Síðsumar kvöldstemning á kayakróðri.

27 júl 2013 11:08 - 27 júl 2013 11:20 #1 by Össur I
Þetta sem Sævar er að minnast á hérna að ofan er eitthvað sem ég er sko hjartanlega sammála um:)
Hef svo oft verið þessi pirrandi dúd sem er alltaf að tuða um nákvæmlega þetta sem hefur verið að "fara inná" Sævar.
Þetta óþarfa massíva utanumhald þegar aðstæður eru þannig að engin þörf er á, svo oft þegar (að mínu mati) þörf er á að beita þéttu utanuhaldi þá er stundum allt í lausari taumum.
Held að það viti flestir sem hafa heyrt mig tuða um þetta hvað ég er að tala um :)
Við mættum skoða hvort þetta er eitthvað sem væri hægt að bæta.
Ég er þeirrar skoðunnar að það geti nefnilega alveg eins fælt frá ræðara sem eru að stíga sín fyrstu skef í krefjandi aðstæðum ef utanumhaldið er ónægt og mönnum finnast þeirra ekki "gætt".
eins og þegar utanumhaldinu er beitt óþarflega stíft við aðstæður þar sem hættur er hverfandi og óhætt að gefa aðeins slakari taum.
Öryggisstefnan er nauðsynleg engin vafi þar á en það þarf að beita henni misstíft miðað við þær aðstæður sem eru í hvert skipti.

Nú eru hinssvegar aðstæður hjá mér þannig að ég fer á sjó (oftar en ekki solo) þegar færi gefst milli bleyjuskipta. Kannski ekki til fyrirmyndar samkvæmt
Góður félagi skiptir öllu, aldrei einn á ferð
Öryggisstefna félagsróðra

kv öi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 júl 2013 23:23 #2 by Sævar H.
Tek undir þetta Lárus .
Það er tekið frábærlega og af þolinmæði á móti nýliðum.
Þið sem mest komið að því eigið heiður skilinn.
Það er allt annað sem ég hef verið að láta fara inná mig- en það er massívt utanumhald þegar engin sýnileg þörf er á. Öðru gegnir þegar vindur og sjólag kallar á þéttingu hópa - þá er það hreint öryggismál-allra.
Kvöldið í gær var dæmigert um aðstæður þegar hópur hinna reyndari gat á eðlilegan hátt óskað fráviks.
Það var nú það sem ég var að dásama - og við í hópnum. :) Takk.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 júl 2013 21:49 #3 by Larus
Róður gærkvöldsins var mjög fínn enda stillt veður og sléttur sjór og einmitt þess vegna gat róðrarstjóri verið áhyggjulaus þegar eldri ræðarar völdu að yfigefa hópinn og taka lengri róður, allt vanir ræðarar sem spjara sig vel.

Öryggisstefnan var hinsvegar að virka vel i gær þar sem þrír ó-eða lítt vanir ræðarar voru með í för og lengd róðurs og hraði tók mið af getu þeirra, sem reyndar stóðu sig mjög vel.
Á heimleiðinni voru iðkaðar björgunaræfingar og tóku nokkrir sína fyrstu félagabjörgun við frábærar aðstæður í volgum sjó undir eftirliti og með tilsögn reyndari ræðara.
Það má ekki gleymast að það eru allir byrjendur i fyrsta skipti og það er stefna klúbbsins að taka vel á móti öllum þeim sem hafa áhuga á að prufa kayak og veita þeim tilsögn tíma og athygli.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 júl 2013 13:32 - 26 júl 2013 13:33 #4 by Sævar H.
Sæll Gísli H.F
Það er mynd af öllum þessum róðrarfélögum - held þú kannist við þá alla.
Því miður hefur þessi útfærsla á "öryggisstefnu" reynst alveg hundleiðing. En þó eru nokkrir róðrarstjórar , nokkuð góðir Meira segja þú einn af höfuðsmiðunum ert að róa einn og yfirgefinn í straumkasti. Alveg hreint til fyrirmyndar. :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 júl 2013 13:17 #5 by Gíslihf
Það er merkilegt Sævar, þeir eldast þessi félagar okkar :lol: Hverjir voru annars þessir átta eldri alsælu (öryggisstefnu) anarkistar?

Það er annars að komast í tísku í bókmenntaheiminum svona eldra afreksfólk, sem brýtur af sér fjötra hrumleika og býður samfélaginu byrginn.
Skemmst er að minnast Gamlingjans, sem strauk af elliheimilinu (Hundråringen som klev ut genom fönstret och fösvann) og kvikmyndar Friðriks Þórs, Börn náttúrunnar.

Sjáfur var ég undir Gullinbrú í innfallinu í gær á kanó, frá kl. 17:30 og fram í kvöldmat og orðinn of lúinn til að bæta félagsróðri við.
Þar ræður fallatíminn en ekki einhver stundaskrá B) Einhver hefur líklega haft áhyggjur af karli, því að tveir stæðilegi lögreglumenn birtust á brúninni við biðskýli Strætó og vildu vita hvort allt væri í lagi og hvort ég væri bara einn! Ég benti þeim á vestið og símann og smellti mér svo í s-beygju yfir strauminn til að sanna að ég réði við leikinn.

Ég er að reyna að ná færni á kanó með ýmsum æfingum, en er því miður venjulega einn í því.
Það vantar hins vegar ekki áhugann hjá börnunum sem eru að leika sér í grenndinni.

Kv. Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 júl 2013 11:50 - 26 júl 2013 12:23 #6 by Sævar H.
Þegar ég mætti í Geldinganesinu rétt fyrir kl. 18:30 í gærkvöld þ. 25. Júlí, var mjög milt veður og sjórinn sem spegill.

Tveir eldri félagar voru komnir á sjó til sjálfsbjörgunaræfinga með árafloti.
Gagnmerk aðferð við að koma sér í kayakinn eftir að hafa oltið.
Sérstaklega ef menn eru einir á sjó.
Það var ný aðferð sem var verið að æfa-svokallaður“ hælkrókur“
Og á að horfa virtist þetta afar einfallt og skilvirkt hjá þeim félögum.
Þeir runnu upp í bátinn að því er virtist átakalaust.
Myndband er af þessari aðferð hér á síðunni.
Hælkrókur hefur reynst vel hér á landi- einkum í bændaglímunni íslensku. :P

Síðan var haldið í félagsróðurinn.
Það var margmenni – bæði konur og karlar af öllum aldurskeiðum-flott lið.
Nokkuð margir voru óvanir.

Þegar komið var að Sundbakka á austurenda Viðeyjar varð það að ráði, að höfðu samráði við róðrarstjórann, hana Þóru Atladóttur-að 8 eldri kayakræðarar myndu hætta í skipulögðum félagsróðri og halda áfram á eigin vegum –allt vant fólk.

Þetta háttarlag var samþykkt.

Við þessi, átta ,héldum síðan áfram SV með Viðey og tókum kaffistopp á Eiðinu.
Þar var sammælst um að róa vestur fyrir Viðeyna .
Og þegar komið var mótsvið Kambinn á eynni norðanverðri var veðrið ,sjólagið‘ skýjadumbungurinn í miðsumars kvöldhúminu orðið svo yfirþyrmandi heillandi-að ákveðið var að róa norðanmegin við Geldinganesið.
Sumir vildu bæta hringferð um Lundey við.
Kayakræðarar héldu svona lauslega hópinn-vissu hverjir af öðrum – en það ríkti frelsi á hafinu og við landið.
Hver réri með sinni andgift.
Frumherjum fyrri ára í sportinu fannt ný gullöld runnin upp.
Það var alsæll 8 ræðarahópur-þar af ein kona- sem tók land austanmegin í Geldinganesinu eftir 13 km æfintýra kayakróður um Sundin blá á þessu magnaða síðsumarkvöldi.
Kvöldkaffi undir syðri Eiðishólnum í austurey Viðeyar
Á þeim 13 árum sem ég hef stundað kayakróðar hafa orðið alger umskipti á aldursamsetningu kayakræðara.
Ég var alltaf lang – lang elstur.
Nú er ég bara elstur.
Þetta er frábær þróun.
Kayaksportið er ekki aldurstengt sport.
Hægt er að stunda það óháð aldri.

Mér alltaf hugstætt viðtalið sem ég las í erlendu kayakblaði, við 84 ára gamla kayakkonu suður í Honolulu á Hawai eyjum.. Hún réri um 10 km 4-5 x í viku og hélt sér liðugri með hula-hula dansæfingum á kvöldin.
Alsæl með sitt.

Smávegis meira góðgæti frá kvöldinu
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum