Stórstreymi

26 maí 2013 11:23 - 26 maí 2013 11:24 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Stórstreymi
Strumurinn í morgun var á sínum stað, en vindur á austan með straumi og þá verður alllt stilltara.
Nú hef ég samanburð á fallinu inn í gær og útfallinu í morgun.

Straumurinn inn undir brúna er áhugaverðari, fer meira í einn streng, en dreifir meira úr sér á útfallinu.

Kíki á þetta aftur á eftir upp úr kl. 15 og þá á vindur einnig að vera á móti fallinu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2013 22:19 #2 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re: Stórstreymi
Ég reikna með að koma og sulla smá með þér á sunnudag Gísli, ég var pínu upptekin í dag B)

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2013 22:13 - 26 maí 2013 08:11 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Stórstreymi
Mér barst til eyrn að einhverjir ætluðu að mæta kl. 9.
Örlygur vill vera síðdegis.

Ég reyni að mæta í bæði skiptin :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2013 18:19 #4 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Stórstreymi
Þetta er sama og gerist í mynni Hvammsfjarðar . Eyjarnar eru" búarþrengslin" Tankurinn er Hvammsfjörðurinn. Allt saman bara miklu stærra en grunnurinn sá sami. ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2013 18:08 - 25 maí 2013 21:49 #5 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Stórstreymi
Straumurinn var talsverður inn í Voginn áðan.
Einhver seinkun er á flóði og fjöru og á mesta straumi inn í slíkan "tank". Ég veit ekki hverju munar, hugsanlega 15- 20 mínútum og munur hæðar flóðs og fjöru ætti að vera aðeins minni fyrir innan. Þetta væri upplagt stærðfræðidæmi fyrir nema í verkfræði:
Gefin hegðun sjávarhæðar fyrir utan, gefin stærð á gati og gefin stærð á opnum tanki fyrir innan!

Bestu dagar ársins eru eftirfarandi, talan er munur flóðs og fjöru í metrum fyrir Reykjavík:
13. jan. 4,5
24. júl. 4,5
22. ágú. 4,5
11. feb. 4,3
26. maí. 4,3
24. jún. 4,3
19. sep. 4,3
27. apr. 4,2
5. des. 4,2
12. mar. 4,1
29. mar. 4,1
5. nóv. 4,1
27. feb. 4,0
7. okt. 4,0
20. okt. 4,0
Næsti dagur á undan og eftir eru svipaðir.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2013 11:43 - 25 maí 2013 22:08 #6 by Gíslihf
Stórstreymi was created by Gíslihf
Samkvæmt Almanaki HÍ er stórstreymt sunnudag 26. maí.

Þá eru góðar aðstæður til æfinga á sjókayak og kanó undir Gullinbrú og næsta dag á undan og eftir. Einnig má vel nota þessar aðstæður til að kynna undirstöðuatriði á straumkayak fyrir byrjendum, þar sem a.m.k. eitt eddy er út af hverju horni brúarinnar.

Ég ætla að kíkja á þetta laugardag og sunnudag og vildi helst sjá einhverja fleiri.
Mesti straumur laugardaginn 25.5. er um kl. 15:20.

Á sunnudag er það um kl. 10 og kl. 16
Það er því fínt að mæta kl. 9 (straumur út) og/eða kl 15 (straumur inn) í fjörið til að ná klukkutíma á undan í vaxandi straumi.

Ég fer á sjó við rampinn í bryggjuhverfinu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum