Róður Nauthólsvík - Geldinganes, 17. júlí 2013

20 júl 2013 10:47 #1 by Ingimundur
Skemmtileg ferðasaga, greinilegt að maður þarf ekki að fara langt til að njóta skemmtilegs umhverfis sem býður upp á fjölbreyttni, þ.m.t. þjónustu!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 júl 2013 16:45 - 19 júl 2013 16:52 #2 by bjarni1804
Róðrasaga
Þann 17. júlí sl. rerum við þrír, Smári, Einar og Bjarni úr Nauthólsvíkinni og inn að Geldinganesi. Það hreyfði vart vind alla leiðina og sjólag eftir því. Við áðum fyrst í Sörlaskjólsfjörunni til að rétta úr okkur, en vestan í Nesvellinum héldum við upp á að kominn var hádegisverðartími . Þessi kafli er aldeilis frábær í lygnu og sólskini, það sér víða til botns til að skoða sjávarlífið auk fugla og mannlíf ofansjávar.
Við Hólmann vorum við svo skoðaðir af stórum sel, rétt „innan seilingar“. Þar gat og að líta tvo menn renna 2.ja manna ásetubáti niður stórgrýtið í grjótvarnargarðinum til róðra. Þeir hafa kannski ekki vitað af sandfjörunni norðan megin í Örfiriseynni. En við héldum bara okkar kúrs á virðulegum ísetubátunum inn til Reykjavíkurhafnar. Eftir hring í höfninni var tekið land í slippnum, undir skut fjarskylds ættingja, rækjutogara frá Royal Greenland. Smári var sá einni, sem hafði tekið plastið með sér svo það dæmdist á hann að splæsa kaffi og súkkulaðiköku á kaffihúsi fyrir neðan Búlluna. Svo flottir vorum við í göllunum að afar hugguleg afgreiðsludama kallaði okkur „herrar mínir“ og ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Jááá, . . . . maður er fantasexí í Kokatat og svuntuna lafandi framan á.
Fljótlega eftir að út úr höfninni var komið var tekin stefna á Hrafnslaupinn, svo vitann utan Skarfakletts, hvar hópur Pólverja dró sér smákola utan laga og reglna um strandveiðar. Síðasta áning var í Viðey og nú var mikið gott að rétta úr löppunum. Síðasta spottan skiptumst við Smári á árum. Hann hafði orð á að það væri nú meira „dræv“ í þeirri evrópsku, en mér fannst nú Grænlandsprikið fara nokkru mildilegar með aldraðar axlir. Þetta þarfnast nánari skoðunar.

Þetta urðu 25,6 km, sem farnir voru á ca. 7 tímum.
Myndir[/url]plus.google.com/u/0/photos/1152029969169...15202996916985857038[/img]

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum