Róður dagsins- Þerney-Geldinganes.

04 maí 2013 16:03 - 04 maí 2013 16:07 #1 by Sævar H.
Þó hafaldan inn Flóann hafi fælt okkur frá Kjalanesróðrinum vegna brims við Kjalanestangana stóðumst við Hörður K. og ég ekki mátið og ýttum úr vör austanmegin í Geldinganesinu kl 12:00 í dag og stefndum á Þerney.
Nokkur austan vindstrengur var , um 10 m/sek þegar við þveruðum yfir í Þerney.
Hiti var um 7 °C - smá úða rigning -en gott sjóferðaveður.
Tókum land á Hvítasandi í Þerney og sinntum ýmsu. ;)

Áning á Hvítasandi í Þerney


Mikil fjöldi gæsa er sestur að í Þerney til sinna varpstöðva.
Og síðan rérum við norður og vestur fyrir Þerneyna og þveruðum yfir sundið að Helguhól á Geldinganesi.
Þá hafði vindinn lægt og færi gott.
Þetta ævintýri endaði svo á Eiðinu í Geldinganesi eftir um 10 km sjóróður.
Sjólag vegna haföldu var gott en það brimaði vel á Lundey og Viðey mót hafinu.

Góða skemmtun :)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum