Kaffigámurinn

09 jún 2013 11:43 #1 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re: Kaffigámurinn
Ég var á ferðini eftir að Reynir fór þar um og þá var mikið um að vera hjá ungu fólki sem var að láta ungviðið prufa. Við lokuðum og læstum þar sem þau voru með lykla og voru niðri í fjöru að njóta lífsins. Hvað gerðist eftir það veit ég ekki.

Ég held samt að það væri ráð að skoða fjargæslubúnað og einnig væri hægt að breyta læsinguni á hurðini úr því að vera flaga í það að lítil einföld stýring með svokölluðu Gagna-GSM korti þar sem aðilar ýmist senda inn SMS eða hringja til að opna hurðina væri töluverð hagræðing. Með því væri einfaldlega hægt að slökkva á útrunnum félagsgjöldum, þar sem mjög auðvelt er að stjórna því hverjir hafa aðgang auk þess að ef kerfið hrynur er ekkert annað að gera en að senda inn leyfileg símanúmer aftur utan úr bæ. Auk þess að ef einhver læsir sig úti er hægt að hringja í vin (væri hægt að fá að hringja hjá einhverjum hundaeigenda) og biðja um að opna fyrir viðkomandi. Þá værum við laus við flögurnar og gætum að auki séð hverjir hafa verið að ganga um gámin síðastir, reyndar án þess að læðast inn bakdyramegin. :blink:

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 jún 2013 23:33 #2 by Reynir Tómas Geirsson
Slökkti ljós í kaffigámnum og læsti með hengilásnum tryggilega á gáminum við hliðina um kl. 14.30-14.45. Það var greinilega áður búið að reyna að brjótast inn í kaffigáminn, en ég athugaði ekki annað en vegsummerkin þar og tók ekki í húninn af því hurðin var eðlilega lokuð. Reynir TG

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 jún 2013 20:38 #3 by GUMMIB
Kaffigámurinn was created by GUMMIB
Sæl öll

Var að skila bátnum í Geldingarnesið núna seinnipartinn. Labbaði hring um gámana til að athuga hvort allt væri í lagi. Hurðin á kaffigámnum stóð opin, ljós kveikt og enginn á staðnum.

Það verður að passa uppá þetta taki til sín sem eiga.

Kveðja
GUMMIB

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum