Stór straumur 24. júní 2013

26 jún 2013 21:58 #1 by Gummi
Ég setti saman smá myndskeið af æfingum okkar Gísla undanfarið.





Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2013 13:23 #2 by Gíslihf
Þetta er að koma, en Gummi virtist geta þetta með hliðarhallanum einum, án þess að beita árinni nema sáralítið!

Ég er einnig að reyna að ná þessari tækni á kanó, að láta strauminn draga mig yfir með hliðarstýringu (hanging draw).

Allt vill lagið hafa og þegar ég reyndi að fara þetta með látum um helgina á kanó fór púlsinn á fullt.
Sprettþjálfun vantar, róður okkar á sjó á oftar skylt við skokk eða langhlaup.

KV. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2013 22:21 #3 by SAS
Hér er mynd af Gísla HF, nokkuð ljóst að hann er ekki að leika sér í straumi í fyrsta skipti


kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2013 20:05 #4 by Gíslihf
Það var ekki leiðinlegt að æfa í straumnum undir Gullinbrú áðan.
Þar voru Klara, Sveinn Axel, Eymi, Lárus, Gummi J. B., Gísli Karls og undirritaður.
Þóra var í áhorfendastúku auk margra annarra sem stóðu af og til á göngubrúnni.

Gummi Björgvins er eini straumræðarinn og sýndi okkur hvernig maður þverar strauminn úr lygnu í lygnu án of mikillar fyrirhafnar.
Við hin reyndum svo að ná svipuðum töktum.

Gummi raðaði nokkrum stórum steinum út í við annan bakkann til að búa til öldu, en það þarf öflugri verktaka til, þótt Gumm sé sterkur :)

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jún 2013 22:00 #5 by Gíslihf
Nokkrir ræðarar munu mæta til leiks undir Gullinbrú (á morgun) þriðjudag 25.6. í strauminn.

Straumur inn voginn verður mestur upp úr kl 16:40 eða um fimmleytið.
Best er að vera kominn fyrr, til að venjast, en gera má ráð fyrir óvæntum veltum við þessar aðstæður.

Sjáumst, Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jún 2013 19:12 - 23 jún 2013 19:13 #6 by Gíslihf
Við Gummi voru þarna frá kl. 15 til að ganga fimm og það var frábært.
Verst finnst mér að þurfa að velja hvort ég nota aðstæður fyrir sjó- eða straumkeip eða kanó!
Ég skipti tímanum í þetta sinni milli straumbáts og kanó og Gummi reyndi að kenna mér að hanga í lítill öldu.

Á morgun, mánudag best að vera þarna kl. 16 og næsta klukkutíma á eftir.
Eins og sjá má á Easytide er þriðjudagur jafngóður, munur flóðs og fjörlu 4,3 m báða dagana.

Það er því tækifæri til að fara undir Gullinbrú í æfingaróður á þriðjudag, en besti tíminn byrjar um kl. 16:40 þannig að ef menn fara rúmlega fimm á sjó og róa frá Geldinganesi er allt fjörið búið þegar þeir koma á staðinn.

Kv. Gísli H F

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jún 2013 12:57 #7 by SAS
Tilvalið að mæta og taka "sundlaugaræfingu"

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jún 2013 11:31 #8 by Gummi
Miðað við að það virðist vera blásandi fjara í Rvk klukkan 12:05 í dag þá er flott að vera klár klukkan 15 undir Gullinbrú til að leika sér í Grafavoginum.
Ekki ætti veðrið að spilla fyrir upplifunini.

Ég mæti og verð tilbúin undir Gullinbrú kl 15 og er tilbúin að miðla smá reynslu úr straumvatnsróðri til áhugasamra, kenna að ferja (ferryglide), finna lygnu (eddy), finna bakstreymi (backdraft), finna straumskil og fleira nothæft stöff til að hjálpa sér áfram í vatninu. Reikna síðan með að Gísli H.F. mæti með Kano og fleira til að leika sér á.

Frábær eftirmiðdagur framundan hjá okkur sem mætum til að hafa gaman af ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jún 2013 19:21 #9 by Gíslihf
Ég vek athygli á því að næstu stórstraumur er mánud. 24. júní.
Þá er hægt að nýta strauminn undir Gullinbrú og í mynni Skógtjarnar.
Tímarnir eru í Almanaki HÍ og á slóðinni
easytide.ukho.gov.uk/EASYTIDE/easytide/S...ion.aspx?PortID=0819

Mín reynsla er að straumurinn inn í Grafarvog um 3 tímum eftir fjöru er áhugaverðastur.

Sá 24. er mánudagur þannig að ef einhver hefur frekar tíma á sunnudaga þá eru aðstæður einnig þokkalegar daginn á unda og eftir.
Annars er þetta bara einn dagur í mánuði.
Ég reyni að nýta aðstæður og mæti í bryggjuhverfi með mismunandi báta og hvet aðra til að skoða málið.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum