Fyrirsögnin segir ekki mikið - að
setjast undir árar merkir bara að taka til starfa.
Svo væri góð fyrirsögn
Áróður, sem gæti þýtt straumróður.
Það er nokkuð langt í næstu ferð og lítið að gerast hér en þó er líklegt að einhverjir fari í æfingaróður kl. 17 í dag. Sjálfur ætla ég að vera undir Gullinbrú heldur fyrr.
Ég veit ekki hver "elítan" sem Sævar nefnir að sé fyrir austan er en efalaust eru flestir fjarri borginni í sumarleyfi.
Ég er rólegur heima og var að slá blettinn fáklæddur í 20 stiga hita.
Austfjarðaþokan tefur nú Guðna Pál, hún hefur sumum þótt tilefni til að semja tónlist um, aðrir villast í henni.
Það er reyndar einstaklega skemmtilegt að fara í fjallgöngu þarna fyrir austan ef menn rata upp úr þokunni, hún liggur þá eins og hvít ullarvoð ofan í fjörðunum. Vonandi hverfur hún brátt svo Guðni Páll geti brunað af stað, helst í suðurfalli.
Kapparnir fjórir sem eru að róa á Auði frá Noregi til Íslands nálgast nú Suðurey í Færeyjum hratt og örugglega og gætu verið komnir í land um síðdegiskaffi. Þeir misstu stýri eins og Guðni Páll á Suðuströndinni en veður er gott og áhöfnin hefur nú róið hvíldarlaust í rúma þrjá sólarhringa. Getur nú hver og einn hugsað um til hvers hann kynni að duga, þegar reynir á þrjósku og þrautseigju.
www.staging.tracscape.com/tsp/LoginServl...wIms?resolution=1600
STÓRSTRAUMUR er á morgun 24. júlí og svipaðar aðstæður í dag og næstu tvo daga. Ég bendi því að góðar aðstæður til æfinga undir Gullinbrú.
Flóð í dag er um sjöleytið (18:55) og þrem tímum fyrr, um kl. 16 er mestur straumþunginn inn. Svo er að um 45-50 mín seinna hvern dag. Sex tímum fyrr er útfallið mest en þá er straumþunginn þó minni.
Njótið blíðunnar þegar hún kemur, það er auðvelt að missa af henni