Grenivík/Húsavík

12 jún 2007 10:40 #1 by maggi
Mikið Rétt þetta er ein ferð og verður farið frá Ólafsfyrði þann 24/6 samhvæmt dagskránni.
Öll skráning fer fram hjá kayakklúbbnum kay , og vil ég ítreka þetta er ferð fyrir vana ræðara .
sjáumst kveðja Maggi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2007 02:50 #2 by Gíslihf
Komið þið sæl ferðafélagar.
Ef ég skil niðurstöðu þessarar umræðu rétt þá er aðeins um eina ferð og einn hóp að ræða. Þá gildir væntanlega það sem Kaj menn segja að ferðin sé fyrir vana ræðara og um 30 km á dag. Í hópnum sem réri Hornstrandir s.l. sumar hafði einn þátttakenda verið leiðsögumaður í gönguhópum og ekki var það verra. Þannig er það ótvírætt styrkur að hafa staðkunnuga í hópnum.
Eiginkonan ætlar að vera á svæðinu þannig að flutningur á bíl er ekki vandamál fyrir mig og Ólafsfjðrður, Hrísey eða Grenivík gildir einu fyrir mig, nema helst að Grenivík minnir mig óþægilega á Valgerði fyrrverandi ráðherra og álfrömuð. Til skýringar má geta þess að eftir Hornstrandaróður í fyrra fór ég beint í Kringilsárrana (á Impresu) til og liggja á grænum grundum á botni lónsins innan um gæsir og hreindýr og fékk lögguna á Egilsstöðum til að redda mér viðgerðu dekki til að komast til byggða. Einnig rölti ég meðfram Jökulsá í Fljótsdal og skoðaði Faxa, Kirkjufoss o.fl.
Ég var að tilkynna þátttöku í netfanginu kayakklubburinn@gmail.com eins og gefið er upp í dagskránni.
Sjáumst.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2007 04:00 #3 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Grenivík/Húsavík
Mér þykir mjög miður ef ég hef verið að vaða yfir menn en það var alls ekki meyninginn , heldur að starta upp umræðum um þessa ferð.
þetta með rútuna var ég að hugsa fyrir allan hópinn ef þið fyrir austan vilduð vera með í því.
ferðin sem við vorum með í huga var reyndar ekki opin öllum þar sem ég þekki þetta svæði nokkuð vel og veit hvernig aðstæður geta orðið.
en nóg um það aðal gleðiefnið hjá okkur var að sameina þessar ferðir enda breyttum við tímanum til að slást í hópinn með ykkur að austan .
ég legg til að allir skrái sig hjá Ara fyrir austan eins og segjir í dagskránni .
Ég bið enn og aftur afsökunar fyrir okkar hönd og vonast til að þetta verði ekki til að skemma stemminguna fyrir þessari ferð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2007 03:06 #4 by palmiben
Replied by palmiben on topic Re:Grenivík/Húsavík
Þar sem það er nú líklega verið að vitna í mig [austanmanninn] finn ég mig nú knúinn til að koma með smá innlegg.
Eins og fram kemur á heimasíðu KAJ (www.123.is/kaj/default.aspx?page=home&am...tRecord&id=79863) er raðróðraferðin í ár aðeins ætluð vönum ræðurum. Af spjalli okkar Reynis og Magga á laugarbakkanum í vetur skildi ég það þannig að sú ferð sem fyrirhuguð væri hjá ferðanefnd kajakklúbbsins í Rvk væri minni í sniðum og opin öllum (leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál). Minnist ég þess ekki að það hafi verið ákveðið neitt í þá veru að sameina ferðirnar, enda hentar þetta svæði ekki stórum, blönduðum hóp (ég hef heldur ekkert umboð til að ákveða slíkt).
Ég ætla nú ALLS EKKI að vera með nein leiðindi, en vil bara benda á að samskiptin þurfa kannski að vera aðeins betri áður en farið er að auglýsa.
Árleg raðróðraferð KAJ var auglýst 2.febrúar sl. ásamt ferðaáætlun sem allir ættu að geta skoðað :)

Kveðja úr sólinni hér fyrir austan ;)

Pálmi Beneditsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2007 23:54 #5 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Grenivík/Húsavík
Ég er sammála dómaranum .
það er smá miskiningur á ferðinni,við hittum austanmann á sundlaugaræfingu í vetur og var þar áhveðið að sameina þessar ferðir og hittast í Hrísey.
en ég var aðalega að fiska eftir undirtektum með að taka rútu frá Húsavik það myndi líka nýtast austanmönnum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2007 22:57 #6 by halldob
Replied by halldob on topic Re:Grenivík/Húsavík
Á dagskrá kaykklúbbsins Kaj á Norðfirði er ein ferð frá Ólafsfirði til Húsavíkur, frá 24.-28. júní. Eins og tíðkast hefur er þessi ferð kynnt á dagskrá kayakklúbbsins í Reykjavík og erum við nokkur héðan úr Reykjavík sem höfum undanfarin ár tekið þátt í þessum ferðum Kaj og haft af því mikla skemmtan, enda góður félagsskapur. Ferðirnar eru farnar einu sinni á ári og eru oftast fjórir róðrardagar. Ég verð að segja það hreint út að mér persónulega finnst það ekki kurteisi gagnvart þessum félögum okkar að vera að boða til annarar ferðar á sama tíma og búa til annan kontakt eins og þú ert að gera Maggi. Þeir sem fara vilja í þessa ferð hafa samband við Ara fyrir austan, skrá sig þar og fá þar upplýsingar um það hverjir eru að fara ferðina og láta þar vita af því hvaða hugmyndir þeir hafa. Það er ekki heppilegt að verið sé að koma á einhverjum aukaboðleiðum fram hjá skipuleggjandanum.
Með félagskveðju
Halldór Björnsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2007 21:47 #7 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Grenivík/Húsavík
Mikið rétt þannig er þetta í dagskránni,en upphaflega vorum við Reynir Tómas búnir að áhveða að róa frá Grenivík og svo kom ferðin upp hjá Austfyrðingunum .
Satt að segja er mér alveg sama hvort verður farið frá Grenivík eða Ólafsfyrði , það væri gott að heyra álit manna á þvi hvort menn vilji róa allir frá Ólafsfyrði eða hittast í Hrísey?:side:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2007 21:03 #8 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Grenivík/Húsavík
Sagði ekki annars í dagskránni Ólafsfjörður-Húsavík? Það er sem sagt ferðin sem ég ætla í og Dalvíkingar verða bara að sætta sig við að ég mun ekki leggja upp þaðan heldur frá Ólafsfirði.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2007 20:35 #9 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Grenivík/Húsavík
Déskoti er manni farið að hlakka til ferðarinnar.

Ég þarf hins vegar nauðsynlega að leggja upp frá Ólafsfirði eða Dalvík vegna þess að þannig get ég kvittað fyrir Eyjafjörðinn. Við Örlygur höfum róið frá Reykjadiski í Skagafirði og yfir til Dalvíkur (í tveimur ferðum) og með því að leggja upp frá Grenivík og róa út í Hrísey yrði smáspotti í Eyjafirðinum eftir en allir sjá að það gengur alls ekki (hringferð, hringferð).

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2007 01:05 #10 by maggi
Grenivík/Húsavík was created by maggi
Jæja þá fer að líða að þessari ferð sem verður ein af stóru ferðum sumarsins.
farið verður 24 juni og komið heim 28 eða 29 juni.
það má sjá myndir frá sama svæði frá í fyrra á ferðasögur myndirnar tala sýnu máli.
Gaman væri að þeir sem hefðu áhuga á þessari ferð sendu mér línu á msig@simnet.is þá getum við áttað okkur betur á þáttökunni.
ég var með hugmynd um að gert yrði sjóklárt í grenivík og farið svo með alla bíla til Húsavíkur og tekin rúta til baka og róið um kvöldið í Hrísey til móts við Austanmenn , hvernig hjómar það?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum