Ég var á ferðini eftir að Reynir fór þar um og þá var mikið um að vera hjá ungu fólki sem var að láta ungviðið prufa. Við lokuðum og læstum þar sem þau voru með lykla og voru niðri í fjöru að njóta lífsins. Hvað gerðist eftir það veit ég ekki.
Ég held samt að það væri ráð að skoða fjargæslubúnað og einnig væri hægt að breyta læsinguni á hurðini úr því að vera flaga í það að lítil einföld stýring með svokölluðu Gagna-GSM korti þar sem aðilar ýmist senda inn SMS eða hringja til að opna hurðina væri töluverð hagræðing. Með því væri einfaldlega hægt að slökkva á útrunnum félagsgjöldum, þar sem mjög auðvelt er að stjórna því hverjir hafa aðgang auk þess að ef kerfið hrynur er ekkert annað að gera en að senda inn leyfileg símanúmer aftur utan úr bæ. Auk þess að ef einhver læsir sig úti er hægt að hringja í vin (væri hægt að fá að hringja hjá einhverjum hundaeigenda) og biðja um að opna fyrir viðkomandi. Þá værum við laus við flögurnar og gætum að auki séð hverjir hafa verið að ganga um gámin síðastir, reyndar án þess að læðast inn bakdyramegin.
Kv. Gummi J.