Ferðanámskeið

31 júl 2013 22:23 #1 by SPerla
Replied by SPerla on topic Re: Ferðanámskeið
Megið gera ráð fyrir mér :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 júl 2013 22:16 #2 by maggi
Replied by maggi on topic Re: Ferðanámskeið
þetta verður væntanlega endurtekið á næstu vikum
The following user(s) said Thank You: gudmundurs

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 júl 2013 18:12 #3 by gudmundurs
Replied by gudmundurs on topic Re: Ferðanámskeið
Ég er mjög spenntur fyrir þessu námsskeiði. Hvenær má búast við að næsta verði?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 júl 2013 15:09 - 31 júl 2013 23:09 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Ferðanámskeið
Við sem tókum þátt í þessu skemmtilega litla ævintýri, með þorskveiðum, flökun, steikingu á hlóðum, að höggva rekavið í eldinn o.m.fl. höfum fengið opinbera hamingjuósk fyrir að hafa lokið ferðanámskeiði (ISKGA Camp Craft) hér á Korkinum.
Við höfum þó ekki greitt fyrir og ekki fengið skriflega viðurkenningu fyrir árangursríka þáttöku.

Verður eitthvað alvöru framhald á þessu kerfi eða er það andvana fætt?

Áhugavert væri að heyra frá Magga um það.

PS: Góður punktur hjá Sævari um framfarir í gerð salernisholna. Það er einmitt heitt mál í umræðunni um ferðamál hér á landi nú. Erlendir gædar rétta fólki sínu salernisrúllur og senda þau svo í móann eða bak við steina við fossinn fagra. Laugaveginn er aðeins hægt að ganga án þess að falla í öngvit af örnafnyk vegna þess að nefið verður ónæmt fyrir H2S eins og Bjarni hefur frætt okkur um.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jún 2013 14:22 #5 by Ingimundur
Replied by Ingimundur on topic Re: Ferðanámskeið
Þakkir sömuleðis Orsi og Maggi, þetta var fróðlegt námskeið og alltaf ánægjulegt að heyra reynslu- og kennslusögur, frá öðrum þátttakendum einnig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jún 2013 20:10 #6 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Ferðanámskeið
Þetta hefur verið flott hjá ykkur.
Ég hef aðeins einu sinni gist í tjaldi í Viðey.
Síðan eru liðin 62 ár.
Við nokkrir félagarnir innan við fermingu fengum lánaðan lítinn árabát um Hvítasunnu -rerum úr í Viðey lágum við í 2 nætur og 3 daga og skoðuðum Viðey - tíndum kríuegg og átum og fleira skemmtilegt.
Svona var tíðarandinn þá. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jún 2013 19:07 - 23 jún 2013 19:26 #7 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re: Ferðanámskeið
Þakkir til allra. Nú hefur ISKGA formlega hafið göngu sína hérlendis og gaman fyrir alla hlutaðeigandi að hafa tekið þátt í fyrsta námskeiðinu í þessu kerfi. Bæði okkur Magga sem erum að stíga okkar fyrstu skref í áherslum og námskrárgerð - og þá sem slógu til með þátttöku. Allir að læra.

Fleiri Camp Craft námskeið eru svo fyrirhuguð á næstunni. Og öllum opin, hvort heldur þeir eru að afla sér þekkingar á kayakferðum með tjald og fullan búnað - eða þurfa endilega að fara alla leið og öðlast ISKGA réttindi. Það er þetta sem er svo áhugavert; allir græða, nýliðar jafnt sem stjörnuliðar. Og að lokum sérstakar þakkir til Magga fyrir að ryðja brautina og hafa hlutina í sínum traustu höndum.

Innilegar hamingjuóskir til þeirra sem luku:

Gísli H. Friðgeirsson
Gísli S. Karlsson
Guðrún Jónsdóttir
Gunnar Ingi Gunnarsson
Hörður Kristinsson
Ingimundur Stefánsson
Lárus Guðmundsson
Sveinn Axel Sveinsson
The following user(s) said Thank You: Ingimundur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jún 2013 19:39 #8 by Ingimundur
Replied by Ingimundur on topic Re: Ferðanámskeið
Það er verður gaman að sjá Magnús og Örlyg framkalla granít og 6 m há tré :) En kannski má æfa sig á blágrýtisklöpp og girðingastaurum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jún 2013 13:57 - 19 jún 2013 13:57 #9 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Ferðanámskeið
Best að mæta til að sjá hvað þið bjóðið upp á.

Svona alþjóðleg gædun gæti hæglega borist til Grænlands eða British Columbia þannig að það þarf að geta tekist á við að tjalda á ísjaka, granítklöpp eða í skógarjaðri þar sem hengja þarf matinn upp í tré ! :huh:

Kv. GHF

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jún 2013 10:46 #10 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Ferðanámskeið
Frá Magga Sigurjóns:

Vegna félagsróðursins, þá verður fundurinn á fimmtudag kl. 17:00 í Geldingarnesinu
Eftir fundinn er tilvalið að vera með í félagsróðrinum.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2013 17:04 #11 by maggi
Replied by maggi on topic Re: Ferðanámskeið
Sammála þér um þetta Sævar enda er þetta mjög ofarlega í kennslu áætlun okkar ef allir tilvonandi kayakfararstjórar helga sér ummgengisvenjur Kayakklúbbsins þá erum við í góðum málum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2013 15:10 #12 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Ferðanámskeið
Frá því ég fór að ferðast um á kayak í ferðahópum kringum árið 2000 hafa orðið framfarir.
Mesta framförin finnst mér vera sú að þegar land er tekið og tjaldbúðir hafa verið reistar- þá fer fram sú athöfn -að finna góðan stað fyrir sameiginlegt salerni. Þegar staður hefur verið valinn - er grafin hola sem að stærð og dýpt er talin nýtast hópnum meðan á viðdvöl stendur. Settur er einfaldur merkibúnaður sem gefur til kynna hvort salerni er upptekið eða laust. Og að viðdvöl lokinni er mokað yfir holuna og torfrista sett yfir. Og komi maður þarna aftur að ári er þessi torfrista orðin að fögru og kjarnmiklu grasi. :P
Þessi nýlunda í ferðum Kayakklúbbsins er tiltölulega ný af nálinni ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2013 14:56 - 17 jún 2013 14:58 #13 by maggi
Replied by maggi on topic Re: Ferðanámskeið
Ég vil endilega taka það framm að það eru allir velkomnir að taka þátt bæði byrjendur og lengra komnir og líka gamlingjar ;


kv Maggi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jún 2013 19:38 #14 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Ferðanámskeið
Hvað er " ISKGA Camp Craft " ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jún 2013 16:44 #15 by maggi
Ferðanámskeið was created by maggi
Sæl öll

Á fimmtudaginn kemur verður haldið ISKGA Camp Craft námskeið þetta er prufunámskeið sem við Örlygur stöndum fyrir.

Þetta er ferða námskeið fyrir kayakræðara og gildir til ISKGA réttinda.

Það verður mæting á Eldshöfða 16 á fimmtudaginn 20. juni kl 17 þar verður farið yfir efnið lauslega og svo mætum við í Geldingarnesið
kl 17 á föstudeginum með báta og tjöld klár í róður með næturgistingu í enhverri eyjunni á sundunum.

Það verður komið aftur í Geldingarnes um hádegi á laugardeginum þá er þetta búið.

Þeir sem hafa áhuga á þessu námskeiði endilega verið í sambandi við Magga í síma 8973386 eða msig@simnet.is

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum