Leiðtogafræði ferða

31 júl 2013 15:43 - 31 júl 2013 16:00 #1 by Gíslihf
Venjulega er ákveðið fyrirfram með samkomulagi eða reglum hvernig forystu er háttað. Óvæntar aðstæður geta þó breytt öllu.

Í Kayakklúbbnum gildir t.d. öryggisstefna þar sem gert er ráð fyrir fararstjóra og róðrarstjóra, í hópferðum um landið eru venjulega bílstjóri og fararstjóri eða leiðsögumaður sem vinna saman, á sjó er gert ráð fyrir Skipstjóra/stýrimanni og vélstjóra.
Málið verður svo flóknara ef við tökum með stjórn klúbbsins, þann sem gerir út hópferðina og útgerðina í landi í síðasta tilvikinu.

Hinn almenni kayakræðari, ferðamaðurinn í rútunni eða hásetinn á sjó horfa venjulega aðeins til eins, sem svarar spurningum og gefur fyrirmæli.
Hvað gerist í ákvðarðanatöku og hvernig verða samskiptin hins vegar ef upp koma hættulegar aðstæður?

Dæmi:
1. Veður vesnar skyndilega, hópurinn hrekst í sundur og nokkrir velta eða hverfa milli eyja og skerja.
2. Rútan festist úti í miðri á.
3. Vél skipsins bilar skammt frá strönd (dæmi: Pelagus í Vestm.)

Ég er ekki menntaður í þessum fræðum, en vil velta upp spurningum sem kunna að auka skilning fremur en taka þátt í orðaskaki.

Hvað sem líður svörum við þessum þrem tilvikum vil ég benda á vefsíðu um mismunandi leiðtogahlutverk:
www.nols.edu/about/leadership/leadership_roles.shtml

Sjá má að öryggisreglur klúbbsins falla undir fyrsta formið "sérvalin forysta" (designated leadership) hvort sem um einn róðrarstjóra er að ræð eða hlutverkum skipt með tilteknum hætti, en hin formin eru, og ég læt þau vera hér á ensku:
2. Active Followership:
Supporting and following the designated leader participating in group decision making by giving input and seeking clarity,
3. Peer Leadership:
the team works together and supports each other in achieving group goals, each team member sees what needs to be done and does it
4. Self Leadership:
each person takes care of self so he/she can take care of the group, everyone shows personal initiative and character

Margt fleira má skoða á þessari vefsíðu, t.d. um mismunandi færniþætti sem prýða mega góðan leiðtoga:
www.nols.edu/about/leadership/leadership_skills.shtml

Þetta er allt skemmtilegt til umhugsunar og spurning hvort einhver úr okkar hópi hefur farið gegnum slíkan NOLS skóla.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 júl 2013 18:19 - 28 júl 2013 18:33 #2 by Gíslihf
Umræða og leit að besta skipulagi við stjórn ferða á vegum Kayakklúbbsins er angi af mun stærra samhengi en fram hefur komið á vefsíðu klúbbsins. Leiðtogafræði eru hátt skrifuð og líklega eru þekktir kennarar á því sviði hæstlaunuðu fyrirlesarar sem um getur. Þessi fræði eru trúlega helst kennd í herskólum og svo í virtum viðskiptaháskólum. Sagan er full af dæmum um fræga leiðtoga í þeirri merkingu að fjöldinn fylgdi þeim: Gandhi, Maó, Mandela, Hitler, Churchill og mörg önnu nöfn sem finna má á listum á netinu en ég vil gjarna draga fram Sir Ernest Henry Shackleton.

Hann reyndist slíkur leiðtogi í leiðangri á skipnu Endurance 1914-17 þegar það var malað í spýtnabrak af rekís við Suðurskautslandið að enginn leiðangursmanna týndi lífi. Það væri afar áhugavert að rýna betur í þá sögu og læra um leiðtogafærni þegar á reynir.

Öryggisstefna félagsróðra tekur mið af enskum BCU reglum og gilda þær reglur gjarna erlendis þar sem þátttakendur greiða fyrir ferðir, leiðsögumaðurinn er eini stjórnandi ferðar, hann hefur formlega viðurkennda færni, hann ber ábyrgð, þarf að hafa ábyrgðartryggingu og vinnur oftast fyrir ferðaþjónustuaðila eða klúbb, sem er lögaðili.
Þetta hentaði vel sem fyrirmynd með aðlögun fyrir okkur, þegar litið var til þess að í félagsróðra koma byrjendur, sem treysta á að fá tilsögn og tryggt öryggi, hliðstætt og þegar byrjendum er boðið á jökul, í köfun eða klifur þar sem slysahætta er. Enda þótt starf klúbbsins sé sjálfboðastarf jafningja og áhersla lögð á að hver beri ábyrgð á sjálfum sér, a.m.k. lagalega, þá getum við ekki sneitt hjá hinni siðferðilegu ábyrgð þegar aðrir treysta okkur fyrir öryggi sínu. Jafnframt var það ljóst að slys geta gert út af við slíkt áhugamál.

Stór kostur við BCU-módelið er að við getum og höfum sótt námskeið og þjálfun í því.
Hins vegar getur það virst vera of langt gengið "overkill :) " þegar margir góðir ræðarar fara saman.
Við sem höfum verið í BCU þjálfun erum þó vön að fara í hlutverkaleik og þannig hefur þetta oft verið í félagsróðrum.
Það að vera róðrarstjóri í félagsróðri er því tækifæri til að halda við færni sinni, sem síðar kann að reyna á.

Öryggisstefna klúbbferða er svipuð, en þar flækti hin mikilvæga menningartengda fararstjórn málið - og eðlilega eru þá skiptar skoðanir um stjórnunarformið, þar sem um getur verið að ræða frávik frá hefðbundnu skipulagi frá toppi og niður, eða "beinu einveldi".
Sumarferðir klúbbsin eru "litlir leiðangrar" og því er áhugvert að sjá umræðu eins og fram kemur í eftirfarandii grein:
blogs.hbr.org/cs/2011/04/expedition_leadership_in_the_w.html
Þar er því haldið fram að besta þjálfun fyrir verðandi leiðtoga sé að taka þátt í leiðangri um óbyggðir.
Stjórnunin eigi ekki að vera top-down, heldur byggja á virkri þátttöku allra.

Að lokum vona ég til að þessi umræða verði til þess að auka innsýn okkar í hvernig góðir leiðtogar vinna, hvað getur best átt við í klúbbstarfinu og það geti síðan nýst í öðru samhengi hjá hverjum og einum.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum