Sjókayakhátíð í Hólminum

01 jún 2007 17:04 #1 by SAS
Simon Osbourne er búinn að gera ferðinni skil með myndum og texta. Fín síða hjá þeim félögum sem inniheldur mikið af myndum frá ferðum þeirra í gegnum tíðinna.

Sjá nánar á: www.seakayakingcornwall.com/blog.html

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 maí 2007 02:44 #2 by Steini Ckayak
Já og takk kærlega fyrir okkur og einstaklega jákvætt viðmót og alla hjálpina við að gera þetta að veruleika.

kv. Steini og Rita:cheer:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2007 16:43 #3 by palli
Sé að Hannes Bjarna er búinn að setja inn slatta af nýjum myndum úr Hólminum, m.a. frá þyrlubjörguninni og sprettróðrinum. Annars er ég enn að bíða eftir heildarúrslitum í sprettróðrinum, en ef ég man rétt þá kepptu Halli og Óli Einars um 1. sætið og Halli vann, og Simon og Steini um 3. sætið og Simon vann með sjónarmun.

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2007 01:41 #4 by maggi
Frábær helgi þrátt fyrir smá kulda en hann gleymist fljótt.
þakka fyrir mig , Steini og frú eiga heiður skylið fyrir þetta frammtak sem er ekkert smá með alla þessa dagskrá.
hér eru nokkrar myndir,en gæðin ekki sem best.
community.webshots.com/user/maggi211100

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2007 21:27 #5 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Sjókayakhátíð Hólminum
Skemmtilegr seríur þetta, strákar.
Déskoti var hátíðin hressandi. Takk kærlega fyrir góðan félagsskap í hvívetna. Sjór, bjór og sundlaug. Nífalt húrra fyrir stórmeisturunum Ritu og Steina. Simon var líka alveg frábær fýr og skildi mikið eftir sig. Róðurinn við Arnarstapa í gær var hinn skemmtilegasti. Sjáumst á sjó í tíma og ótíma.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2007 20:19 #6 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Sjókayakhátíð Hólminum
Fleiri myndir frá mótinu um helgina er að finna á
picasaweb.google.com/SveinnAxel/2007_05_27KayakEirikurRaudi

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2007 19:07 #7 by Hannes
Frábær helgi og mjög ganglegt 3* námskeið.


Þeir sem vilja skoða myndir frá veltukeppninni geta farið inn á picasaweb.google.com/hbjarna/EirKurRauI2007Veltukeppni

Fleiri myndir frá Eiríki Rauða koma svo síðar. Bæði inn á þessa slóð og svo vef Kayakklúbbsins. B)

-Hannes

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2007 11:20 #8 by GUMMIB
Já þetta var mót í lagi. Kom í hús í gær eftir stanslausa skemmtun síðan á fimmtudaginn.
Þrátt fyrir frekar leiðinlega veðurspá lét fólk sig ekki vanta, fullt hús í bíóinu sem Simon
hélt fyrirlestrana sína. Námskeiðin og ferðirnar vel sótt og veðrið gerði þetta bara eftirminnilegra.

Steini og Rita eiga hrós skilið fyrir þetta framtak takk fyrir mig.

Guðmundur.:laugh: B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2007 04:51 #9 by palli
Hér er svo mynd af Simon þegar hann svífur til himins með sigmanninn í bóndabeygju. Það var gaman að því að hann var algerlega í skýjunum yfir þessari reynslu (bókstaflega reyndar) og varð skíthræddur þegar áhöfnin tók nokkur þyrlustönt yfir Hólminum ...
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2007 04:49 #10 by palli
Jamm, öldungis frábær skemmtun. Öll aðstaða og dagskrá til fyrirmyndar. Alveg rakið líka að fá frísklegt sjólag þegar maður er umkringdur bestu reynsluboltunum í bransanum. Þyrluatriðið stendur líklega uppúr - þvílík dómadags læti eru undir svona apparati. Var á 3* námskeiðinu hans Simons og það fór langt fram úr væntingum, bæði gæði kennslunnar og hve prófið var fróðlegt og lærdómsríkt. Ég held að við höfum öll verið sammála um það sem vorum á námskeiðinu. Bestu þakkir til Steina og Ritu fyrir þetta frábæra framtak. Meðfylgjandi mynd er tekin í róðrinum út í þyrlufjörið - var reyndar 90% oltinn 1 sek. eftir að ég tók myndina en það blessaðist.

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2007 12:43 #11 by Sævar H.
Þegar þetta er sett inn stendur kayakhátíðin´í Stykkishólmi sem hæst (hvítasunnudagur) Ég var í Hólminum í gær ,laugardag. Mikill fjöldi sjókayakmanna og kvenna var mættur á staðinn. Tvö námskeið voru í gangi og annað þeirra \"Stjarna 4 \" var haldið við aldeilis kjöraðstæður í NA 10 m/sek og ólgusjó.
Um kl. 13 kom síðan ein af okkar öflugu björgunarþyrlum og sýndu þyrluflug menn alveg frábæra takta við björgun og aðkomu frá ýmsum áttum. Í haugasjó utan við höfnina biðu einir tíu sjókayakmenn \"björgunar\" en ekki þótti ástæða til að taka nema einn úr sjónum ... Simon hinn breska, sjókayakkennara.
Uppúr kl 14 var síðan farið í almennanróður í 10-15 m/sekog haugasjó út frá Móvíkinni... feikna fjör og krefjandi róður. Undirritaður þufti síðan að yfirgefa samkvæmið og fara í bæjinn..Steina og Ritu er þakkað fyrir daginn. Meðfylgjandi er mynd frá þyrluathöfninni.

Post edited by: Sævar H., at: 2007/05/27 08:46

Post edited by: Sævar H., at: 2007/05/27 12:15<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2007/05/29 21:27
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum