Stórir straumar í vikuni

22 ágú 2013 19:41 #1 by Gummi
Fyrst eru hér nokkar aðferðir við að kasta línu



Hér er sýnt hvernig á að kasta og taka á móti kastlínu.



Hg ef hlutirnir mistakast



Svo er bara að æfa sig
Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 ágú 2013 13:09 - 23 ágú 2013 00:38 #2 by Sævar H.
Það var alveg bráðskemmtilegt að horfa á straum sjókayakfólkið sem lék listir sínar í stórstraumnum undir Gullinbú í gær.
Þetta er greinilega mjög gott æfingasvæði til að æfa róðra um sjávarstrauma t.d eins og myndast um eyjar Breiðafjarðar.
Aðgengi er þarna mjög gott og æfingar ekkert hættuspil, ef fleiri en einn er að verki.
Ég tók dálítið vídeo af þessu og setti hér inn öðrum til skoðunar og fróðleiks.
Sennilega hef ég verið farinn þegar mest var umleikis hjá þeim.

Góða skemmtun

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 ágú 2013 01:02 - 22 ágú 2013 01:15 #3 by Sævar H.
Hér er smá sýnishorn af þessari skemmtan þeirra straum sjókayakmanna og kvenna undir Gullinbrú síðdegis þann 21.ágúst 2013. Það var fjör í þessu hjá þeim :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2013 22:31 #4 by siggi98
þakka fyrir mig þetta var hrikalega gaman.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2013 21:38 #5 by Guðni Páll
Skemmtilegur dagur þrátt fyrir smá skrámu, en fann þetta flotta video af björgun þar sem líf var hugsanlega í húfi eða alvarleg meiðsli.

vimeo.com/72792859

Kv Gp

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2013 19:41 #6 by Gummi
Já þetta var fínn dagur til æfinga og menn tóku nokkrar kastlínuæfingar. Það sem gerðist hjá okkur Gísla var að ég hafði ekki komið mér nægilega vel fyrir og þegar stekktist á línuni átti ég um það að velja að hlaupa á eftir karli til að minka álagið en þá var kayak með einum Agli fyrir svo ég stökk bara út í og reyndi í leiðini að halda í Gísla en mistókst það svo Gísli fékk bara að synda meira fyrir vikið. Við endurtókum síðan leikin og þá heppnaðist björgunin fullkomlega, fyrir utan að það er einhvað á línuni hans Gísla sem sker mann í fingurgómana og erum við Guðni báðir fleiðraðir eftir línuna.

Mér sýndist að fólk væri aldeilis búið að vera duglegt að spá í hvernig á að gera hlutina og voru allir vel sjálfbjarga í að ferja á milli bakka.
Topp einkun hjá öllum fyrir áhuga og árangur í dag.
Það spáir svipað á morgun svo það eru allar líkur á að ég dembi mér aftur á morgun.

Takk fyrir mig
Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2013 19:29 - 21 ágú 2013 19:30 #7 by Gíslihf
Fjölbreytt var æfingin undir Gullinbrú í dag.

Ég veit ekki hvort rétt er að orða það að hún hafi verið vel heppnuð, tveir fóru blóðugir heim og margir blautir.

Samt voru held ég allir brosandi, enda stórgaman.

Sem dæmi má nefna að ég sá Guðna Pál með svampinn í höndum og velti fyrir mér hvort hann væri að strjúka dropa af vanganum, enda óþægilegt að vera blautur í framan. Þá snerist hann eldsnöggt á hvolf þannig að ég gat ekki verið alveg viss um hvor kinninj það var. :cheer:

Svo var það Gummi sem kastaði til mín línu, um leið og ég barst á sundi með straumnum fram hjá. Það strekktist harkalega á línunni yfir öxl mér en svo varð átakið einkennilega rykkjótt og þegar ég gat litið við sá ég að Gummi var kominn á fulla ferð á eftir mér niður strauminn. :(

Sævar var við myndatökur en ég held hann hafi verið farinn þegar kastlínuæfingar hófust.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2013 12:26 - 21 ágú 2013 13:03 #8 by Gíslihf
Það er spáð sunnan 6-8 m/s hér í dag.
Kanó tekur mun meiri vind á sig en kayak og lætur illa að stjórn í vindi.

Ég ætla því að láta kanó eiga sig en mæta um kl 15:15 eins og Gummi, með kayak.


PS: Munum eftir hjálmunum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 ágú 2013 22:19 #9 by Gíslihf
Þetta með tvo tíma hjá þér Gummi passar, þá er að verða fært aftur upp á móti straumi á sjókeip.

Þannig var það hjá mér í dag, það tókst í fjórðu eða fimmtu tilraun að komast upp á móti, í hin skiptin dúndraðist ég niður strauminn.

Svol er maður eitthvað slappari á kanó, nema tveir vel samtaka ræðarar.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 ágú 2013 21:15 #10 by Guðni Páll
Ég ætla að mæta.

Gp

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 ágú 2013 20:40 #11 by Gummi
Ég ætla að mæta við rampin í bryggjuhverfinu upp úr kl 15:15 á morgun og vera í svona 2 tíma eða svo síðan er 41 mínútan seinkun á fimmtudag sem þýðir að mæting er um 16:00 eða svo.

Það væri gaman að sjá einhverja hressa og káta ræðara undir brúnni á morgun.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 ágú 2013 10:15 #12 by Gíslihf
Þó að ekki séu komnir tímarnir frá Gumma Björgvins held ég að mesti straumur inn í dag sé kl. 15 og ég ætla að renna Romany Classic markeip þar um lygnur og strengi.

Á morgun langar mig svo að bleyta í mínum græna indjánabát.
Vilji einhver prófa slíkan róður þá er þægilegt að hafa hnjáhlífar yfir skeljarnar.

Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 ágú 2013 20:41 #13 by Bergþór
hljómar vel. skoða þetta á miðvikudaginn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 ágú 2013 13:11 #14 by Þóra
Já takk, ég mæti....

Þóra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 ágú 2013 22:36 #15 by Guðni Páll
Hlakka til að kíkja á þetta. Fylgist með hérna hjá þér Gummi.

Gp

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum