar æfingar undir minni stjórn. Það verður allnokkuð busl í sjónum - vindmegin við eiðið hjá aðstöðu okkar í Geldinganesi.


Tími: kl. 10 - sunnudagsmorgun í Geldinganesi.

GSM 822 0536
gislihf@simnet.is

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum