Félagsróður fimmtudaginn 23.maí

24 maí 2013 22:19 #1 by Bergþór
Bestu þakkir fyrir góðan félagaróður. Kannast einhver við að hafa slætt gleraugum með í sinn farangur úr búningsklefanum í gámunum. Ég sakna minna og tel mig hafa mislagt þau þar,

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 maí 2013 09:23 #2 by Siggisig
Það voru fjórtán ferskir ræðarar sem lögðu í hann í gærkvöldi í þessu líka fína veðri. Sú gula lét sjá sig og rauk hitinn í tveggjastafa tölu með það sama þannig að húfur og hettur voru teknar niður. Haldið var í vestur, róið fyrir Gufunes og sem leið liggur inn í Grafarvog að Gullinbrú. Menn og konur fengu tækifæri til að reyna sig við strauminn undir brúnni og björgunaræfingar voru teknar. Kaffistopp í vikinni undir Hamrahverfinu og síðan róið sömu leið til baka á Eyðið okkar við Gnes. Við fengum léttan mótvind síðasta legginn sem var hæfileg áreynsla í lok róðurs. Fínasti kvöldróður í góðum félagsskap, takk fyrir mig.
Sigurjón

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum