Undir árar I

23 júl 2013 21:24 - 23 júl 2013 21:29 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Undir árar I
Það var góður straumur inn undir Gullinbrúna í dag. Ég bauð vinnufélaga með mér á kayak.
Hann er óvanur, hefur prófað smá róður í Stykkishólmi fyrir löngu.
Við dúndruðum okkur þá bara í samfloti niður strauminn og héldum svo áfram æfingum þar sem var aðeins hægar.
Það er þó nokkuð lúmskt svæðið, því að uppstreymi og hringiður koma óvænt langt inn frá brúnni og oft á nýjum stöðum.

Ég hélt þetta væri bara fyrir vana menn, en með góðum stuðningi getur þetta verið spennandi kynning fyrir nýja, en þeir verða þó að vera til í að velta og lenda á sundi hvenær sem er. Toglínan var svo notuð til að komast upp strauminn til baka.

Á MORGUN 24.7. MÆTI ÉG MEÐ KANÓ - um kl. 16:30. það væri fínt að sjá einhverja aðra á kayak og svo er auðvitað laust sæti fyrir ræðara á indjánabátnum :)

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 júl 2013 17:25 - 23 júl 2013 20:49 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Undir árar I
Það sást til sólar í dag hér á höfuðborgarsvæðinu og það var hæg gola.
Sem sagt gott róðrarveður fyrir venjulegt kayakfólk.
Ég lagði upp frá rampinum í Arnarnesvogi um kl 14 í dag og réri út fyrir Kársnesið í Kópavogi, þaðan sem ég þveraði Skerjafjörðinn yfir á Álftanes.
Réri síðan vestur með því og inná Seyluna.
Þegar nálægt vesturströnd Seylunnar var komið snéri ég til baka og með Álftanesinu-allt að sundinu við Lambhúsatjörn. Þar fór nú að færast fjör í róðurinn- það var komið bullandi aðfall og mikil straumólga þegar ég þveraði yfir í Gálgahraunið og síðan austur með því. Stundum miðaði mér aftur á bak í straumkastinu.
Þetta minnti mjög á Breiðafjörðinn nálægt Brokey.
Síðan hélt ég för áfram og inn að Bryggjuhverfinu og lenti við rampinn góða að loknum 10.42 km róðri án stopp eða landtöku.
Og sólin var enn á lofti þegar ég hélt heim á leið. :P
Þetta er afbragðs róðrarsvæði en nokkuð þarf að stilla inná sjávarstrauma þarna við sundið inn í Lambhúsatjörn- til gamans. ;)
Þetta var róðrarleiðin. Rautt er straumólgusvæðið
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 júl 2013 12:16 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Undir árar I
Þetta eru góðar hugleiðingar hjá þér Gísli.
Nú er að nýta veðrið til róðra.
Ég hef verið að skreppa í Arnarnesvoginn til æfingaróðra - ef ég skyldi fara í Breiðafjarðarferðina.
Það er bráðnauðsynlegt að róa - svona 10 km á dag 3-4 x í viku og í 1 mánuð, ætli menn og konur að vera við öllu búin í 3ja daga útileguferð utan vegasambands.
Það getur reynt á þol og róðrarúthald-þó róðrarleggir séu stuttir-blási vindar á móti.
Já, róðaraelítan uppi Héraði- í sumarblíðunni. Ég hef þetta bara eftir Guðna Páli .
Ábyggilega er elítan ekki öll þarna-þannig að alveg ástæðulaust er að halda að menn séu dottnir út- séu þeir sunnan heiða í garðvinnu :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 júl 2013 11:20 - 23 júl 2013 13:28 #4 by Gíslihf
Undir árar I was created by Gíslihf
Fyrirsögnin segir ekki mikið - að setjast undir árar merkir bara að taka til starfa.
Svo væri góð fyrirsögn Áróður, sem gæti þýtt straumróður.

Það er nokkuð langt í næstu ferð og lítið að gerast hér en þó er líklegt að einhverjir fari í æfingaróður kl. 17 í dag. Sjálfur ætla ég að vera undir Gullinbrú heldur fyrr.

Ég veit ekki hver "elítan" sem Sævar nefnir að sé fyrir austan er en efalaust eru flestir fjarri borginni í sumarleyfi.
Ég er rólegur heima og var að slá blettinn fáklæddur í 20 stiga hita.

Austfjarðaþokan tefur nú Guðna Pál, hún hefur sumum þótt tilefni til að semja tónlist um, aðrir villast í henni.
Það er reyndar einstaklega skemmtilegt að fara í fjallgöngu þarna fyrir austan ef menn rata upp úr þokunni, hún liggur þá eins og hvít ullarvoð ofan í fjörðunum. Vonandi hverfur hún brátt svo Guðni Páll geti brunað af stað, helst í suðurfalli.

Kapparnir fjórir sem eru að róa á Auði frá Noregi til Íslands nálgast nú Suðurey í Færeyjum hratt og örugglega og gætu verið komnir í land um síðdegiskaffi. Þeir misstu stýri eins og Guðni Páll á Suðuströndinni en veður er gott og áhöfnin hefur nú róið hvíldarlaust í rúma þrjá sólarhringa. Getur nú hver og einn hugsað um til hvers hann kynni að duga, þegar reynir á þrjósku og þrautseigju.
www.staging.tracscape.com/tsp/LoginServl...wIms?resolution=1600

STÓRSTRAUMUR er á morgun 24. júlí og svipaðar aðstæður í dag og næstu tvo daga. Ég bendi því að góðar aðstæður til æfinga undir Gullinbrú.
Flóð í dag er um sjöleytið (18:55) og þrem tímum fyrr, um kl. 16 er mestur straumþunginn inn. Svo er að um 45-50 mín seinna hvern dag. Sex tímum fyrr er útfallið mest en þá er straumþunginn þó minni.

Njótið blíðunnar þegar hún kemur, það er auðvelt að missa af henni :unsure:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum