Þegar ég mætti í Geldinganesinu rétt fyrir kl. 18:30 í gærkvöld þ. 25. Júlí, var mjög milt veður og sjórinn sem spegill.
Tveir eldri félagar voru komnir á sjó til sjálfsbjörgunaræfinga með árafloti.
Gagnmerk aðferð við að koma sér í kayakinn eftir að hafa oltið.
Sérstaklega ef menn eru einir á sjó.
Það var ný aðferð sem var verið að æfa-svokallaður“ hælkrókur“
Og á að horfa virtist þetta afar einfallt og skilvirkt hjá þeim félögum.
Þeir runnu upp í bátinn að því er virtist átakalaust.
Myndband er af þessari aðferð hér á síðunni.
Hælkrókur hefur reynst vel hér á landi- einkum í bændaglímunni íslensku.
Síðan var haldið í félagsróðurinn.
Það var margmenni – bæði konur og karlar af öllum aldurskeiðum-flott lið.
Nokkuð margir voru óvanir.
Þegar komið var að Sundbakka á austurenda Viðeyjar varð það að ráði, að höfðu samráði við róðrarstjórann, hana Þóru Atladóttur-að 8 eldri kayakræðarar myndu hætta í skipulögðum félagsróðri og halda áfram á eigin vegum –allt vant fólk.
Þetta háttarlag var samþykkt.
Við þessi, átta ,héldum síðan áfram SV með Viðey og tókum kaffistopp á Eiðinu.
Þar var sammælst um að róa vestur fyrir Viðeyna .
Og þegar komið var mótsvið Kambinn á eynni norðanverðri var veðrið ,sjólagið‘ skýjadumbungurinn í miðsumars kvöldhúminu orðið svo yfirþyrmandi heillandi-að ákveðið var að róa norðanmegin við Geldinganesið.
Sumir vildu bæta hringferð um Lundey við.
Kayakræðarar héldu svona lauslega hópinn-vissu hverjir af öðrum – en það ríkti frelsi á hafinu og við landið.
Hver réri með sinni andgift.
Frumherjum fyrri ára í sportinu fannt ný gullöld runnin upp.
Það var alsæll 8 ræðarahópur-þar af ein kona- sem tók land austanmegin í Geldinganesinu eftir 13 km æfintýra kayakróður um Sundin blá á þessu magnaða síðsumarkvöldi.
Kvöldkaffi undir syðri Eiðishólnum í austurey Viðeyar
Á þeim 13 árum sem ég hef stundað kayakróðar hafa orðið alger umskipti á aldursamsetningu kayakræðara.
Ég var alltaf lang – lang elstur.
Nú er ég bara elstur.
Þetta er frábær þróun.
Kayaksportið er ekki aldurstengt sport.
Hægt er að stunda það óháð aldri.
Mér alltaf hugstætt viðtalið sem ég las í erlendu kayakblaði, við 84 ára gamla kayakkonu suður í Honolulu á Hawai eyjum.. Hún réri um 10 km 4-5 x í viku og hélt sér liðugri með hula-hula dansæfingum á kvöldin.
Alsæl með sitt.
Smávegis meira góðgæti frá kvöldinu
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330