Langisjór

31 júl 2013 17:36 #1 by Ingimundur
Replied by Ingimundur on topic Re: Langisjór
Það verður skyndilega mun meira spennandiað róa Langasjó! Ef fært er og veður um verslunarmannahelgi þá er ég til í ferð ef einhver vill taka þátt.

kv.
Ingimundur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 júl 2013 14:55 - 31 júl 2013 23:10 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Langisjór
Takk fyrir þennan fróðlega pistil Bjarni.

Það er að vísu orðið of seint þetta sumar að róa þarna um bjarta sumarnótt, en ég er alltaf með það bak við eyrað að skella mér þegar gott tækifæri opnast, bæði hvað veður og færð snertir og svo persónulega hagi.

Það er gott að fá að vita að skýtalykt venjist.
Þetta er svona fræðileg framsetning á því hjá þér, sem afi minn orðaði þannig að "svo lengi megi illu venjast að gott þyki".

Ef ástandið væri mjög slæmt held ég maður mundi koma sér upp í hlíðarnar norðan við Langasjó upp fyrir brennisteinsvetnið því það er þyngra en loft ef ég man rétt og hættulegast að fara ofan í lautir.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jún 2013 14:42 #3 by bjarni1804
Langisjór was created by bjarni1804
Nú hlýtur að fara að styttast í að Vegagerðin opni veginn inn að Langasjó og ekki ólíklegt að einhverjir hyggi á róður þar. Þetta er fallegt svæði og stórkostlegt að róa um, ekki síst á björtum sumarnóttum.

Skaftá rann í norðurenda Langasjávar þar til um miðjan sjöunda áratuginn að hún færði sig og fór norður fyrir Fögrufjöll og svo suður með þeim austanverðum. Í norðurenda Fögrufjalla má enn sjá leifar íss frá þeim tíma er jökullinn lá upp að þeim. Undir Skaftárjökli eru tvö jarðhitasvæði, sem bræða ísinn yfir sér svo þar safnast bræðsluvatn í katla, sem tæmast svo nokkuð reglulega til Skaftár og valda hlaupum.

Ég vil nefna tvennt, sem vert er að hafa í huga, ef róið er inn að norðurenda Langasjávar og gist þar.

Annað er að nú er orðið nokkuð langt frá síðasta hlaupi úr stærri katlinum svo búast má við stóru hlaupi þaðan hvenær sem er. Þess eru nokkur dæmi að fari úr báðum kötlum samtímis, sem veldur þá enn stærra hlaupi. Verði hlaup stórt þá breiðir áin mjög úr sér og því er rétt að tjalda ekki þar sem lægst er við norðurenda Langasjávar heldur á eilítið hærra landi öðru hvoru megin.

Hitt er að Skaftárhlaupum fylgir brennisteinsvetni, H2S , þetta er gastegund, sem rýkur upp úr hlaupvatninu. Lyktin af brennisteinsvetni er auðþekkjanleg, þ.e. hveralykt/skítalykt. Þetta er sú lykt sem nef okkar er hvað næmast fyrir. En sá galli er á að það þarf ekki mikið brennisteinsvetni svo nefið fái of mikið og hætti að nema það.

Ef ræðarar eru þarna inn frá, þegar hlaup er, og finna lyktina, að ég tala ekki um ef vindur er af ánni, þá er ástæða til að hyggja að brottför. Ef það gerist við þessar aðstæður, að lyktin minnkar eða fer, þá er full ástæða til að ætla að magn brennisteinsvetnis sé að aukast í loftinu og koma sér burt strax.

Það, sem gerir brennisteinsvetni hættulegt , eru áhrif þess á lungu og augu. Þegar það blandast vatni, t.d. í andrúmsloftinu eða í augum myndar það brennisteinssýru. Í augum skemmir það hornhimnuna, tímabundið, svo það verður sárt að hafa augun opin. Hornhimnan lagast á nokkrum dögum, ef tilfellið er ekki því verra.

Það er vonandi að þessi pistill verði ekki til þess að draga úr nokkrum að róa endilangan Langasjó, en hjálpi þeim, sem það gera til að þekkja það, sem þarf að varast.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum