Sýningar okkar á Hátið hafsins

02 jún 2013 21:57 #1 by Ingi
Nú er okkar fyrstu Hátið hafsins lokið og ekki annað hægt en að vera ánægður með það. Ég vona svo sannarlega að við verðum með á næstu árum og náum að kynna okkar sýn á þetta sport með öryggi allra í huga.

Þeir sem komu með smíðagripi voru: Karl Laxdal, Eyjólfur Bjarnason, Sigurður Þórarinsson, Ingólfur Heiðarsson, Ingi Bogi Bogason, Ólafur Einarsson,Gísli Karlsson og Ingi Sigurðsson og Gummi sem kom með straumvatnskayak og Point 65.

Ræðarar sem komu í dag til að sýna æfingar voru: Þóra, Klara , Egill, Palli Gests, Sveinn Axel, Sigurjón M, Gísli S.K,.. man ekki meir.

Nú var fengið gjallarhorn og Gísli H.F. kynnti æfingar og veltur og kom það bara vel út í þetta sinn.

Fjöldi ræðara kom í gær og man ég eftir Hildi, Einari Sveini, Sævari, Gunnari Inga, Magnús Sigurjóns, og Siggi Sigrujóns + flestir sem komu aftur í dag. Svo voru nokkrir sem ég veit ekki nafnið á en ég von að þeir kvitti bara hér á eftir þessum pósti..

Þakka öllum sem hjálpuðu til,
Ingi
The following user(s) said Thank You: gudrunjons

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 jún 2013 21:41 #2 by Gíslihf
Þá er lokið þátttöku okkar í Hátíð hafsins (2013) og tókst mjög vel.

Ég var á "tjaldvakt" báða dagana, fólk skoðaði heimasmíðaða báta, grænlensk bátur Inga vakti stöðugt áhuga heimamanna jafnt sem erlendra ferðamanna, börnin fengu að setjast í straumbát Gumma J. og fleiri báta, ég fékk að heyra sögu "bátasmiðs" frá því hann var drengur í Ólafsvík og smíðaði bárujárnskajak, drengirnir frá Lindakirkju stóðu vaktina við sinn bát og svo má lengi telja.

Eftir veltusýningu í dag fannst mér meira spurt um klúbbstarfið og hefði vel mátt vera með "nafnspjald" frá klúbbnum með slóð á vefsíðuna, með tímum fyrir félagsróðra o.fl. Nú var ég með gjallarhorn til að lýsa veltu- og björgunarsýningunni, sem tókst vel.

Ég tel að við getum endurtekið þetta að ári og í því felist meiri tækifæri.
Rétt væri að fara yfir reynsluna og leggja drög að næsta viðburði.

Kv. GHF.
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 jún 2013 11:31 #3 by Gummi
Ég ætla að rúlla með einn straumvatnsbát sem krakkarnir geta sest í og fílað sig sem mikla könnuði.

Kv. Gummi J.
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 jún 2013 09:53 #4 by Þóra
í dag er mæting fyrir þá sem buðu sig fram fyrir björgunar og veltusýningu uppúr 14:00 við tjaldið, þetta á að byrja kl. 15:00. .Þeir sem buðu sig fram voru:
Sunnudagur
Sigurjón M
-Lárus
Páll G formaður
Sveinn Axel
Klara
Egill

Gaman væri að sjá fleiri mæta ef fólk hefur tök á.
Ég og Klara ætlum að róa svo e-ð áfram eftir sýninguna t.d. Í Nauthólsvík.
Kv. Þóra
6590099
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2013 22:38 #5 by Þóra
Sælir
Jú auðvitað er hægt að gera betur, ef einhver er spenntur fyrir að redda gjallar horni og halda smá tölu er sá hinn sami beðinn um að gefa sig fram hið snarasta.
Og ef þið sjáið þetta vel fyrir ykkur þá er ykkur velkomið að taka þetta að ykkur :), ég lít á þetta sem verkefni okkar allra. Ég hef meira gaman að framkvæma en að skipuleggja.
Bestu kveðjur Þóra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2013 20:45 #6 by eymi
Sé fyrir mér að það þurfi að vera maður á bakkanum með gjallarhorn, laða til sín áhorfendur, og útskýra svo hátt og skýrt hvað fer fram :)
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2013 20:38 #7 by Ingi
Sammála Gísla. Klúbbnum og kayaksmiðum til sóma en hægt að gera betur í kynningarmálum. Nokkkrar myndir:
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2013 19:19 #8 by Gíslihf
Innlegg Kayakklúbbsins á Hátíð hafsins gekk vel í dag og var til sóma.

Sýningin á heimasmíðuðum kayökum í sérstöku tjaldi er einstök og trúlega sú fyrsta sinnar gerðar hér á landi. Sýningin er vel upp sett og staldra margir við og skoða handverkið. Sérstaklega var gott að hafa Sigurð smið í tjaldinu með "opinn" bát og var hann stöðugt að svara spurningum um smíð slíkra báta.
Börnin vildu eðlilega fá að setjast í báta en það passar ekki við þessa dýrgripi, sem sumir eru viðkvæm smíð. Það væri ágætt að hafa eins og einn straumbát á grasinu til að leyfa krökkum að setjast í.
Veltu- og björgunarsýningin var góð en þó ekki vel heppnuð. Það var miður því að félagar okkar eru liprir og sýndu mikla færni við björgun og aðrar æfingar en þegar ég renndi augum til fólksins á bakkanum var mér ljóstað fáir skildu hvað var að gerast og enn fleiri voru að horfa í aðra átt eða vissu hreinlega ekki af þessum hóp á sjónum fyrir neðan.

Getum við bætt eitthvað úr þessu ?
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum