Hvalfjörður - Hvítanes- Þyrilsey

19 ágú 2013 21:10 #1 by ingibogi
Við Halla teljum okkur reynslunni ríkari eftir laugardaginn. Okkur fannst við aldrei vera í raunverulegri hættu þótt hressilega blési í móti. Kannski var það reynsluleysið sem olli því.

Eftir stendur fjölbreytileg og eftirminnileg ferð í góðum hópi. Það var gaman að sjá hve margir eru þrautþjálfaðir og leggja manni gott til.

Við hlökkum til að vera aftur með í einnar árar ferð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 ágú 2013 16:00 #2 by siggi98
Hér koma nokkrar myndir úr ferðinni

plus.google.com/114401003765744600291/posts/F5ACq5VRpib

kv
Sigurjon

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 ágú 2013 15:58 - 18 ágú 2013 16:25 #3 by Gíslihf
Ég hef þegar fengið nokkrar ábendingar um það sem bætur mátti fara í stjórnun ferðarinnar. Ef einhver er með fleiri punkta má senda mér línu á gislihf@simnet.is
Það helsta sem komið hefur fram er:
  1. skilaboð til hópsins máttu vera skýrari
  2. stjórnunarstíll átti að vera ákveðnari við þessar aðstæður
  3. tilgangur og staða fyrsta manns var ekki nógu ljós fyrir hópnum
  4. endurskoða átti áætlun þegar vindstrengur sást á sjónum í fjarska
  5. virkja mátti fleiri með því að para (2-3) fólk saman a.m.k. þegar vænta mátti erfiðleika
Reynslan er besti kennarinn. Ég fór nýlega með feðga á kayak í fyrsta sinn. Pabbinn hlustaði á fræðslu mína í fjörunni, en þegar hann valt óvænt byrjaði hann á að reyna að synda upp fastur í svuntunni. Það gekk ekki, þá fór hann, í kafi, að rifja upp og reyna að muna hvað átti að gera næst: Renna höndum fram eftir bríkinni, grípa í svuntubandið og losa svuntuna, beygja höfuð að hnjám, ýta á bríkina, rúlla sér út.
Við sem höfum farið gegnum BCU þjálfun höfum öll lært það sem hefur stuttnefnið CLAP, (Communication, Line of sight, Avoidance, Position). Það er fróðlegt að leggja þau grunnatriði sem mælikvarða yfir allt sem gerðist í ferðinni en það á ekki beint erindi á þennan almenna félagavef. Ef ég væri prófdómari hefði ég fellt mig á fjögurra- eða fimm-stjörnu prófi sjókayak-leiðsögumanna fyrir C- og A-þættina í þessari ferð.
Þessi "létta ferð fyrir byrjendur" reyndist verða frábær þjálfun fyrir mig og aðra vana ræðara og vonandi gott ævintýri fyrir alla.
Siggi, sem ferðin var upphaflega gerð fyrir, var þreyttur í lok ferðar en með skoðskynið í betra lagi en allir aðrir.

Kv. Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 ágú 2013 09:12 #4 by Þorsteinn
Takk fyrir mig. Þetta var lærdómsrík ferð. Einhver hefði sagt á vissum tímapunkti, nú er eins ára ferð orðin þriggja, snúum við. En þá hefðum við líka misst af reynslunni. Þarna reyndi á forystu, hörfa eða halda stefnu á takmarkið. Þarna voru málin leyst af yfirvegun og varkárni. Og við vorum svo heppin af hafa frábært þjálfað fólk til að hjálpa upp á þar sem þurfti.
Hér eru nokkrar ljósmyndir
picasaweb.google.com/1134423785559865712...I9QE&feat=directlink
The following user(s) said Thank You: msm

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 ágú 2013 00:32 #5 by smari
Núna verður Halldór Sveinbjörnsson kajak kóngurinn að taka ofan kórónuna og hneigja sig um leið og hann réttir Guðna Páli krúnuna
og helst að taka 3 skref til baka og segja; núna hlusta ég á þig.
Guðni Páll var kletturinn í þessari ferð og sýndi mikla snild og hefur greinilega hæfileika á þessu sviði líkt og Messi á fótboltasviðinu.
Þakka Þóru og Einari fyrir góðan stuðning. Alltaf er Einar Sveinn hjálpsamur með kajakkerruna sína og rukkar aldrei neinn um olídropa.

Það var leitt að hafa ekki getað verið með í þessum fjöruga róðri,var búin að hlakka mikið til.
Það kom sér líka vel fyrir suma að hafa tilbúin bíl og kerru til taks.

Þakka Gísla H fyrir góða yfirvegun sem hann sýnir alltaf og gerði sitt besta í brælunni.

Smári R

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 ágú 2013 22:27 #6 by bjarni1804
Ég þakka fyrir mig, flott og eftirminnileg ferð, sem varð að vísu tilþrifameiri en mitt sálartetur vænti í upphafi ferðar. Þar kemur tvennt til: Reri um stund í slíkum mótvindi, að Þerney, að ég mátti hafa mig allan við að fara ekki aftur þó róið væri fram. Hitt var svo Hvítanesaldan, maður lifandi. Það var þrotlaus barátta við að tolla á rétum kili, sem þó hafðist með samstilltu átaki lipurs líkama sem og rólegs og æðrulauss hugar. :woohoo: :woohoo:

Þakka róðrarstjóra og þeim, sem héldu utan um hópinn fyrir vel unnið starf.

Smári veitti svo ómælt af alvöru kóki og McIntosh öllum þeim, sem skiluðu sér aftur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 ágú 2013 21:33 #7 by runarola
Takk fyrir góða ferð. Það er frábært að fá tækifærii til þess að takast á við krefjandi aðstæður í hópi sem þessum. Með reyndu og vel þjálfuðu fólki sem leggur sig fram um að tryggja öryggi okkar minna reyndu. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 ágú 2013 21:21 #8 by Gíslihf
Má þar kenna nokkurrar Þórðargleði hjá samherja vorum Örlygi?

Ekki verður greint mjök grannt frá sárum og spjótalögum í bardaga þessum á skjá okkar.

Koma mátt þú í næstu hildi og spyrja frétta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 ágú 2013 20:51 #9 by Jónas G.
Hæ, er hérna með nokkrar myndir úr ferðinni.
Kv. Jónas

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 ágú 2013 20:00 - 17 ágú 2013 20:13 #10 by Sævar H.
Róið með Þyrilsnesi

Þettta varð hinn skemmtilegasti róður hjá okkur þó vindstrengir Hvalfjarðar hafi leitt ræðara á ýmsa staði .
Hann varð einkar harður vindstrengurinn sem Þyrill magnaði upp á um km kafla milli Þyrilsnes og Þyrilseyjar.
Um 20 m/ sek og hviður.
Sumir tóku land í Þyrilsnesi og aðrir undir Múlafjalli en flestir tóku land á Þyrilsey.
Það reyndi mjög á okkar frábæra forystufólk róðursins, þau Gísla H.F , Guðna Pál og Þóru.
Öll stóðust þau álagið með mikilli prýði.
Guðni Páll sýndi einkar mikla hæfni við eina félagabjörgun og togaðstoð .
Allt var þetta vel skipulagt - en vindstrengir sem skyndilega skella á á þessum slóðum í Hvalfirði eru sannalega óvæntir og öflugir.
Veður til loftsins var mjög gott.
Og kaffipásan okkar sem tókum land í Þyrilsey - notaleg.
Þegar róið var frá Fossá á heimleið gerði góðan vindstreng þvert yfir leið og alda gerðist kröpp og mikil.
Allir stóðust það með miklum sóma.
Ferðafélögum og Gísla H.F róðrarstjóra er þakkað fyrir daginn sem og Smára R fyrir skipulag hans.

Fáeinar myndir
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 ágú 2013 19:48 - 17 ágú 2013 19:59 #11 by Gíslihf
Lokið er eftirminnilegri ferð, auglýst af erfiðleikastigi sem ein ár en varð líklega þriggja-ára erfið, þegar til kom.
Á sjó voru 19 bátar og í landi var Smári, með bíl og kerru til þjónustu reiðubúinn og hafði hann undirbúið þessa ferð eftir föngum.
Hann efndi til ferðarinnar til heiðurs vini sínum Sigga Karls, sem hefur misst heilsu og krafta undanfarið, en langaði til að fara í slíkan róður.
Það gladdi mig sérstaklega að allt gekk vel hjá Sigga og hann lauk róðri með sóma.

Bátur minn var þyngri er almennt gerðist í þessari ferð, enda var þar viðgerðarbúnaður, fyrstuhjálparpakki, neyðartjald, aukaleg ullarundirföt og -peysa, búnaður til að loka lestaropum, belgir til að blása út ef mikill leki kæmi upp, varaár, hjálmur, nóg vatn, prímus, auka Jeff Allen kasttoglína og loks sími í vatnsheldu hylki og talstöð. Ástæðan var að mér var falið hlutverk róðrarstjóra og með stuttum fyrirvara einnig umboð fararstjóra þar sem hann gat ekki róið vegna meiðsla. Ekker af þessum búnaði nýttist þó þegar vindur buldi fyrirvaralaust á okkur ofan af Þyrli og við áttum eftir innan við 10 mín. róður að Þyrilsey. Þar sem matar- og menningarhlé var fyrirhugað en Sævar flutti okkur pistla um merka sögu þessa svæðis, þeim sem enduðu í Þyrilsey. Vindhraðinn varð 15 - 20 m/s og rótaði upp krappri öldu á nokkrum minútum, Veður.is hafði spáð um 5 m/s, vindmælir á Botnsheiði sýndi 10 m/s en þegar strengurinn kom niður Botnsdalinn og Síldarmannagötur magnaðist hann upp í 15 - 20 m/s.

Ég, leiðsögumaðurinn, var staddur aftarlega í hópnum og sá hann tvístrast. Hefðu þarna verið reynslulausir ferðamenn í ævintýraferð með 1-2 leiðsögumönnum, hefði líklega orðið hópslys og hvítir botnar sjókeipa, fyrirvaralaust á hvolfi, hefðu sett svip á Botnsvoginn.
Þessi hópur var afar blandaður að getu og reynslu, sumir þurftu aðstoð, sumir gátu séð um sig og þriðji hópurinn var óðar kominn í hjálpar og stuðningsverkefni.

Fjögurra manna hópur hörfaði að landi sunnan við Botnsvoginn og tveggja manna hópur hörfuðu undan vindi og tóku land utar með Þyrilsnesi. Í bakaferð sameinuðst allir á ný utan við Fossárós.

Með fyrirhyggju og ákveðnari stjórnun hefði leiðsögumaður getað séð til þess að hópurinn hefði aldrei lent í þessum aðstæðum, en þegar svo var komið tók við kerfi sem leiðsögumaður hafði ekki tök á að stjórna. Hann varð einn af þeim hópi sem sýndi frumkvæði og vissi hvað gera þurfti á hverjum stað. Ekki skyldi vanmeta það sem gerðíst þannig án þess að unnt væri að tala saman. Þjálfaðir félagar sýndu úr hverju þau voru gerð og stóðu sig með sóma.

Það er heiður að vera í hópi sem vinnur eins og einn maður þegar á reynir. Ekki er á neinn hallað þó að ég þakki Guðna Páli sérstaklega sem leysti mörg verkefni vel af hendi.

Gísli H. F.
The following user(s) said Thank You: Jónas G.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2013 18:31 #12 by Sævar H.
Það stefnir allt í flotta róðrarferð um innanverðan Hvalfjörð á morgun.
Þó ég ætli ekki að gerast einhver vindhani núna, þá stefnir í ágætis Hvalfjarðarveður .
Hvorki meira né minna en tveir Íslandshringfarar mæta til ferðar.
Og ferðafélagar sem tilkynnt hafa mætingu - allt gott kayakfólk og ferðafélagar.
Já, ég var krafinn sagna um einhverja fróðleiksmola tengda Hvalfirði.
Það mun reynt að standa undir því.
Tveir stuttir pistlar bíða uppistands í henni Þyrilsey.
Annar þeirra heitir " Maríuhöfn " :)
Hinn heitir " Jörð í álögum " :ohmy:
Og þar sem tveir vísindamenn verða með í för - þá er efni í hvorum pistli, sem gæti fengið fyllri umfjöllun. ;)
Ég stefni á að verða laust fyrir kl 10:00 í fyrrmálið við hliðið að Hvítanesi .

Sjáumst

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2013 17:46 #13 by palli
Ætli ég missi ekki akkúrat passlega af ykkur ... Legg af stað úr Hvammsvík við annan mann og 11 kúnna um 11 leytið - tek líklegast stefnuna á Hvammshöfðann og svo Hvítanesið. Þannig að ef þið sjáið 13 báta á sjó þá ber ég ábyrgð á þeim hóp :)

Góða skemmtun á morgun

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2013 15:33 #14 by msm
Takk fyrir það.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2013 14:36 - 16 ágú 2013 14:37 #15 by Óli Egils
Reikna með að mæta, passlega langt miðað við að hafa ekki farið á sjó í heilt ár :) Óli Egils

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum