Bessastaðasund 4 julí Gæsla

05 júl 2013 15:05 - 05 júl 2013 15:06 #1 by Gíslihf
Já sigurjón, þú hefur verið með hatt B) - en væri ekki betra að sundfólkið væri með hjálma með alla þessa kayaka ofan við sig i öldunni?

Lárus er venjulega á undan okkur í tækninni, best að fara að æfa hagígí líka. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 júl 2013 09:46 - 10 júl 2013 13:30 #2 by siggi98
Kayakklúburinn var með gælsu af kayak ásamt Hjálparsveitinni í Garðabæ sem var á bátum.

Fimmtudaginn 4.júlí var hið svokallaða Bessastaðasund synt í fjórða skiptið. Tvær vegalengdir voru í boði 4,5 km og 2,4 km. Þeir sem syntu lengri leiðina byrjuðu sundið við Lambhúsatjörn, sunnan við Bessastaði, en þeir sem syntu styttri vegalengdina hófu sundið við Ranann á Bessastaðanesinu og synntu síðan inn í Nauthólsvík. Á þessari leið gátu sundmenn lent í straumum bæði við Bessastaðalónið og eins við Kársnesið.

Það var heyfing á sjónum og öldur. Maður tekur hattin ofan fyrir þessu sundfólki að gera þetta í þessum aðstæðum.

Það var vaskur hópur sem mætti til leiks úr klúbnum.
Undirritaður
Gísli Karls
Gummi Breiðdal
Hörður
Lárus
Kolla
Gunnar Ingi

Var fólk greinilega ánægt með viðveru okkar enda sáu kayakfólk til þess að 4 sundmenn kæmust í bátana. Gummi hjálpaði einum sem var kominn með krampa, ég hjálpaði tveimur sem sáu ekki fram á kára og Gísli sendi bát eftir einum sem var svo einbeittur að komast í mark að hann synnti framhjá markinu og var á leiðinni inní botn. Var biðstíminn nýttur í ýmsar æfingar. Sást að Lárus hafi verið að æfa The Haghighi vel.

Þetta var hin besta skemmtun í alla staði.

kv
Sigurjon M

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum