Mættum þrír og fengum hressandi pus. Á Reykjavíkurflugvelli voru 12m/s og hviður eitthvað yfir 15m/s. Gaman að róa á móti öldunni út Fossvoginn og ekki síður lensið til baka. Það virtist einhvern veginn ekki alveg komið sumar ennþá ... Það bar helst til tíðinda að vakthafandi starfsfólk í Nauthólsvík fannst hið besta mál að við æfðum veltur og kúnstir í víkinni við ylströndina en það hefur nú ekki alltaf verið þannig. Nýja vatnshelda myndavélin var bara alveg vatnsheld þegar allt kom til alls, alla vega virkaði hún vel eftir tvær veltur.
Hvernig var það - voru einhverjir á Geldinganesinu í kvöld í norðangarranum ?
<br><br>Post edited by: palli, at: 2007/05/25 00:54