Gálgahraun - 08. Júní

10 jún 2013 10:36 #1 by Larus
Replied by Larus on topic Re: Gálgahraun - 08. Júní
Takk fyrir góðan túr.
Gestirnir Nancy Cameron Hill og Wayne Hill voru mjög ánægð með daginn, fannst að við værum góður hópur sem tekur vel á móti gestum
og merkilegt að það væri svona flottir staðir svo til innan borgarmarkanna.

Þau koma frá klúbb sem er við Boston - heimasíðan þar er: www.waldenqajaqsociety.org/

Þau eru bæði mjög áhugasöm um grænlensku hefðina og kenna og þjálfa veltur,
til dæmis koma grænlensk ungmenni til þeirra klúbbs til þjálfunar þar sem aðstæður eru mun betri en i kuldanum i Grænlandi.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jún 2013 12:08 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Gálgahraun - 08. Júní
Skemmtilegur dagur. Nokkrar myndir hér: picasaweb.google.com/1079951053218831184...er=0&feat=directlink

Takk fyrir okkur Ingi og Eva

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 jún 2013 20:33 #3 by gsk
Replied by gsk on topic Re: Gálgahraun - 08. Júní
Já, þakka fyrir ánægjulega ferð í dag.

32 bátar á floti í dag.

Gaman að sjá kunnugleg og ný andlit í ferðinni.

Nú er bara að halda áfram og mæta í næstu ferð á vegum klúbbsins og hafa ánægju af.

Þakkir,
GSK
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 jún 2013 19:30 #4 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re: Gálgahraun - 08. Júní
Nokkrar myndir frá deginum

picasaweb.google.com/1171820017015030408...mbhusatjorn8Juni2013

Takk fyrir okkur B)
Gummi J. og Sólveig
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 jún 2013 12:40 #5 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re: Gálgahraun - 08. Júní
Ég er komin með kerru. Get tekið 4-5 báta.
Verð í Gnesinu frá 8:45 til ca 9:00 fyrir þá sem vilja koma bátum þaðan.
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 jún 2013 10:28 #6 by gsk
Replied by gsk on topic Re: Gálgahraun - 08. Júní
Flott veður á okkur á laugardaginn.

Hvet konur og karla að mæta. Tilvalið tækifæri til að starta sumrinu.

Léttur og þægilegur róður í fallegu umhverfi.

Minni á póst Gunnars Inga um að það vanti pláss fyrir bát úr Geldinganesi.

kveðja,
GSK

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2013 19:24 #7 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re: Gálgahraun - 08. Júní
Það er einn búin að biðja um far fyrir bát frá Gnesi. Er einhver sem er með laust fyrir hann ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2013 13:44 #8 by Hannes
Replied by Hannes on topic Re: Gálgahraun - 08. Júní
Ég stefni að því að dusta vetrarrykið af búnaðinum og mæta á laugardaginn. Gálgahraunið er nú einu sinni í minni heimabyggð. Það er mjög gaman að róa meðfram hrauninu og svo hefur maður stundum tekið sér pásu í fjörunni fyrir neðan Bessastaði.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2013 13:20 #9 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Gálgahraun - 08. Júní
Við Eva komum. :) :cheer: :laugh:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2013 11:50 #10 by Klara
Replied by Klara on topic Re: Gálgahraun - 08. Júní
Ég og Þóra gerum ráð fyrir að mæta.
Sjáumst á laugardaginn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2013 10:23 #11 by Larus
Replied by Larus on topic Re: Gálgahraun - 08. Júní
hef i huga - takk , má eiga von á þínum félagsskap ??

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2013 20:51 #12 by Guðni Páll
Þetta á eflaust að vera skemmtiferð Lárus hafðu það í huga :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2013 19:19 #13 by Larus
Replied by Larus on topic Re: Gálgahraun - 08. Júní
Ekki spurning þetta verður róður aldarinnar,
við Kolla mætum i þetta, tökum með okkur tvo gesti, hjón frá vesturheimi.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2013 20:25 - 03 jún 2013 20:26 #14 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re: Gálgahraun - 08. Júní
Ég reikna með að slást í hópinn, en er að spá í að róa úr heimabyggð sem er Kópavogur.
Það er mjög gaman að róa um Lambhúsatjörn og skiptir þá litlu hvernig stendur á flóði eða fjöru. Hér á árum áður var hefð fyrir því að sigla inn í tjörnina fyrir bauju þar, ef hinn sálugi "Siglingaklúbburinn Vogur" sem var í Garðabæ hélt opnunarmót kæna sem var haldið í maí. Þá var oft þröng á þingi í minninu og miklir straumar sem gátu gert út af um sigurmöguleika sumra ef menn lentu á röngu falli eða logni.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2013 11:31 #15 by Sævar H.
Þetta svæði er mjög flott, sögulegt og myndrænt. Það er bara sá tími sem er valinn sem mér finnst óheppilegur vegna náttúrufarsins. Það er stórstraumsfjara kl 12:20.- þá er lítt ferðafært á bátum þarna um vegna grynninga. Besti tíminn er fyrir hálffallið . Bara koma þessu á framfæri. :unsure:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum