Ferðadagskráin í sumar

18 jún 2013 08:58 #1 by siggi98
Glæsilegt framtak

Vill minna á
Ákveðið hefur verið að færa Jónsmessuróðurinn á laugardaginn 22. júní. Þetta er gert til að sem flestir geta komið með í þennan skemmtilega róður!Róið verður frá Hvammsvík, þetta er léttur róður og ætti að henta öllum. Mæting kl 21:00 við bryggjuna . Það hefur oft myndast skemmtileg stemning í Jónsmessuróðrum hjá okkur í Hvalfirðinum! Við munum grilla saman í fjörunni áður en lagt verður af stað. Áætlað er að róa af stað kl 22:00. Stefnt er að því að koma að landi aftur um miðnætti. Það verður eitt kaffistopp

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2013 19:57 - 17 jún 2013 19:59 #2 by Gunni
Við höfum svo viljuga og öfluga fjararstjóra í ferðanefnd að það er búið að bæta á dagskránna róðri þann 17. Ágúst; Hvalfjörður Hvítanes-Þyrilsey.
Sjá lýsingu á dagskrársíðu.
The following user(s) said Thank You: SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2013 23:12 - 17 jún 2013 19:58 #3 by Gunni
Minni á dagskránna . Fararstjórar eru að skila inn lýsingum á ferðum.
Á laugardag er róður um Gálgahraun frá Garðabæ og svo tekur hver viðburðurinn við af öðrum:
23. Júní - Jónsmessuróður
29. Júní - Kolgrafafjörður (útilega). Fjörðurinn er kominn aftur í fréttirnar og núna er þær að fallegum firði iðandi af lífi sem er annað en var í vetur.
06. Júlí - Reyðarvatn
13. Júlí - Kúagerði - Álftarnes
09. Ágúst - Breiðafjörður (útilega)
14. Sept - Þingvallaferð (Róið innan Þjóðgarðs)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum