Freya Hofmeister og Greg Stamer

11 jún 2007 16:38 #16 by Orsi
Manni er mjög létt. Ef við ætlum að láta sömu siðferðisdómana ganga í málum allra þeirra sem gerst hafa sekir um klikkun eða ábyrgðarleysi, yrði sakamannalistinn helvíti langur. Og á þeim lista yrðu ræðarar örugglega neðst, þótt ég viðurkenni fúslega að í þetta skipti hefði hringparið mátt leggja meira á sig í samskiptunum við tengiliði. En það þjónar bara engum hagnýtum tilgangi að skammast, þótt mig langi alveg til þess. Það gerir aðeins meira gagn að spyrja spurninga svo það megi læra eitthvað af þessu. En það er alveg klárt að þarna fór mikið úrskeiðis.
1. Kom fram í hinum misskilda e-meili að þau hygðust taka strauið áfram yfir Breiðafjörðinn og þar með hætta við að hitta Steina á Snæfellsnesinu eins og rætt var um? 2. Hvers vegna sendu þau ekki Gumma B. sms eins og talað var um? (Kannski ekkert samband). 3. Reyndu þau að senda smsið yfirhöfuð? 4. Hlustuðu þau á skilaboðin sem lögð voru inn í talhólfin hjá þeim á meðan leitin var í gangi? 5. Eru Gummi B. og Steini áfram tengiliðir þeirra sbr. að þau eru nú skyldug til að láta einhvern vita á 48 tíma fresti? 6. Og verður þar um að ræða símtöl þar sem þau geta sjálf fengið staðfest að skilaboð þeirra hafi borist á réttan stað? 7. Verður kannski áfram látið duga á e-meil, að þessu sinni þó á rétt netfang?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2007 15:31 #17 by Steini Ckayak
já einvher misskiliningur með Gervihnattasímann segja þau.
voru að senda skilaboð á vitlaust netfang
Allir mjög ánægðir með að þau eru fundin og held að Gæslan hafi skildað þau til að láta einhvern vita af sér á mest 48klst fresti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2007 15:27 #18 by palli
Þessi færsla er sú nýjasta á blogginu þeirra. Það má sjá þarna á næstu færslum á undan að þau voru líka farin að hafa áhyggjur af þeim.
kayakwisconsin.net/blog.html

At about the same time I type this some big, buff, Icelandic Coast guard officer is walking up to a tent to talk to the occupants. He's going to tell them a story that I'm sure will surprise the both of them. Yep, Just a couple minutes a go I got the call that Freya and Greg's campsite was found and everything looked just fine. Boy are they in for a surprise!
Suffice to say we are very thankful to everyone with the Icelandic Coast Guard who took the time and effort to search for them. And thank you too guys for keeping us up to date. I can't express enough how we appreciate having the Coast Guard out there. Thank you!
Now, let's re-evaluate that communication plan team!
<br><br>Post edited by: palli, at: 2007/06/11 11:27

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2007 14:48 #19 by palli
Svo voru þau bara á Rauðasandi á Barðaströndinni. Alveg úti á þekju. Ég tek bara undir með Sæþóri \&quot;Dýrt spaug þetta\&quot; ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2007 14:46 #20 by saethor
Þau eru fundin s.s. dýrt spaug!

www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1274238

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2007 14:44 #21 by palli
Ætli þau séu ekki bara komin norður fyrir Látrabjarg eða eitthvað þaðan af lengra - alveg úti á þekju með að láta nokkurn mann vita af sér ? Garðskagi - Látrabjarg eru reyndar 200km, og þau lögðu í hann fyrir 2 sólarhringum.

ruv.is
Nýjar vísbendinga hafa borist um kajakræðarana sem leitað hefur verið að frá því í gærkvöld. Áhersla er nú lögð á að leita á Vestfjörðum. Frá Látrabjargi og norður um.
Í morgun bárust leitamönnum vísbendingar frá sjónarvottum sem sáu til kajakræðara á miðjum Breiðafirði um klukkan 18 í gærkvöldi. Einnig sá fólk til þeirra um klukkan 15 við Öndverðarnes á Snæfellsnesi. Kallaðir hafa verið út bátar frá Patreksfirði, Bíldudal, Flateyri og Suðureyri sem munu leita á sjó fyrir vestan

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2007 14:43 #22 by saethor
Dýrt spaug þetta!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2007 13:36 #23 by palli
Útvarpsfréttir kl. 8 í morgun segja að það hafi sést til kayaka sem passa við lýsinguna við Dritvík í gær og einnig að það hafi verið kveikt tvisvar á gerfihnattasímanum þeirra, síðast kl. 9 í gærkvöldi.
Ég þekki ekki hvernig þetta virkar, en að það hafi verið kveikt á símanum þeirra í gærkvöldi hefði ég haldið að þýddi að það væri í lagi með þau. Vonandi er það bara málið, þ.e. að þau séu að klikka á að láta vita af sér, þótt það sé náttúrulega forkastanlegt eins og sést af umfangi leitarinnar sem er í gangi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2007 04:44 #24 by Gummi
Ég ætla bara að segja eitt og það er \&quot;Djöfull er fólk klikkað\&quot; og það má hafa þetta eftir mér hvar sem er.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jún 2007 21:32 #25 by GUMMIB
Sæl

Þegar þetta er skrifað er ég að koma úr skýrslutöku hjá lögreglunni.

Staðreyndirnar eru eftirfarandi (Sjá póst hér að ofan frá Örlygi). Það var samið um það að þau létu vita af sér þegar þau næðu landi á Snæfellsnesinu og þar ætlaði Steini í Hólminum að aka til þeirra og hitta þau. Einnig ætluðu þau að senda mér sms skilaboð.

Ekkert af þessu gerðist þ.e ekkert hefur heyrst frá þeim. Steini tók hring frá Arnarstapa að Hellisandi í
gærkvöldi en varð einskis var. Ég hafði samband við fólkið á tjaldstæðinu við Garðskagavitann sem kannaðist ekki við að hafa séð þau. Steini hringdi á nokkra staði fyrr í dag og einnig hefur verið spurst fyrir hjá sjómönnum á þessum slóðum.

Að öllu þessu gefnu tókum við Steini þá ákvörðum að láta vita af þessu, sem síðan leiddi af sér að skip og bátar voru látnir vita og þyrlan sett í loftið. Leitarsvæðið er að mér skilst Faxaflóinn á milli Garðskaga og jökuls og síðan Breiðafjörðurinn frá jökli að Látrabjargi.

Ég vona svo sannarlega að þau hafi bara gleymt að láta vita af sér.

Guðmundur Breiðdal.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jún 2007 21:11 #26 by palli
Af ruv.is:
Síðast uppfært: 10.06.2007 16:11
Gæslan svipast um eftir kajakmönnum
Landhelgisgæslan leitar tveggja kajakræðara sem héldu frá Garðskaga í gærmorgun og ætluðu að róa yfir Faxaflóann og upp á Snæfellsnes.

Gæslan biður sjófarendur og aðra um að hafa samband við sig, sjáist til mannanna.

Veit nokkur hér meira um málið ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jún 2007 17:16 #27 by Orsi
Replied by Orsi on topic Freyja og Greg byrjuð
Freyja og Greg lentu á Keflavíkurflugvelli í gær undir miðnætti og gerðu sjóklárt frá Garðinum stundu síðar. Þar tjölduðu þau til einnar nætur og hugðust róa yfir endilangan Faxaflóann, 100 km leið yfir á Arnarstapa. Þetta hlýtur að vera lengsta þverun í íslenskri kayaksögu svei mér þá. Við Gummi B. tókum það áhugaverða verkefni að okkur að taka á móti þeim og koma þeim á byrjunarreit leiðangursins. Freyja kom með sinn eigin bát í þremur pörtum smellti honum saman á bílaplani Leifsstöðvar. Greg kom bátalaus en fékk sendan bát með Gumma úr flotanum hans Steina í Hólminum. Þeim var síðan skutlað í Garðinn. Ég vænti þess að þau hafi síðan sett á flot eldsnemma í morgun eftir lúr yfir blánóttina. Við Gummi yfirgáfum þau kl. 1.30 í nótt og nú er að bíða frétta af fyrsta legg. Þau róa bæði á Explorer bátum og Freyja notar vængárar sýndist mér, bæði sem aðalár og varaár. Greg er hins vegar með grænlenskt, bæði sem aðal- og vara. Þetta er frábært fólk, harðduglegt og skotfljótt að búa sig. Leiðangurinn er hafinn. Gangi þeim bara vel.

Post edited by: Orsi, at: 2007/06/09 13:19

Post edited by: Orsi, at: 2007/06/09 13:24<br><br>Post edited by: Orsi, at: 2007/06/09 13:26
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2007 19:17 #28 by Orsi
Skrambi gott! Eru þau komin með íslenska tengiliði? Var meiningin að króa þau af um helgina og slíta út úr þeim smákynningu á verkefninu til gamans? Mætti þess vegna vera óformlegt spjall á næsta bar.

Og hvar byrja þau? Það væri áhugavert að puða obbolítið með þeim. Tala nú ekki um ef þau róa frá Rvk. að fylgja þeim úr hlaði.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2007 03:40 #29 by Steini Ckayak
Já þau Freya Hofmeister og Greg Stamer ætla að reyna sig við Íslensku strandlengjuna í sumar og freista þess að fara hringinn.
Þau lenda á klakanum á næstu helgi og ætla að róa af stað á sunnudag eða mánudag.

Pósta emailinn hennar Freyu hér ef hún leyfir.

Fyrir þá sem hafa séð This is the sea 3 þá er Freyja þar í veltukaflanum að standa á haus.

verður spennandi að fylgjast með hvernig þeim tekst til, verð með update af ferðinni þeirra á vefsíðunni okkar eins oft og þau berast frá þeim

kv. steini
www.seakayakiceland.com

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum