Loks nýr þurrgalli

05 júl 2013 23:58 - 05 júl 2013 23:59 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Loks nýr þurrgalli
Þetta er mjög flottur þurrgalli og vel búinn þægindum . Hetta er mikill kostur . Allur frágangur virðist mjög góður. Og sýningarmanninum gekk mjög vel að renna rennilásnum á herðunum og loka. Á LOMO gallanum sem ég fékk mér í vetur er svona rennilás- en það er ekki mjög gott fyrir einn að loka og opna hann. Til lukku með svona eigulegan grip Gísli H.F

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 júl 2013 23:46 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Loks nýr þurrgalli
Ég vinn ekki í GG sjósport og held ég hafi fengið eina eintakið sem þeir voru með núna,
en pöntun í flestum stærðum er væntanlega og mér skilst að gallinn muni verða á 165 þús.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 júl 2013 18:02 #3 by eymi
Replied by eymi on topic Re: Loks nýr þurrgalli
Fín auglýsing... en hvað kostar gripurinn?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 júl 2013 15:21 - 05 júl 2013 15:22 #4 by Gíslihf
Ég var að fá mér nýjan þurrgalla hjá GG - gerð Typhoon XTREME.
Hann er ódýrari en Kokatat, en er einnig í toppflokki og með ýmis þægindi.
Mitt eintak er "við vöxt" á mig, en getur þá einnig nýst sem lánsgalli innan fjölskyldu á hærri einstaklinga.

Gamli Kokatat gallinn er orðinn þreyttur eftir eina hringferð og fjögurra ára allmikla notkun í viðbót.
Viðgerð á slitgötum er vafalaust komin vel yfir 100 þús. kall.
Þetta er eins og með gamala bíla, viðhaldskostnaðurinn vex með aldri.

Það er líka vont að vilja helst ekki taka þátt í veltum og annarri skemmtun og æfingum vegna þess hve ónotalegt er að verða blautur og kólna á eftir. Þannig að ég bíð bara eftir næsta tækifæri og næsta leiðinlega veðri til að láta reyna á búninginn.

Ef einhver er að leita að "high end" galla þá er hér kynningarmyndband:


Svo er hægt að fá helmingi ódýrari þurrgalla og er það mat hvers og eins eftir efnum og ástæðum og væntanlega því hve mikil væntanleg notkun verður og við hvaða skilyrði.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum