Félagsróður fimmtudaginn 16. maí

17 maí 2013 13:27 - 17 maí 2013 18:35 #1 by Össur I
Það voru 13 galvaskir ræðarar sem réru frá Geldingarnesinu í blíðunni í gær.
Klara, Tryggvi, Þórbergur, Gísli HF, Sigurjón M, Magnús S, Einar Sveinn, Gummi Breiðdal, Sveinn Axel, S Perla, Eymi, Pabbi Valda Kalda og undirritaður.
Ákveðið að róa eitthvað óhefðbundið í tilefni 1. kveldróðri sumarssins.
Sett á flot austan Eiðis og róið austan megin inn fyrir Leirvogshólma og að Leiruvogsmuna þar sem þverað var yfir Leiruvoginn að Gunnunesi.
Róið sem leið lá fyrir Gunnunes og inn Þerneyjarsund þar sem tekið var kaffi stopp í fjörunni sunna í Þerneynni.
Að loknu kaffistoppi var Þerney hringuð rangsælis og brunað til baka inn sundið milli Geldingarness og Þerneyjar.
Eitthvað busl var á mönnum í Veltuvík eins og búast mátti við.
Eitthvað mistókst hernaðaráætlun mín sem var á þá leið að róa leiðinlega leið þannig að undirritaður yrði ekki beðin um í bráð að taka að sér róðrarstjórn.
Menn höfðu á orði að leiðin væri flott, mikið fuglalíf og fín tilbreyting frá hinum hefðbundna Viðeyjarhring.
Flottur kvöldróður í góðum félagsskap.
Kv Össi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum