Þegar heim var komið frá síðasta félagsróðri sá ég póst frá Gunnai Inga um að Grænlenski veltumeistarinn væri á landinu og langaði i róður, þökk sé Facebook er heimurinn ekki mjög stór þegar kemur að kayakfólki og við hér á landi erum orðinn nokkuð kunn nokkrum af stóru nöfnunum i sportinu.
Ég hringdi og vakti kappann upp og bauð honum i róður, hann var kátur með það og ég sótti kappann svo á hótel daginn eftir.
Kolla lagði til Romany svo að við rérum Viðeyjar hring, tókum veltur og spjölluðum, það var ansi gaman að skoða hvað þetta lék i höndunum á honum, hvort heldur sem það voru veltur eða róður, hann er mörgum félögum kunnur eftir námskeið síðasta sumar.
Hann hefur unnið Grænlensku keppnina tíu sinnumog siðast nú fyrir skömmu og því ekki ónýtt að fá einkatilsögn hjá sönnum meistara.
Eftir róðurinn héldum við svo heim í mat til Kollu )
Ísland er oft i alfaraleið fyrir þessar stjörnur sportsins og þvi upplagt að reyna að hitta menn og læra af þeim eins og maður getur.
lg