23 bátar lögðu upp frá höfuðstöðvunum áleiðis til Viðeyjar sunnanverðrar, Palli Reynis fremsti bátur og Örlygur rak lestina.
Við Fjósakletta voru teknar smá tækniæfingar og bakk.
Eftir kaffistopp i nágrenni við Viðeyjarstofu var haldið heim á leið, 4 ræðarar fóru áfram umhverfis Viðey en restin elti Sigurjón og Þóru sem voru fremstu bátar í þrautakóng þar sem reynt var að halda þéttri röð og gera ýmsar kúnstir á leiðinni meðfram suðurströnd Viðeyjar.
Nokkrir tóku tilboði um björgunaræfingar við Fjósakletta á heimleiðinni.
Frekar stuttur róður með tilboðum um allskonar tæki og björgunaræfingar sem grá upplagt er að æfa sem mest til að auka færni ræðara.
lg